Organistablaðið - 01.01.1986, Page 8

Organistablaðið - 01.01.1986, Page 8
Orgelvígsla í Seyðisíjarðarkirkju 13. okt. 1985. Hátíðardagskrá var skipt í tvennt: Guðsþjónusta kl. 14 og orgeltónleika og söng kl. 17. Byrjað var að leika á orgelið kl. 13.30 og leikið í hálftíma fyrir athöfn. Sr. Heimir Steinsson predikaði og sr. Magnús B. Björnsson sóknarprestur á Seyðisfirði þjónaði fyrir altari. Við guðsþjónustuna söng 70-80 manna kór. Þar voru sameinaðir kirkjukórar Norðfjarðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar, Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Eftirtaldir organistar léku: Ágúst Ármann Þorláksson Norðfirði, David Rosco Eskifirði, May Roberts Reyðarfirði, Kristján Gissurarson Egilsstöð- um, Sigurbjörg Helgadóttir Seyðisfirði og Jón Ólafur Sigurðsson fyrrum org- anisti á Egilsstööum, en nú á Akranesi. Á trompet lék Sveinn Sigurbjörnsson. Orgel Seyðisíjarðarkirkju er frá Frobenius í Danmörku og var sett upp sumarið 1985. Það hefur 15 raddir sem skiptast þannig: I. hljómborð II. hljómborð Principal 8' Gedackt8' 8 ORGANISTABIvAÐIB

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.