Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 29

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 29
Frá aðalfundi F.I.O. Aðalfundur F.1.0. var haldinn 7. sept. i Domus Medica. I upphafi fund- arins minntist formaður látinna fé- laga, þeirra Gunnars Sigurgeirssonar og Vilhelms Ellefsen. Risu fundar- menn úr sætum og minntust þessara tveggja látnu félaga. Fundarstjóri fundarins var Svavar Árnason, en 19 organleikarar víðsvegar af landinu sátu fundinn. Formaður ræddi nokkuð um nor- ræna kirkjutónlistarmótið, sem haldið var á íslandi s.l. sumar. Taldi hann góðar líkur á að fjárstyrkur fengist til þess að greiða þær skuldir, sem enn eru ógreiddar vegna mótsins. Þá er- lendu gesti, sem hingað komu vegna mótsins, kvað hann hafa verið ánægða með árangur mótsins og móttökur all- ar. Meðal þess, sem rætt var á fund- inum voru launamál organleikara, en samningar eru nú lausir milli organ- leikara í Reykjavíkurprófastsdæmi og sóknarnefndanna. Lesnar voru upp til- lögur launanefndar til sóknarnefnd- anna og samþykkti fundurinn þær til- lögur sem eins konar stefnuyfirlýsingu félagsins. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Páll Kr. Pálsson, formað- ur, Gústaf Jóhannesson, gjaldkeri og Ragnar Björnsson, ritari. I ritstjórn Organistahlaðsins voru kosnir: Páll Halldórsson, Guðmundur Gilsson og Kristján Sigtryggsson. R. B. Kirkjukórasamband Islands. Miðvikudaginn 24. júní s.l. var að- alfundur Kirkjukórasambands Islands haldinn í I. kennslustofu Háskólans í Reykjavík. Mættir voru til fundarins 14 fulltrúar frá 13 kirkjukórasamhönd- um, einnig söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar, dr. Róbert A. Ottóson svo og formaður, ritari og gjaldkeri sambands- ins. Fundarstjóri var kjörinn séra Guð- mundur Þorsteinsson og ritarar Odd- bergur Eiríksson og Páll Halldórsson. Formaður Kirkjukórasambandsins, Jón Isleifsson, flutti skýrslu um liðið starfsár. Hann gat þess, að 11 söng- kennarar hefðu starfað á vegum Kiikjukórasambandsins og 43 kirkju- kórar hefðu notið tilsagnar þeirra i 10 kirkjukórasamböndum. Einnig gat formaður þess, að margir kirkjukórar hefðu starfað með mikl- um myndarskap í sínum byggðalögum og efnt til söngskemmtana ásamt því að vera föst númer í dagskrárliðum varðandi hátíðadaga ibyggðalaganna. — Þá greindi formaður frá þvi, að Kirkjukórasamband austfirzka kirkju- kóra hefði flutt samsöng í félagsheim- ilinu Valaskjálf að Egilsstöðum og væri sá samsöngur hinn 72. frá árinu 1946, sem fluttur er á vegum Kirkjukóra- sambandanna í landinu. Dr. Róbert A. Ottósson kvaddi sér hljóðs og ræddi um ýms málefni er snertu Kirkjukóra- samband Islands. I lok ræðu sinnar þakkaði hann störf Kirkjukórasam- bandsins og árnaði þvi heilla í fram- tíðar starfi. Stjórn Kirkjukórasambands íslands skipa: Jón Isleifsson, organleikari, Rvk, formaður, Frú Hrefna Tynes, Rvk, ritari, Finnur Arnason, fulltrúi, Hf., gjaldkeri, séra Sigurður Kristjáns- son, próf., ísafirði, séra Þórir Stephen- sen sóknarprestur, Sauðárkróki, séra Einar Þór Þorsteinsson, sóknarprestur, Eiðum, Eiríkur Isaksson, fulltrúi, Rauðalæk, Rang. Varafonnaður er Einar Sigurðsson, trésmiður, Selfossi. ;./. ORGANISTABLAÐIÐ 29

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.