Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 39
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 15 þúsund manns nöfn sín í gesta- bækur sem voru á 24 fjöllum sl. sumar. Flest þessara fjalla eiga það sameigin- legt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjall- gönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Göngugarpar hafa verið hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabækur á fjöllum. Á hverju hausti er síðan dregið úr hópi þátt- takenda og hljóta hinir heppnu sérstök verðlaun. Í ár voru nöfn fimm göngu- garpa dregin út og hljóta þeir verðlaun frá UMFÍ. Verðlaunahafar fyrir Fjölskyldan á fjallið voru Ragnhildur Sara Arnars- dóttir sem gekk á Úlfarsfell, fjall UMSK, Ingunn Lilja Arnórsdóttir sem gekk á Miðfell, fjall HSK, Guðjón Halldórsson sem gekk á Þyril, fjall UMSB, Helga Gísla- dóttir sem gekk á Geirseyrarmúla, fjall HHF, og Aldís Þyrí Pálsdóttir sem gekk á Þing- mannaveg yfir Vaðlaheiði, fjall UFA. Verkefnið heldur áfram á næsta sumri Góð þátttaka í verkefninu Fjölskyldan á fjallið Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Hveragerði Eldhestar ehf., Völlum Hveragerðisprestakall, Bröttuhlíð 5 Sport–Tæki ehf., Austurmörk 4 Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Hafnarnes VER hf., Óseyrarbraut 16 b Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Stokkseyri Kvenfélag Stokkseyrar Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni Hella Fannberg ehf., Þrúðvangi 18 Hvolsvöllur Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Krappi ehf., byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Bergþóra, Vestur - Landeyjum Búaðföng, Hvolsvelli, Bakkakoti 1 Kvenfélagið Hallgerður, Eystri - Torfastöðum I Vík í Mýrdal Dyrhólaeyjarferðir, www.dyrholaey.com, Vatnsskarðshólum Kirkjubæjarklaustur Skaftárhreppur, Klausturvegi 15 Vestmannaeyjar Hamarskóli, Huginn ehf., Kirkjuvegi 23 Ísfélag Vestmannaeyja hf., Strandvegi 28 Skýlið, Friðarhöfn Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vöruval ehf., Vesturvegi 18 Íþróttanefnd ríkisins og fulltrúar nokkurra sérsambanda áttu fund með starfsfólki UMFÍ á dögunum í Þjónustumiðstöð UMFÍ við Sigtún. Þar var m.a. kynnt starfsemi hreyfingarinnar og verkefni sem hún stendur fyrir. Sæmundur Runólfsson, Frá heimsókn í leik- skólann Undraland þar sem Ingunn Lilja Arnórsdóttir var verðlaunuð en hún var dregin úr pottinum fyrir að ganga á Miðfell. og verður auglýst nánar þegar nær dreg- ur. Ungmennafélag Íslands þakkar öllum sem tóku þátt í verkefninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári. Íþróttanefnd ríkisins og sérsambönd í heimsókn Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, Ólafur Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri GLÍ, Jónas Dalberg, formaður DSÍ, Hrund Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, Guðlaugur Gunnarsson, KSÍ, Heiðrún Vigfúsdóttir, verkefnastjóri Unglinga- landsmótsins, Þorvarður Helgason, Landssam- bandi hestamannafélaga, og Ómar Bragi Stefáns- son framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins. Íþróttanefnd ríkisins. Frá vinstri: Óskar Ármannsson, starfsmaður nefndarinnar, Hafþór Guðmundsson, Hermann Valsson, formaður nefndarinnar, Björg Jakobsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ingvar Jónsson. framkvæmdastjóri UMFÍ, fór yfir starf- semina með íþróttanefnd ríkisins en Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Ungl- ingalandsmótsins, kynnti fulltrúum þeirra sérsambanda, sem eiga greinar sem keppt er í mótinu, sögu þeirra í stórum dráttum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.