Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2011, Page 40

Skinfaxi - 01.02.2011, Page 40
40 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Sambandsþing UÍA var haldið á Eskifirði 5. mars sl. Þingið gekk vel í alla staði og fóru fram líflegar umræður um starfsemi sambandsins. Á þinginu var kjörin ný stjórn og er hún skipuð sem hér segir: Formaður er Elín Rán Björnsdóttir. Aðal- stjórn: Vilborg Stefánsdóttir, Neskaupstað, Jósef Auðunn Friðriksson, Stöðvarfirði, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Egilsstöðum, og Gunnar Gunnarsson, Fljótsdal. Vara- stjórn Stefán Bogi Sveinsson, Böðvar Bjarnason og Jóhann Atli Hafliðason. Úr aðalstjórn gengu Gunnar Jónsson, Eski- firði, Berglind Agnarsdóttir, Fáskrúðsfirði, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA: Líflegt og málefnalegt þing á Eskifirði og Jónas Þór Jóhannsson, Egilsstöðum. Úr varastjórn gengu Steinn Jónsson og Björn Heiðar Sigurbjörnssoni. Þeim voru þökkuð vel unnin störf í þágu UÍA. Seyðfirðingarnir Adolf Guðmundsson og Þorvaldur Jóhannsson voru sæmdir starfsmerkjum UMFÍ. Adolf var formaður UÍA um skeið á níunda áratugnum. Hann starfaði lengi að knattspyrnumálum hjá Hugin og þjálfaði handknattleikslið UÍA sem náði góðum árangri á Landsmótinu í Keflavík. Adolf er að auki með dómara- réttindi í boccia og hefur oft reynst ung- mennafélagshreyfingunni öflugur bakhjarl. Frá afhendingu starfsmerkja á sambandsþingi UÍA. Hjálmar Jónsson, íþrótta- maður UÍA 2010. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Þorvaldur var einn af framámönnum skíðaiðkunar á Seyðisfirði. Hann hefur starfað og stutt ungmennahreyfinguna í áratugi, meðal annars sem skólastjóri, sveitarstjórnarmaður og framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga á Austur- landi. Hann varði mark knattspyrnuliðs Hugins um tíma og lætur enn vel í sér heyra á vellinum. Gunnar Gunnarsson, varamaður í stjórn UMFÍ, sæmdi Seyð- firðingana heiðursmerkjum sínum. Þá var Hjálmar Jónsson úr akstursíþrótta- klúbbnum Start kjörinn íþróttamaður UÍA.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.