Organistablaðið - 01.01.1986, Page 3

Organistablaðið - 01.01.1986, Page 3
En þú gafst ekki alveg upp? - Nei, en ég fór heim og tók að smíða fjós og pantaði bækur á ensku og þýsku og las mér til í þessum fræðum enda er til mikið af bókum um orgelsmíðalistina. Næst gerist eitthvað í þessum málum árið 1981 þegar Antonio Corveiras, sem hér var heimagangur og hafði mikil sambönd í Frakklandi fór að aðstoða mig við að útvega mér pláss. Um það leyti kom hingað til lands hinn þekkti franski organisti Andre Isoir og Corveiras fékk hann í lið með okkur. Það reyndist ekkert mál og eftir eitt eða tvö símtöl hafði hann fundið stað fyrir mig og ég átti bara að koma. Og var franskan ekkert erfið? - Ég fór náttúrlega alveg út í óvissuna, kunni enga frönsku og vissi varla neitt um hvert ég var að fara. En Isoir tók á móti mér og ég komst á leiðarenda, sem var gamalt þorp suður af París, Angers. Á verkstæðinu sem var í eigu ungs manns og hafði þrjá menn í vinnu var ég síðan næstu 7 mánuði og fékk að gera mjög margt. Þeir létu mig nánast í hvað sem var, sáu fljótt að ég kunni eitt og annað í trésmíði og mér fannst mikill kostur að geta fengið að kynnast svo mörgum þáttum þarna. Að hvaða verkefni unnuð þið meðan þú dvaldir þarna? - Það var 18 radda orgel í frönskum stíl og ég er nú nokkuð viss um að það myndi ekki þýða að bjóða það hér á landi. Það var tæknilega frábrugðið því sem menn eru vanir hér og raddir aðrar. Ég komst fljótt að því að frönsk orgelmenning er allt önnur en sú sem ég hafði kynnst í Þýskalandi og þarna á milli eru skörp skil. Og einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að Frakkar séu betur heima í germanskri orgeltónlist en til dæmis margir Þjóðverjar í þeirri frönsku. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.