Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 6
A Ð LOKNU MÓTI 10. NKT-inótið, sem 'haldið var hér í júní s.l. lætur eftir sig áhrif ólik þeim, sem hin fyrri veittu okkur, sundurleit, full spurnar. Fyrri mót sýndu að mestu leyti hvað kirkjutónlistarmenn á Norðurlönd- um höfðu samið á næst liðnum árum, en nú, skv. breytingu á hlut- verki samtakanna (Osló 1965), var teflt fram þeim nýjum tónverk- um sem kirkjuhæf máttu teljast, þótt ekki væru samin af organistum. Með þessari breytingu var okkur íslendingum lagður ýmis konar vandi á herðar, m. a. um gerð orgela, kirkjur (hljómburð) o. f 1., þótt gestir okkar hafi að miklu leyti flutt eigin tónverk sjálfir. Á síðustu stundu hætti dómkórinn í Niðarósi við að koma til mótsins og hafði það í för með sér mikla breytingu á framlagi Norðmanna til tónleikanna. I stað kórsöngs þeirra kom orgelkonsert eftir Ludvig Nielsen, sem John Lammetun lék með aðstoð hljóðfæraleikara úr Sl undir stjórn Ragnars Björnssonar. Mörg vel gerð kór- og orgelverk voru flutt á mótinu, þótt telja megi vafasamt um erindi sumra þeirra í kirkju. Það er okkur gleði- efni, að íslenzku tónverkin voru 'bæði að gerð og flutningi til sóma. Fengnir voru færustu menn, einn frá hverri þjóð, til þess slíka ágætismenn á organistabekknum í kirkjunni okkar er sannarlega mikils virði. Þær eru ófáar dagstundirnar, sem þar er varið til undir- búnings uppfærslu kirkjulegra tónlistardýrgripa. Það starf er jafn- dýrmætt undiribúningi prestsins á prédikun sinni. Og ekki má gleyma fórnfúsa, söngglaða fólkinu, sem telur ekki eftir sér kvöldstundirnar til stremhinna æfinga að loknu dagsverki. En helzt þyrfti að búa betur að þessu fólki og þá ekki sízt organistunum, því að það er nú einu sinni ekki sótzt eftir láglaunastöðum og hörmulegt til þess að hugsa, ef þessir hlutir ættu eftir að standa kirkjulegri tón- og söngmennt fyrir þrifum. Að svo mæltu óska ég þess og bið, að Guð blessi kirkjutónlistina, bæði hér á landi og annars staðar, og að samnorrænu kirkjutónlistar- mótin megi verða til þess að stuðla að heilbrigðum vexti hennar og viögangi í framtíðinni. Gunnar Björnsson, stud. theol. 6 organistablaðið

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.