Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 33

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 33
Hátíðartónleikar í Vídalínskirkju Fyrsta opinbera athöfnin í Vídalínskirkju voru tónleikar þann l.apríl sl. Þeir hófust með Ritningarlestri og bæn og þá var þjóðsöngurinn leikinn og sunginn. Fluttur var flautukvartett eftir W. A. Mozart. Flytjendur voru Fiallfríður Ólafsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Guðmundur Kristntundsson og Sigurður Halldórsson. Miklós Dalntay lék á flygil verk eftir Mozart og F. Liszt. Síðan var flutt oratorían „Budavári Te Deum“ eftir Zoltán Kodály. Flytjendur: Kór Garðakirkju, Sinfóníuhljómsveit Islands og Marta G. Halldórsdóttir, Anna S. Helgadóttir, András Molnár og Viðar Gunnarsson. Tónleikar þessir tókust frábærlega vel og voru öllunt til mikillar ánægju. betta var í fyrsta sinni sem organisti okkar, Ferenc Utassy, stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Islands og var það mál manna, að hann hafi unnið með stjórn sinni mikinn listasigur. Einhver hafði á orði, að með þessum tónleikum hafi Vídalínskirkja verið „hljóntvígð“. 33 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.