Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 15
Dómkirkjunni og í Fríkirkjunni, sem ísólfur Pálsson hafði eftirlit með, en þegar stóra orgelið var keypt í Fríkirkjuna árið 1926 vann Pálmar með þýzka orgelsmiðnum Kramer að uppsetningunni og kynnti sér allan tækniútbúnað þess sem iezt, því að 'hann tók þá að sér eftirlit með orgelinu fyrir 600 króna greiðslu á ári. Var það mikið átak fyrir fámennan söfnuS að kaupa þetta stóra orgel með 36 hljómandi röddum og greiða fyrir það rúm 40 þúsund krónur. Slíkan stórhug í orgelkaupum mættum við gjarnan eiga nú. Sá velvilji kom líka fram í því að söfnuðurinn gerði samning um viðhald og eftirlit, sem þó, því miður varS ekki endurnýjaSur af eftirkomandi sóknar- nefndum. Pálmar telur brýna nauðsyn að 'hafa reglulegt eftirlit með þessum hljóðfærum, en, með samvizkusamlegri ábyrgð viðkomandi hljóð- færaviðgerðarmanns. Það er vandræSaástand aS þurfa aS sækja orgel- smiði til útlanda og oft ekki hægt, þegar fyrirváralaus bilun á sér stað Hið rétta er, að fá unga íslenzka tónlistarmenn með afburða- ueyrn til að læra listina, til þess svo að geta séð um þessa sjálfsögðu aluti hér heima. Þegar að píanósnillingurinn Ignaz Friedman hélt tónleika í Reykja- vík var Pálmar að sjálfsögðu fenginn til að stilla hljóðfærið og tókst með þeim náinn kunningsskapur. Heimtaði Friedman að Pálmar væri viðstaddur á hljómleikum sínum ef eitthvaS skyldi koma fyrir hljóð- íæriS. Pálmar heimsótti Friedman oft á meðan hann ibjó í Reykjavík. Ræddi ihann þá við Pálmar meðan 'hann lék fingraæfingar sínar á pianóið og las í skáldsögu, sem hann hafði opna á nótnapúltinu. En eftir að Friedman var kominn til Berlinar, íbarst Pálmari boð frá Beehsteinpíanóverksmiðjunum um aS starfa hjá þeim um tíma. Af því varð þó eigi, en það sýnir vel hvert álit Friedman hafði á » almari, en boð þetta var að undirlagi hans gert. Nauðsyn góðrar stillingar er einsæ, segir Pálmar, nemendumir Verða að venjast velstilltum hljóðfærum. Tóneyrað nær ekki eðlileg- um þroska nema það venjist við fagran tón í hljóðfærunum. Wljóðfærastillirinn er sá listamaður, sem gerir listamanninum fært a8 gera sitt bezta á hið velstillta hljólfæri. Án þess fer túlkunin öll ut í veður og vind. 1 almar má telja einn elzta starfsmann útvarpsins, því hann hefur "aft fastan samning um eftirlit hljóðfæra þess síðan starfsemi þess notst og hann á margar góSar endurminningar um þá listamenn sem ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.