Organistablaðið - 01.01.1986, Side 16

Organistablaðið - 01.01.1986, Side 16
syngur allur og söngva eöa tónverk sem hópar syngja fyrir söfnuðinn. Ég tel ákaflega mikilvægt aö nú veröi gert mikið átak til aö efla almennan söng safnaðarins. Ástæöur þess eru ekki síst þær aö ég tel aö þannig geti kirkjan virkjað fleiri til aö taka þátt í tilbeiðslu safnaöarins og aukið um leiö fjölda þeirra sem sækja helgihald reglulega. Ég dreg enga dul á aö mér þykir sú guðsþjónusta miklu „betri“ þar sem söngurinn er þannig aö mér er ætlaö, og mér er hjálpað til aö vera þátttakandi, en mér finnst ekki ég vera staddur á tónleikum þar sem ég á bara aö þegja og þiggja. Guðsþjónustan, þar sem ég fæ aö vera þátttakandi, gefur miklu meira. Mig langar I íka, eins og kórfólk- iö, til að lofa Guð og þakka meö raddböndunum. Veit ég aö margir fleiri eru sömu skoðunar. Þar sem söng er þannig háttaö aö erfitt er fyrir söfnuöinn aö syngja meö kórnum, lög mjög há, kórinn langt í burtu og styður ekki viö söng safnaðar- ins, verða guðsþjónustur mun þyngri og að margra dómi leiðinlegar. Meiri þátttaka í guðsþjónustunni, í söng, bæn og víxllestri, getur oft gert þennan leiöa aö engu. Viö verðum að nýta allar leiöirtil aö auka þátttöku í hinni reglu- legu trúariökun. Annar „flokkur,, kirkjusöngs er söngur kórs eöa söngflokks, sem getur bæöi verið lítill eöa stór. Þessi hluti kirkjusöngsinsereinnig mikilvægur. Það er hins vegar aö mínu mati ekki hlutverk kórsins aö syngja sálmana fyrir söfnuðinn. Það er miklu verðugra hlutverk fyrir kórinn að æfa og flytja önnur lög eöa tónverk fyrir söfnuöinn. Þaö væri miklu betra að nota æfingatímann til aö æfa lítið kórverk fyrir messurnar og flytja fyrir söfnuðinn, t.d. meö hljóð- færum, heldur en aö æfa sífellt sömu víxlsöngvana eða sálma í fjórum röddum, sem söfnuðurinn á í reynd aö syngja einraddað. Ef kórarnir geröu slíka hluti, eins og er reyndar aö færast í vöxt, myndi það hvort í senn, efla kórana og efla kirkjusókn, því þaö er ákaflega ánægjulegt aö fá aö heyra ný lög eða tónverk sem kórinn getur flutt í messum. Og í beinum tengslum viö þetta má benda á að mjög æskilegt er aö nota fleiri hljóðfæri í kirkjunni en orgel. Miklu markvissar þarf að vinna að kirkjutónlistarmálum. Fyrst söngur og tónlist er kirkjunni svona mikilvæg þá mætti ætla aö vel skipulagt og þróttmikiö starf væri unniö á sviöi sálmkveöskapar og kirkjutón- listar. Því miöur viröist sem ekki hafi verið um markvisst starf aö ræða, a. m.k. ekki á öllum þessum sviðum. Margir hafa fundiö hjá sér þörfina og reynt aö leggja þessu máli liö eftir bestu getu. Um mitt sumar 1985 skipaði biskup fimm manna nefnd til að vinna að útgáfu sálmabókarviðbætis. Nefndin hefur strax komist aö þeirri staöreynd aö sálmakveðskap og sálmagerö er lítiö sinnt skipulega innan íslenskrar kirkju. Þeir eru fáir sem þýða eöa yrkja sálma, flestir komnir á efri ár, og þaö eru vart nokkur tónskáld sem sinna því svo einhverju nemi aö semja lög sem 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.