Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2011, Side 36

Skinfaxi - 01.02.2011, Side 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ung- mennafélags var haldinn 28. mars sl. Góð mæting var á fundinn og sóttu hann um 60 manns. Meðal fundargesta voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, Jóhann B. Magnússon, formaður Íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar, bæjarfulltrú- arnir Friðjón Einarsson og Kristinn Jakobs- son, Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundasviðs, og íþrótta- og tómstundaráðsmennirnir Rúnar Arnarsson og Björg Hafsteinsdóttir. Ellert Eiríksson var kjörinn fundarstjóri og Sigurvin Guðfinnsson ritari. Aðalfund- urinn samþykkti breytingar á lögum félagsins. Formaður og stjórn voru endur- kjörin. Kosið var eftir nýjum lögum. Kosið var um meðstjórnendur til eins árs þar sem um mótframboð var að ræða. „Við áttum góðan aðalfund, en fundur- inn samþykkti breytingar á lögum félags- ins. Það er á brattann að sækja fjárhags- lega en samt sem áður horfum við alltaf björtum augum fram á veginn. Það er unnið gjöfult og gott starf innan deild- anna sem skiptir miklu máli,“ sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, í samtali við Skinfaxa. Á aðalfundinum var Sigurður Steindórs- son sæmdur gullheiðursmerki Keflavíkur. Sigurður var formaður Knattspyrnufélags Keflavíkur KFK og vallarstjóri á íþróttavell- inum í Keflavík, auk þess sem hann þjálf- aði handbolta- og knattspyrnumenn og -konur. Með sanni má segja að hann hafi verið einn af merkari íþróttafrömuðum í Keflavík. Sigurður studdi vel við yngri íþróttaiðkendur og var þeim ávallt innan Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags: Sigurður sæmdur gullheiðursmerki Kári Gunnlaugsson varaformaður, Sigurður Steindórsson og Einar Haraldsson formaður. handar. Hann var einnig í miklum tengsl- um við meistaraflokk ÍBK og gekk þar í öll störf, meðal annars að nudda leikmenn, stundum svo hressilega að menn æptu undan honum. Það hefur verið mikill feng- ur í því fyrir íþróttalífið í Keflavík að hafa mann eins og Sigurð innanborðs. Frá afhendingu silfurheiðursmerkja. Frá vinstri: Einar Haraldsson formaður, Björn Jóhannsson, Hörður Ragnarsson, Jón Ólafur Jónsson og Kári Gunnlaugsson,1. varaformaður. Hörður Ragnarsson, Jón Ólafur Jónsson og Björn Jóhannsson hlutu silfurheiðurs- merki félagsins. Starfsmerki voru veitt fyrir stjórnarsetu. Árni Pálsson, Sigurvin Guðfinnsson og Þórður Magni Kjartans- son fengu gullmerki fyrir 15 ár, Geir Gunnarsson, Hermann Helgason og Þorsteinn Magnússon silfurmerki fyrir 10 ár og Ásdís Júlíusdóttir, Halldóra B. Guð- mundsdóttir, Helga H. Snorradóttir og Hjördís Baldursdóttir fengu bronsmerki fyrir 5 ár. Starfsbikarinn var veittur Jóni Örvari Arasyni. Björn Jóhannsson, Sigmar Björns- son og Baldvin Sigmarsson voru heiðrað- ir fyrir að þeir urðu allir Íslandsmeistarar á árinu 2010, þrír ættliðir. Formaður og varaformaður UMFÍ heiðr- uðu þá Ólaf Birgi Bjarnason og Guðsvein Ólaf Gestsson með starfsmerki UMFÍ. Svanhvít Jóhannsdóttir var endurkjörin formaður Umf. Kjalarness á aðalfundi félagsins sem haldinn var 17. mars sl. Ný stjórn tók við fyrir um ári síðan. Innra skipulag félagsins hefur verið tekið í gegn og öflugu starfi viðhaldið. Um þrjú hundr- uð félagar eru skráðir í félagið í dag. Með- al verkefna þess í fyrra voru sundnám- skeið, knattspyrnuæfingar, fimleikaæfing- ar og öflugt sumarstarf. Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, og Gunnar Gunnarsson, varamaður í stjórn UMFÍ, mættu á þingið fyrir hönd UMFÍ og kynntu starf hreyfingarinnar. Miklar umræður spunnust á þinginu um þá möguleika sem Umf. Kjalarness getur nýtt sér í gegnum UMFÍ. Aðalfundur Ungmennafélags Kjalarness, UMFK: Öflugu starfi viðhaldið Ein breyting varð á stjórn. Hafsteinn Frið- finnsson gaf ekki kost á sér áfram sem varaformaður en verður varamaður í stjórn. Magnús Ingi Magnússon tekur við varaformennskunni og Birna Ragnars- dóttir kemur ný inn sem meðstjórnandi. Auk þeirra og Svanhvítar eru í stjórninni Íris Fjóla Bjarnadóttir, ritari, og Davor Karlsson, gjaldkeri. „Það er óhætt að segja að starfið í heild sinni gangi bara nokkuð vel. Starfið er að mestu leyti byggt upp í kringum fótbolt- ann og svo hafa fimleikarnir svolítið verið að koma inn. Við byrjuðum með sund sl. haust með námskeiðum og æfingum. Þetta fór vel af stað þannig að við héld- um áfram með sundið eftir áramót. Við höfum verið með kynningu á körfubolta og badminton en skráningar hafa ekki verið nógu margar til að hægt sé að ráða þjálfara að svo stöddu. Síðan hefur verið ákveðið að auglýsa eftir íþróttafulltrúa sem myndi starfa 50% með ungmenna- félaginu og 50% með Klébergsskóla,“ sagði Svanhvít G. Jóhannsdóttir, for- maður Umf. Kjalnesinga. Svanhvít G. Jóhannsdóttir, formaður Umf. Kjalnes- inga á aðalfundinum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.