Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Síða 37

Skinfaxi - 01.02.2011, Síða 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Hellissandur K.G. Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Ferðaþjónustan í Heydal, s: 456 4824 www.heydalur.is, Mjóafjörður Kjölur ehf., Urðarvegi 37 Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Jakob Valgeir ehf., Grundarstíg 5 Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14 Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Grund Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1–3 Patreksfjörður Albína verslun, Aðalstræti 89 Hafbáran ehf., Hjöllum 13 Oddi hf., fiskverkun, Eyrargötu 1 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Höfðagötu 3 Norðurfjörður Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi Blönduós Glaðheimar, sumarhús, s: 820 1300, Melabraut 21 Hótel Blönduós, s: 452 4403, 898 1832, Aðalgötu 6 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Skagaströnd Árný Hjaltadóttir, Steinnýjarstöðum Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandgötu 30 Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 K–Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði Hofsós Vesturfarasetrið Fljót Ferðaþjónustan Bjarnargili ehf., Bjarnargili Akureyri Endurhæfingarstöðin, Glerárgötu 20 Blikkrás ehf., Óseyri 16 Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Haukur og Bessi tannlæknar, Hlíð hf., Kotárgerði 30 Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Úr hreyfingunni Ársþing HSÞ var haldið í Ljósvetningabúð 12. mars sl. Þingið sóttu 50 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, sat þingið. Þóra Fríður Björnsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, var sæmd starfsmerki UMFÍ. Þingið var starfsamt og ýmis málefni sam- bandsins rædd. Meðal annars var samþykkt að stefna að því að sækja um Unglinga- landsmót UMFÍ árið 2014, en þá eru 100 ár liðin frá stofnun gamla HSÞ. Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjör- in formaður HSÞ. Aðrir í stjórn eru þau Birkir Jónasson, Völsungi, Erla Bjarnadótt- ir, Völsungi, Halldóra Gunnarsdóttir, UMFL, Hermann Aðalsteinsson, Goðanum, Birna Davíðsdóttir, Bjarma, og Olga Friðriksdótt- ir, Austra. Í varastjórn eru Andri Hnikarr Jónsson, Snerti, Hörður Þór Benónýsson, Eflingu, og Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Leifi heppna. Þrjár nýjar nefndir voru kjörnar á árs- þinginu en þær eru sögu- og minjanefnd, almenningsíþróttanefnd og landsmóts- nefnd fyrir Landsmót UMFÍ á Selfossi 2013. Á ársþinginu fór fram kjör íþrótta- manns HSÞ árið 2010 og hlaut Þorsteinn Ingvarsson titilinn. Hann var einnig kjör- inn frjálsíþróttamaður HSÞ 2010. Pétur Þórir Gunnarsson var kjörinn glímumað- ur HSÞ, Aron Bjarki Jósepsson var kjörinn knattspyrnumaður HSÞ og Valdís Jósefs- dóttir var kjörin sundmaður HSÞ. „Það fóru fram miklar og góðar umræð- ur í nefndum og fólk skiptist á skoðunum. Þetta var í heild sinni létt og skemmtilegt þing. Stjórnin hittist einu sinni í mánuði og vinnur vel þess á milli. Starfið hjá okk- Ársþing Héraðssambands Þingeyinga, HSÞ: Næg verkefni fram undan Verðlaunahafar á ársþingi HSÞ. Þóra Fríður Björns- dóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, sem var sæmd starfsmerki UMFÍ, ásamt Helgu Guð- rúnu Guðjónsdótt- ur, formanni UMFÍ. ur er orðið markvisst og það eru næg verk- efni fram undan. Stofnaðar voru nýjar nefndir á þinginu og við erum farin að huga að 100 ára afmælinu sem verður 2014,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, for- maður HSÞ, í samtali við Skinfaxa. Tvær í vettvangsnámi hjá UMFÍ og EUF Þær Gyða Kristjánsdóttir og Vala Hrönn Margeirsdóttir, nemar í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, voru í vettvangsnámi hjá Ungmennafélagi Íslands og Evrópu unga fólksins í þrjár vikur. Þær fengu að kynnast allri starf- seminni, sitja ýmsa fundi og skoða þau verkefni sem eru í gangi ásamt því að fá að snerta á nokkrum þeirra. Þær Gyða og Vala Hrönn eru báðar úr ungmennafélagsgeiranum, önnur úr UMSS og hin úr HSH, en sögðust samt sem áður hafa lært margt nýtt um UMFÍ og enn þá meira um EUF. Þær voru mjög ánægðar með veru sína, segjast hafa fengið góðar móttökur og mæla eindregið með því að fólk kynni sér það flotta og metnaðarfulla starf sem unnið er hjá UMFÍ og EUF. Þær sjá fyrir sér að þær geti vel nýtt þá reynslu og þekkingu sem þær hafa öðlast á veru sinni þessar þrjár vikur á starfsvettvangi sínum í komandi framtíð. Gyða Kristjánsdóttir og Vala Hrönn Mar- geirsdóttir, nemar í Háskóla Íslands.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.