Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 4
Formaður F.í. O. talar. veitenda hafa aukist mjög mikið frá 1990. í Finnlandi hefur verið efnahagslægð og atvinnuleysi, en kirkjunnar menn hafa verið æviráðnir og því notið þess. Um 2% presta í Finnlandi eru atvinnulausir. Hann lýsti ánægju með samstarf presta og organ- ista. Organistafélag og prestafélag eru að fá aðstöðu undir sama þaki í húsi sem áður hýsti stjórnunaraðstöðu kirkjunnar. Næst talaði Kjartan fyrir Islands hönd, sagði frá uppbyggingu kirkjunnar á Islandi og frá þeirri stöðu að okkar æðsti yfirmaður væri ekki biskupinn heldur ráðherra. Hörður sagði frá þróun tónlistarinnar á fslandi, starfsmannahaldi í tengslum við það og bætta stöðu kirkjunnar fjárhagslega. Það hefði fjölgað mjög fulllaunuðum störf- um eða á síðustu 10 árum úr engri stöðu í tæplega 20 heilar stöður (samkvæmt lauslegu yfirliti) og að kröfur til organista hefðu aukist. Hörður sagði einnig frá orgeluppbyggingunni á fslandi. Danmörk var næst á dagskránni. Þeir hafa tvö organistafélög. Annars vegar þá sem hafa meira nám og hins vegar þá sem hafa minna nám. Fulltrúar beggja félaganna voru þarna. Karsten Jenssen talaði fyrir DOKS og Egon Mortensen fyrir þá minna menntuðu. Vandi Dana er nokkur því að kröfur hafa aukist en á sama tíma hafa fjárframlög til tónlistar- skólanna minnkað. Þeir geta því menntað færri. Tugir manna sækja um stöður í Kaupmannahöfn en erfiðara er að komast í nám nú en áður. Karsten Jenssen gat þess að tónleikar væru ekki vel sóttir í Kaupmannahöfn, skortur væri á börnum í barnakórana, fjöldi vel menntaðra organista hefði ekki stöðu við hæfi en fáir væru þó á atvinnisleysis- bótum. 250 heilar stöður eru í Danmörku. í Svíþjóð er skýr munur á kantor og organista, kantor er sá sem hefur minni menntun, organisti er sá sem hefur háskólagráðu. í Noregi eru ný lög í vinnslu. Þau taka sennilega gildi 1. janúar næsta ár. Þetta eru starfs- mannalög sem breyta miklu um mynstur, m.a. valdamynstur starfsmanna. Norskir organistar segjast hafa tvo herra, sveitarstjórnina og sóknarnefndina. Þeir fá laun sín frá borginni. Með nýjum lögum verða til sóknarráð með fulltrúum beggja aðila, sveitar og sóknar. Einnig á kirkjuþing fulltrúa. Egon Mortensen lýsti þróun síðustu 50 ára í atvinnumálum. Hún hefur leitt til atvinnu- leysis sem hefur leitt til breytinga hjá flest öllum. Til að dreifa atvinnu hefur verið tekið upp orlofskerfi þar sem að menn geta fengið ársleyfi til framhaldsnáms. Þannig hefur 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.