Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 3
Ráðstefna um kjaramál HALDIN í HELSINGFORS í FlNNLANDI Kjartan Sigurjónsson formaður F.Í.O. og Hörður Askelsson ritari félagsins fóru til Helsingfors og sátu þar fund fulltrúa organistafélaganna á Norðurlöndum. Formaður finnska félagsins setti fundinn og bað Sixten Enlund (organista í gömlu kirkjunni í Helsingfors) að taka við fundarstjórn. 1 byrjun var beðið um skýrslur frá öllum löndunum urn stöðu mála, kjaramála, og alla þróun á síðustu árum. En aðalefni þessarar stefnu voru kjaramálin. Þetta var í fyrsta sltipti sem Islendingar tóku þátt í nákvæmlega þessum umræðum, en full- trúar hinna Norðurlandanna hafa haldið einn slíkan fund á ári frá því 1986. Þarna átti einnig að fjalla um næsta norræna kirkjutónlistarmót og var því sjálfsagt íyrir Islendinga að vera með, enda annað aðalmál fundarins. Fyrstir töluðu Norðmenn. Formaður þeirra er Ivar Mæland. Hann talaði urn að breytingar í Noregi hefðu verið hraðari á síðustu 10 árum heldur en nokkurn tíman áður í sögunni á þessum vettvangi, hvað varðar starfsmannamál kirkjunnar og kjör starfsfólks. Launaþróun í þjóðfélaginu hefði haft áhrif á kjör starfsmanna kirkjunnar. Hann gat þess þó sérstaklega að tilhneiging væri til að meta laun organista eftir tímaframlagi þeirra. En kantorar í Noregi eru í verndaðri stöðu sent meta má sem æviráðningu. Næst töluðu Svíar. Ole Kamelit flutti þeirra mál. Hann er einskonar verkalýðsforingi, launamálamaður sem þeir hafa ráðið sérstakelga . Hann er ekki tónlistarmaður. Launabaráttan í Svíþjóð hefur verið varnarbarátta, verðbólga valdið kjararýrnun frekar en auknum kaupmætti. Hann ræddi um breytingar sem framundan eru vegna aðskiln- aðar ríkis og kirkju. Nokkuð virðist óljóst hvaða áhrif það hefur á kjör starfsfólks. Síðan töluðu Finnar. Sixten Enlund flutti mál þeirra og talaði um að á síðustu 30 árum hefði kostnaður við starfsmannahald kirkjunnar nær þrefaldast. Launatengd gjöld vinnu- 3 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.