Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 10
í dómnefnd er heimsþekkt tónlistarfólk og kórstjórnendur. Þátttakendum gefst færi á að kynnast sumum þeirra á sameiginlegum æfingum og í vinnuhópum. Umsóknir um þátttöku eru sendar fyrir 15. janúar hverju sinni og umsóknum svarað í febrúar. Kór sem sækir um í fyrsta sinn sendir segulbandsupptöku og stutt ágrip af sögu kórsins. Umsókn er gild þegar 500 kr. sænskar eru greiddar til staðfestingar. Gisting er seld á 125-750 sænskar kr. hver gistinótt. Mismunandi eftir þægindum (farfuglaheimili-hótel). Flutningur hvers kórs má ekki taka meira en 15 mínútur. Þá er tími við að ganga á svið og af sviði meðtalinn. Söngskrá verður aðallega að vera án undirleiks. Eitt gamalt verk, eitt stykki af gerð eldri madrigala og eitt óþekkt stykki samið eftir 1970. I hverja lokakeppni komast a.m.k. þrír kórar. I þessari keppni er dómnefnd þannig skipuð: Carl-Bertil Agnestig, John Höybye, Þorgerður Ingólfsdóttir, Dorothy Irving, Word Swingle og Sir David Willcocks. Verðlaun eru í boði í formi peninga og áritaðra skjala. Aðalvinningur er 10.000 sænskar kr. fyrir hvern hóp. Undirbúningsnefnd keppninnar áskilur sér hverju sinni rétt til að aflýsa keppni ef þátt- taka er svo lítil að keppnin beri sig ekki fjárhagslega eða að fagleg staða njóti sín ekki vegna mannfæðar. Ofangreind lýsing er hér til fróðleiks þeim sem ef til vill dreymir um að halda hliðstæða keppni eða taka þátt f henni síðar. FrÁ SÖNGMÁLASTJÓRA þjÓÖKIRKJUNNAR Skrifstofa söngmálastjóra biður organista og stjórnir safnaða að senda inn upplýsingar til embættisins ef nýr organisti kemur til starfa eða ef breytingar verða á heimilisföngum eða símanúmerum þeirra. 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.