Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 5
þvílíkra verka sé ekkert. Kantötur Bachs éru sérhæf tónverk handa einsöngvurum, hljómsveit og kór, en hafa mikið boðunargildi allt um 'það. Víða í messunni má sem hægast koma fyrir einsöngs- eða kórverki, sem getur verið á við ágæta prédikun. Við þekkjum það hjá okkur hér á landi. Þaó' gefur góða raun, auk þess sem það er góðum kór og dugmiklum organleikara verðugt viðfangsefni. Væri gleðilegt, ef íslcnzk tónskáld lcgðu sig fram við þvílík verkefni og hefðu um iþau samvinnu við' organistana. Annars minntist ég í því sambandi hins stórmerka tónvcrks Atla Heimis Sveinssonar, tón- skálds, við Passíusálmana, sem samið er með sérstöku tilliti til þess, að venjulegur kór í venjulcgum söfnuði geti flutt það við venjuleg- ar aðstæður. Þessi umræða leiðir svo hugann að almennum söng í kirkjum. Hér á landi er hann allt of dræmur, enda þótt margir telji hann hafa færzt í aukana hin síðari ár. Væri það ekki ótrúlegt með aukinni lónlistarmenntun landsmanna. Hin ágæta sálmasöngbók, sem við búum við nú, gerir í sumum tilfcllum lítt að stuðla að mikilli þátt- töku kirkjugesta í söngnum, vegna þess hve hátt laglínan liggur. Sú bók er enda miðuð' við fjórradda söng, sem heftir mjög valfrelsi í tónhæð, svo sem kuhnugt er. Nokkuð hcfur horið á viðleitni að lækka laglínu sálmanna og gera sönginn um leið einradda og tel ég, að þorri stefnu beri að fagna. 1 því sambandi ber að hafa í huga tví- skiptingu kirkjutónlisíar í listræna og almenna sönglist, sem áður fr getið. Þegar hún er höfð í huga, sézt að einröddun sálmanna •nyndi ekki endilega þurfa að útrýma listrænum tilþrifum úr kirkju- tónlistinni, þ. e. a. s. svo fremi kirkjukórinn efldist til átaka við list- ræn viðfangsefni með'fram. Að iþví er varðar val þeirra sálma, sem notaðir eru í guósþjónustunni, þyrftu prestar og organistar að hafa samstarf um að auka á fjölbreytni sálmavalsins, og af 'því að þetta er grein um Norræna kirkjutónlistarmótið, þá varpa ég fram þeirri spurningu, hvort ekki mætti athuga í þessu sambandi að nota sam- "orrænu kóralbókina (Khöfn 1961), til að veita nýjum og gömlum sálmum inn í repcrtoirið okkar. Kirkjutónlistarmót á borð við það, sem haldið var hér í sumar, kemur okkur óhjákvæmilega til að líta í eigin barm og gaumgæfa skipan mála á þessu sviði hjá okkur. Ég get ekki lagt frá mér penn^ ann, án þess að geta um mjög ánægjulegt, persónulegt tónlistarsam- starf, sem ég hef átt við marga kirkjuorganista þessa lands. Að eiga ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.