Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2011, Page 31

Skinfaxi - 01.02.2011, Page 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Blak: Þróttur í Neskaupstað bikarmeistari kvenna Kvennalið Þróttar í Neskaupstað varð bikar- meistari kvenna í blaki þegar liðið lagði HK í sannkölluðum háspennuleik sem fram fór í Laugardalshöllinni 20. mars sl. Þróttur byrjaði mikið mun betur en HK og sigraði í tveimur fyrstu hrinunum. Þá tók HK við sér og náði að jafna í 2-2 og því varð að grípa til oddahrinu. Í oddahrinunni varð að framlengja til að knýja fram úrslit en Þróttur sigraði með 19 stigum gegn 1.7 Uppfærsla leikdeildar Eflingar í Þingeyjar- sýslu á Sögu úr Vesturbænum, West Side Story, var frumsýnd á Breiðumýri fyrir fullu húsi þann 18. mars sl. Sýningin tókst í alla staði frábærlega og var hún enn ein rós í hnappagat leikdeildar Eflingar og Arnórs Benónýssonar leikstjóra. Flest burðarhlut- verk eru í höndum ungra leikara sem stunda nám við Framhaldsskólann á Laugum og Litlulaugaskóla og sum hver eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Öll skiluðu þau hlut- verkum sínum með sóma og hnökralaust. Leikdeild Eflingar sýndi Sögu úr Vesturbænum fyrir fullu húsi Reyndari leikarar leikdeildarinnar voru í minni hlutverkum að þessu sinni og skiluðu sínu með sóma eins og við var að búast. Alls taka 35 leikarar þátt í sýning- unni, auk vel á fjórða tug fólks sem unnið hefur hörðum höndum að tjaldabaki við förðun, búninga, hárgreiðslu, lýsingu og uppsetningu á sviðinu sem er mjög stórt. Tónlistarstjórn er í höndum Jaan Alavere. „Frumsýningin gekk gríðarlega vel en stund sem þessi er alltaf spennandi. Við- tökurnar voru mjög góðar og allir sem komu að sýningunni stóðu sig með prýði. Undirbúningur er búinn að standa yfir meira og minna síðan í nóvember en aðal- krafturinn byrjaði í janúar og fram að frumsýningu,“ sagði Arnór Benónýsson, leikstjóri sýningarinnar Sögu úr Vestur- bænum, í samtali við Skinfaxa. „Það fer mikill tími í uppfærslu á svona stykki. Það fara svona 6–8 vikur og fimm daga vikunnar í undirbúning. Það er gam- an þegar gengur vel, þetta gefur mikið og félagsskapurinn er skemmtilegur. Við erum búin að auglýsa níu sýningar en aðsókn ræður að sjálfsögðu hve margar sýningar verða þegar upp er staðið. Við erum nánast búin að vera með einhverja uppfærslu á hverjum vetri síðustu 15 árin og aðsóknin alltaf verið góð,“ sagði Arnór Benónýsson. Frá frumsýningu á verkinu West Side Story hjá Eflingu í Þingeyjarsýslu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.