Organistablaðið - 01.01.1986, Page 25

Organistablaðið - 01.01.1986, Page 25
undirleiks. Þrjú síðastnefndu verkin voru frumflutt á vortónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju í kristskirkju í maí s.l. og eru hluti af efnisskrá kórsins á tónleikum í Noregi í júní. Ný orgelverk Jón Nordal samdi verkið Tokkata fyrir vígslu dómkirkjuorgelsins í desember á síðasta ári. Marteinn H. Friðriksson frum- flutti það við það tækifæri. Áskell Másson hefur nýlokið samningu Orgelsónötu, sem tileinkuð er Herði Áskelssyni og m.a. samin með vígslu framtíðarorgels í Hall- grímskirkju í huga. Organistar í Róm Organistinn á Selfossi, Glúmur Gylfa- son, er farinn ásamt fjölskyldu sinni til 9 mánaða dvalar í Róm. Þar mun hann stunda nám í orgelleik og fást við raddsetningar. Til Glúms sóttu kennslu í orgelleik nemendur úr Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu. Varð nokkurt vandamál að finna þeim nýja staðfestu. Hinn fjölhæfi organisti Ólafur Sigurjóns- son á Forsæti tók við stöfum Glúms í Selfosskirkju. Þau Glúmur munu dvelja í Róm frá des. ’86 til sept. ’87. Þar í borg- inni eilífu dvelur einnig ungur maður úr Vesturbænum, Örn Falkner, við nám í orgelleik. Örn var áður organisti í Njarð- víkum. Námsstefna um sálma- fræði Næsta vetur er fyrirhuguð námsstefna í Háskóla Islands um sálmafræði (hymnologiu). Auk Guðfræðideildar Háskólans munu sálmabókarnefnd þjóð- kirkjunnar og söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar standa að námsstefnunni. Efni hennar verður sálmasaga íslands í fyrir- lestrum innlendra fyrirlesara og sálma- söngur í Noregi í dag í tilefni af nýút- komnum sálma- og sálmasöngsbókum þar, í kynningu þekktra norskra sálma- fræðinga. Námsstefnutími er líklegur í byrjun ársins 1987 og er fyrirhugað að reyna ná til sem flestra organista og presta, auk guðfræðinema. Nánari kynn- ing á framkvæmd stefnunnar verður í næsta blaði. Nýir organistar I haust (’86) lét Jakob Tryggvason af störfum organista við Akureyrarkirkju eft- ir áratuga giftudrjúgt starf. Við tók Björn Steinar Sólbergsson, ungur organisti upprunninn af Akranesi, en hefursíðustu ár stundað nám úti í Frakklandi. Hann stundar einnig kennslu og sækja til hans nemendur úr nágrenninu og organistar vestan úr Skagafirði. Að Laugarneskirkju komu til starfa nýir organistar s.l. haust. Það eru hjónin Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríksson nýkomin frá námi í Noregi. Þau luku bæði cand. mag. prófi í kirkjuktónlist frá Tón- listarháskólanum í Osló. Að loknu fram- haldsnámi í 2 ár lauk Ann Toril diplom- prófi en Þröstur cand. musicae frá sama skóla. Þröstur er auk þess nýkjörinn formðaur organistafélagsins. Organista- blaðið býður þau velkomin til starfa. BYKO Nýbýlavegi 6 Verslunog skrifstofa Simi 41000 ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.