Skinfaxi - 01.02.2011, Side 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Ársþing UMSE fór fram
í Þelamerkurskóla 5. mars
sl. Þingið fór vel fram og
umræður um þær tillögur
sem fram voru lagðar voru
með líflegra móti. Þingfull-
trúar voru frá 10 af 12 aðildarfélögum og
var um það rætt á þinginu að aðildarfélög-
in yrðu að gera betur í þátttöku sinni en
einungis voru 28 af 54 mögulegum full-
trúum mættir. Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, sat ársþingið.
Heitastar umræður urðu um Lottó-
úthlutun sambandsins til aðildarfélaga en
tillaga um reglugerðarbreytingu þess efnis
lá fyrir þinginu. Var hún samþykkt með
þeirri breytingu að hún yrði tekin til endur-
skoðunar og yrði lögð fram á þingi á
næsta ári. Þá var samþykkt að stofna þrjár
nýjar nefndir innan UMSE og eru þær
fræðslunefnd, almenningsíþróttanefnd
og afreksíþróttanefnd. Nefndunum verð-
ur falið það hlutverk að móta stefnu í þeim
viðfangsefnum sem þær varða.
Helga G. Guðjónsdóttir sæmdi Gest
Hauksson, gjaldkera Umf. Smárans, starfs-
merki UMFÍ. Haukur Valtýsson var sæmd-
ur starfsmerki UMSE fyrir störf sín í þágu
sambandsins.
Kosið var til varaformanns, gjaldkera og
þriggja í varastjórn UMSE. Kristín Her-
mannsdóttir var endurkjörin varaformað-
ur. Gjaldkeri sambandsins, Anna Kristín
Árnadóttir, lét af störfum eftir fjögurra
ára starf og í hennar stað var kjörinn Einar
Úr hreyfingunni
Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar, UMSE:
Þrjár nýjar deildir verða stofnaðar
Hafliðason. Í varastjórn gáfu kost á sér til
áframhaldandi setu Þorgerður Guð-
mundsdóttir og Birkir Örn Stefánsson en
Sigurður Bjarni Sigurðsson ekki. Þau
Birkir og Þorgerður voru endurkjörin en
í stað Sigurðar Bjarna tók Edda Kamilla
Örnólfsdóttir sæti í varastjórn. Voru frá-
farandi stjórnarmönnum þökkuð vel
unnin störf í þágu sambandsins.
Í kaffisamsæti á þinginu voru veittar
viðurkenningar að venju. Kjörinn var
Íþróttamaður ársins 2010 og kom sá titill
í hlut Björgvins Björgvinssonar, skíða-
manns frá Skíðafélagi Dalvíkur. Þá voru
veittar um 35 viðurkenningar til íþrótta-
manna sem höfðu unnið Íslands-, Lands-
móts- eða bikarmeistaratitla, komist í
úrvals- eða afrekshópa hjá sérsambönd-
um eða sett Íslandsmet á árinu 2010.
Félagsmálabikar UMSE kom í hlut Umf.
Samherja en sitjandi stjórn UMSE úthlut-
ar þeim bikar til þess félags sem talið er
að hafi starfað hvað best í þágu félags-
og íþróttamála á hverju ári. Þá var Þóri
Áskelssyni veitt starfsmerki UMSE, fyrir
vel unnin störf í þágu íþrótta á sambands-
svæðinu.
„Starfið hjá okkur gengur vel en er
mest í frjálsum íþróttum. Við ræddum
um það á þinginu að koma til móts við
fleiri félaga með fræðslu og innra starfi
og að því munum við vinna á næstunni,“
sagði Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður
Ungmennasambands Eyjafjarðar í sam-
tali við Skinfaxa.
Efti mynd: Óskar Þór Vilhjálmsson, formaður
UMSE, í ræðustóli á ársþinginu. Neðri mynd:
Björgvin Björgvinsson, íþróttamaður UMSE 2010.
94. ársþing USAH var hald-
ið 5. mars sl. á Blönduósi.
Góð mæting var á þingið
frá félögum innan sam-
bandsins. Á þinginu voru
tekin fyrir hefðbundin aðal-
fundarstörf; skýrsla stjórnar, reikningar
sambandsins og samþykktar tillögur vegna
næsta starfsárs. Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, sótti þingið.
Mikil og góð starfsemi er innan félaga
USAH. Íþróttamaður USAH 2010 var kjör-
inn Stefán Valimer en hann stendur sig
frábærlega í kúluvarpi í 15–16 ára flokki
og er í þriðja sæti á afrekaskrá FRÍ í þeirri
grein í sínum aldurflokki.
Þórhalla Guðbjartsdóttir hætti í stjórn
USAH og í hennar stað kom Bergþór Páls-
Ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga, USAH:
Mikil og góð starfsemi innan USAH
son inn, þannig að í stjórn USAH eru nú:
Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður,
Greta Björg Lárusdóttir varaformaður,
Bergþór Pálsson gjaldkeri, Sigrún Líndal
ritari og Guðrún Sigurjónsdóttir með-
stjórnandi.
„Þingið hjá okkur gekk vel en á því var
meðal annars kosin nefnd til að annast
undirbúning fyrir 100 ára afmælið sem
verður 2012. Starfið innan Ungmenna-
sambandsins gengur vel. Æfingar hafa
verið innandyra í frjálsum íþróttum í vet-
ur og 35 keppendur fóru á okkar vegum
á mót á Akureyri. Krakkarnir hafa líka ver-
ið dugleg við að sækja stóru mótin fyrir
sunnan í vetur. Í sumar mun starfið að
mestu leyti fara fram úti í félögunum,“
sagði Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formað-
ur Ungmennasambands Austur Húnvetn-
inga, í samtali við Skinfaxa.
Frá ársþingi Ung-
mennasambands
Austur Húnvetn-
inga sem haldið var
á Blönduósi.