Skinfaxi - 01.02.2011, Page 42
42 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Íþróttadagur Félags áhugafólks um íþrótt-
ir eldri borgara, FÁÍA, var haldinn í íþrótta-
húsinu í Austurbergi 9. mars sl. Þetta var
í 26. sinn sem þessi dagur er haldinn og
var mikil og góð stemning á hátíðinni.
Vel var mætt á hátíðina og skein gleði
og ánægja úr hverju andliti. Á íþrótta- og
leikjadeginum komu fram nokkrir hópar
af Reykjavíkursvæðinu og sýndu atriði
við góðar undirtektir áhorfenda.
Þess má geta að fyrsti íþróttadagur
aldraðra var haldinn árið 1987 en fyrstu
sex árin komu eldri borgarar saman og
gerðu sér glaðan dag á gervigrasvellin-
um í Laugardal. Mikil vakning hefur orðið
í íþróttum og hreyfingu almennt meðal
eldri borgara hin síðustu ár og er ljóst að
hún mun aðeins vaxa enn frekar á næstu
árum.
„Íþróttadagurinn gekk afskaplega vel.
Allir voru glaðir og kátir og skemmtu sér
hið besta. Það er orðin mikil hefð fyrir
þessum degi og þetta sinn mættu á
annað hundrað manns. Það er gróska í
félaginu og atburðir eru yfirleitt vel sóttir.
Við munum í fyrsta sinn fara með boccia-
mótið út fyrir borgarmörkin en það verð-
ur í ár haldið í Borgarnesi,“ sagði Þórey
S. Guðmundsdóttir, formaður FÁÍA, í
samtali við Skinfaxa.
Aðalfundur Félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra, FÁÍA, var haldinn 25.
febrúar sl. í þjónustumiðstöð Ungmenna-
félags Íslands, UMFÍ, við Sigtún. Ung-
mennafélag Íslands hefur verið í samstarfi
41. ársþing USVS var haldið
á Hótel Vík 26. mars sl. Við
það tækifæri var tilkynnt um
val á íþróttamanni USVS
2010. Fyrir valinu varð Arnar
Snær Ágústsson, Umf. Kötlu.
Efnilegasti íþróttamaður USVS 2010 varkjör-
inn Þorsteinn Björn Einarsson, Umf. Kötlu.
Petru K. Kristinsdóttur og Ragnheiði Högna-
dóttur, báðum frá Umf. Kötlu, var veitt starfs-
merki UMFÍ fyrir störf sín í þágu hreyfingar-
innar.
Þingið var starfsamt og skemmtilegt og
voru lagðar línur að spennandi starfsári hjá
USVS sem fram undan er. Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmund-
ur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sátu
þingið. Ný stjórn var kosin og er hún þannig
skipuð: Ragnheiður Högnadóttir, Umf. Kötlu,
formaður, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, Umf.
Skafta, Linda Agnarsdóttir, Umf. Ármanni,
Úr hreyfingunni
Ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu, USVS:
Ragnheiður og Petra sæmdar starfsmerki UMFÍ
Pálmi Kristjánsson, Golfklúbbnum Vík,
Salóme Þóra Valdimarsdóttir, Umf. Kötlu. Í
varastjórn eru Ármann Daði Gíslason, Umf.
Skafta, Kristín Ásgeirsdóttir, Kóp, og Sigurð-
ur Elías Guðmundsson, Umf. Kötlu.
Verðlaunahafar á
ársþingi USVS.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ,
sæmdi þær Petru K. Kristinsdóttur og Ragnheiði
Högnadóttir starfsmerki UMFÍ.
Íþróttadagur FÁÍA haldinn í Austurbergi:
Allir glaðir og kátir og skemmtu sér hið besta
við FÁÍA síðustu ár og hefur félagið haft
aðstöðu í þjónustumiðstöð UMFÍ þar sem
stjórn þess hittist á vikulegum fundum.
Stjórn FÁÍA er þannig skipuð: Þórey S.
Guðmundsdóttir, formaður, Hjörtur Þór-
arinsson, varaformaður, Flemming Jes-
sen, gjaldkeri, Hörður S. Óskarsson, ritari,
Guðmundur Magnússon, vararitari, Sig-
mundur Hermundsson, meðstjórnandi,
Sigurrós Ottósdóttir, meðstjórnandi.
Borghildur Sigurbergsdóttir næringar-
fræðingur flutti á aðalfundinum afar
athyglisvert erindi um næringu eldra fólks.
Frá íþróttadegi FÁÍA sem
haldinn var í Austurbergi.
Stjórn Félags
áhugafólks um
íþróttir aldraðra.