Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 9
Kóramót í Oskarshamn Dagana 11. - 17. júNf 1995 verður haldið kóramót og keppni í Oskarshamn á suðurströnd Svíþjóðar. Uti fyrir ströndinni eru eyjarnar Öland og Gotland. Þetta er þriðja alþjóðlega mótið sem haldið er f Oskarhamn. Fyrsta daginn eru opnunartónleikar og móttaka gesta 12. JÚN í keppa blandaðir kórar barna yngri en 15 ára og drengjakórar (Boys' Choir) SATB. Þetta er undankeppni. 13. J Ú N í er undankeppni kvennakóra og karlakóra. Síðar um daginn er lokakeppni kóra sem kepptu daginn áður. 14. J Ú N í er undankeppni sönghópa. í hverjum hópi eru færri en 20 söngvarar án söngstjóra. Þá er einnig undankeppni unglingakóra (16-24 ára). Síðari hluta dags er lokakeppni kvennakóra og karlakóra. 15. J Ú N í er undankeppni mismunandi hópa (Open Class) sem flytja óhefðbundinn kórsöng, m.a. kórdansa, kórdjass og kórsöng með leikrænni tjáningu. Einnig er lokakeppni Iítilla sönghópa og unglingakóra. 16. J Ú N í er undankeppni blandaðra kóra og lokakeppni „Open Class". 17. J Ú N í eru undanrásir blandaðra kóra og einnig lokakeppni ef þörf krefur. Deginum lýkur með lokaathöfn. 9 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.