Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 29
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29
stimplað sig inn sem einn af sterk-
ustu körfuknattleikmönnum Íslands.
Þá var Jóna Helena Bjarnadóttir
kjörinn sundmaður Keflavíkur, Har-
aldur Freyr Guðmundsson knatt-
spyrnumaður Keflavíkur og Helena
Rós Gunnarsdóttir fimleikamaður
Keflavíkur.
Jósef Kristinn og Helga
íþróttafólks ársins í
Grindavík
Jósef Kristinn Jósefsson knattspyrnu-
maður og körfuknattleikskonan Helga
Hallgrímsdóttir voru kjörin íþrótta-
maður og íþróttakona Grindavíkur
2010 á glæsilegu hófi sem haldið var
í Saltfisksetrinu á gamlársdag 2010.
Jósef var lykilmaður í knattspyrnu-
liði Grindavíkur í sumar og lék með
U21-landsliði Íslands sem tryggði
sér sæti í úrslitum EM næsta sumar.
Helga er fyrirliði körfuknattleiksliðs
Grindavíkur og burðarás liðsins.
Þetta er annað árið í röð sem
kjörið er kynjaskipt. Starf UMFG var
í miklum blóma á árinu enda kraft-
miklar deildir sem þar eru. Fimm
Íslandsmeistaratitlar komu í hús á
árinu, þar af þrír í einstaklingsíþrótt-
um, og einn bikarmeistaratitill. UMFG
og afrekssjóður Grindavíkur stóðu
fyrir kjörinu. Fjölmenni var við afhend-
inguna. Róbert Ragnarsson bæjar-
stjóri afhenti íþróttafólki ársins verð-
launin að þessu sinni en Kristinn
Reimarsson, frístunda- og menning-
arfulltrúi, stýrði samkomunni.
Ýmis önnur verðlaun voru veitt,
eins og hvatningarverðlaun ung-
menna, fyrir fyrstu landsleikina, fyrir
Íslands- og bikarmeistaratitla ársins
og svo fengu tvær hlaupadrottning-
ar, þær Anna S. Sigurjónsdóttir og
Christine Buchholz, sérstök verðlaun.
Helgi Rafn íþrótta-
maður Tindastóls
Helgi Rafn Viggósson, körfuknatt-
leiksmaður og fyrirliði úrvalsdeildar-
liðs Tindastóls, var þann 29. desem-
ber sl. útnefndur íþróttamaður Tinda-
stóls fyrir árið 2010. Helgi Rafn er
fyrirliði úrvalsdeildarliðs Tindastóls í
körfuknattleik og lék besta keppnis-
tímabil sitt til þessa 2009–2010. Var
hann valinn besti leikmaður liðsins
af félögum sínum á lokahófi körfu-
knattleiksdeildar sl. vor.
Helgi átti stóran þátt í því að liðið
komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti
í mörg ár. Hann er þekktur fyrir að
leggja sig fram bæði innan vallar og
utan. Hann tekur virkan þátt í þeim
fjáröflunum sem körfuknattleiks-
deildin stendur fyrir og inni á vellin-
um er hann sannur leiðtogi og dríf-
ur samherja sína áfram með baráttu-
anda og fórnfýsi fyrir félag sitt. Þrátt
fyrir erfiða byrjun Tindastóls í úrvals-
deildinni í haust hefur Helgi hvergi
slegið af og átt stóran þátt í þeim
jákvæðu breytingum sem orðið hafa
á leik liðsins undanfarið.
Þá fengu þau Pétur Rúnar Birgis-
son og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir
sérstakar viðurkenningar sem ungt
og efnilegt körfuknattleiksfólk, en
þau voru bæði valin í æfingahópa
U15-landsliða Íslands auk þess sem
Þóranna var einnig valin til æfinga
hjá U16-landsliðinu. Bæði eru lykil-
menn með liðum sínum í Íslands-
mótinu, hafa leikið vel í vetur og eru
í mikilli framför.
Sveinn Fannar íþrótta-
maður Fjarðabyggðar
Sveinn Fannar Sæmundsson, knatt-
spyrnumaður í Neskaupstað, var
útnefndur íþróttamaður Fjarðabyggð-
ar árið 2010. Fékk hann afhenta við-
urkenningu í Kirkju- og menningar-
miðstöðinni á Eskifirði þann 29. des-
ember 2010. Sveinn Fannar er fædd-
ur árið 1993 en á að baki verkefni
með U19- landsliði Íslands. Í rök-
stuðningi fyrir valinu segir að Sveinn
hafi verið fastamaður og fyrirliði 2.
flokks Knattspyrnufélags Fjarða-
byggðar (KFF) sem varð Íslands-
meistari í C-deild í sumar og vann
sér því sæti í B-deild auk þess sem
hann spilaði 14 leiki fyrir meistara-
flokk liðsins í 1. deild. Í rökstuðn-
ingnum segir ennfremur að Sveinn
Fannar hafi mikinn metnað fyrir
íþróttinni og mæti á allar æfingar
með það að leiðarljósi að bæta sig.
Hann leggi mikla áherslu á heiðar-
leika, jafnt innan vallar sem utan, og
sé fyrirmynd ungra leikmanna.
Helga Margrét
íþróttamaður HSVH
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjáls-
íþróttakona frá Reykjum í Hrútafirði,
er íþróttamaður Ungmennasam-
bands Vestur-Húnvetninga árið 2010
en kjörinu var lýst í Íþróttamiðstöð-
inni á Hvammstanga 27. desember
sl. Helga Margrét hlaut 50 stig í kjör-
inu. Í öðru sæti varð Guðrún Gróa
Þorsteinsdóttir, körfuknattleikskona
og systir Helgu Margrétar, með 24
stig og í þriðja sæti varð Fríða Mary
Halldórsdóttir hestaíþróttakona með
7 stig. Aðrir, sem hlutu tilnefningar
í kjöri íþróttamanns USVH, voru
Tryggvi Björnsson og Ísólfur Líndal
Þórisson hestaíþróttamenn og Ólaf-
ur Ingi Skúlason frjálsíþróttamaður.
Íþróttamenn USVH geta orðið þeir
íþróttamenn 16 ára og eldri sem lög-
heimili eiga í Húnaþingi vestra eða
keppa undir merkjum félaga innan
USVH. Það eru stjórnarmenn í
aðildarfélögum USVH og stjórn
USVH sem kjósa íþróttamanninn.
Þetta er í fjórða skiptið í röð sem
Helga Margrét er kjörin íþróttamað-
ur ársins hjá USVH og hlaut hún far-
andbikar til varðveislu auk eignar-
bikars.
Helga Margrét vann góð afrek á
árinu sem er að líða og stendur þar
hæst árangur hennar í sjöþraut á
heimsmeistaramóti 19 ára og yngri
í Kanada þar sem hún vann til
bronsverðlauna.
Aron afreksmaður
Fjölnis
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhanns-
son var valinn afreksmaður Fjölnis
2010 í lok desember á síðasta ári.
Aron sló rækilega í gegn á árinu og
var m.a. valinn besti leikmaður 1.
deildar af fyrirliðum og þjálfurum
deildarinnar. Hann var einnig valinn
efnilegasti leikmaður deildarinnar
og er þetta í fyrsta og eina sinn sem
sami leikmaðurinn hefur hlotið báð-
ar þessar viðurkenningar. Að auki
var Aron markahæstur í 1. deildinni
með 12 mörk og skoraði einnig 4
mörk í Visa-bikarkeppninni. Undir
lok tímabilsins var Aron svo seldur
til danska stórliðsins AGF sem gerir
hann að fyrsta atvinnumanni Fjölnis
sem seldur er beint frá félaginu.
Aron hefur nú þegar tekið þátt í 5
leikjum með aðalliði félagsins sem
trónir langefst á toppi næstefstu
deildar í Danmörku og er væntan-
lega á leiðinni í úrvalsdeildina þar
á ný.
Bjarki Pétursson íþrótta-
maður Borgarfjarðar
Bjarki Pétursson golfari var kjörinn
íþróttamaður Borgarfjarðar fyrir árið
2010 en kjörinu var lýst á íþrótta-
hátíð UMSB sem haldin var 19. febrú-
ar sl. Bjarki vann mörg afrek á árinu
og er kominn í hóp bestu kylfinga
landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Í
öðru sæti varð Jón Ingi Sigurðsson
sundmaður, í þriðja sæti Tinna
Kristín Finnbogadóttir skákkona,
fjórða var Sigrún Rós Helgadóttir
knapi og í fimmta sæti Björk Lárus-
dóttir fótboltakona. Auk þeirra voru
tilnefnd Arnór Tumi Finnsson, Birgir
Þór Sverrisson, Fanney Guðjónsdóttir,
Guðrún Ingadóttir, Gunnar Halldórs-
son, Hafþór Ingi Gunnarsson, Harpa
Bjarnadóttir, Ísfold Grétarsdóttir,
Orri Jónsson, Sigmar Aron Ómars-
son og Sölvi Gylfason.
Jón Ingi íþróttamaður
Borgarbyggðar
Jón Ingi Sigurðsson, sundmaður úr
Skallagrími, var kjörinn íþróttamað-
ur Borgarbyggðar 2010 við hátíð-
lega athöfn í Hjálmakletti 19. febrú-
ar sl. Tómstundanefnd Borgarbyggð-
ar kýs árlega íþróttamann ársins úr
tilnefningum frá ungmenna- og
íþróttafélögum í sveitarfélaginu.
Kjörið fór nú fram í tuttugasta sinn
og voru tíu íþróttamenn tilnefndir
að þessu sinni. Í tilnefningu frá
sunddeild Skallagríms segir um Jón
Inga að hann sé ákaflega duglegur
og efnilegur sundmaður. Jón Ingi
bætti 37 Borgarfjarðarmet á árinu í
pilta- og karlaflokki. Hann á nú 60
Borgarfjarðarmet.