Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 21
bækur gátu verið fremur stórar skinnbækur, letur og nótur stórgert, því að fleiri en einn þurfti að lesa á bækurnar samtímis, þar sem söngmenn voru. Þær voru því hafðar á lekt- ara, og við hann gátu nokkrir staðið og lesið og sungið. Þessar bækur voru sennilega nefndar frammistöðubækur, og vera má að nafnið aspiciensbók, sem víða kemur fyrir í máldögum, hafl verið notað um þess háttar bók. Á sveitakirkjum var ekki öðrum til að dreifa en presti og e.t.v. djákna. Söfnuðinum var ekki ætlandi að syngja þennan söng á latínu, t.d. proprium. Vera má, að einhverjir úr söfnuðinum hafi lært eitthvað utan að úr ordinarium, en breytilega messuliði, eins og itroitus, graduale, halleluja, offertorium og communio, hafa ólærðir leikmenn ekki getað sungið. Við þetta bætist svo, að söfnuðir í sveitum voru ekki fjölmennir, en kirkjur voru margar, auk hálfkirkna og bænhúsa. Eg ætla, en það er ágiskun, að víðast hvar hafi messur verið lesnar, en ekki sungnar, nema á þeim kirkjum, þar sem fleiri voru til þjónustu en einn prestur og djákni. Á biskupsstólunum, þar sem skólar voru, hefir messan áreiðanlega verið sungin. Það gerði kennilýður í kór við lektara. Þannig stendur þá, þegar siðbótin gengur í garð, og næstu áratugi, meðan prestar siðbót- ar urðu að notfæra sér það úr fyrri siðar bókum, sem siðbótinni hæfði, og það var mjög mikið. Breyting verður geysimikil með prentlistinni. Hvort graduale Ólafs Hjaltasonar, Hólabiskups, sem nefnt er sálmabók í leiðbeiningu (rúbrikku) í Guðspjallabókinni 1562 (Perg. 4to nr. 13), hefir verið prentað og þá á Breiðabólstað í Vesturhópi, er ekki hægt að fullyrða. En vitnað er til þessa graduals, sem nefnt er sálmabók, eins og alþekktrar bókar. Heimildir telja þessa bók hafa komið út um 1562. Bókin er glötuð. Áður en þessi bók kom út, höfðu verið prentuð tvö sálmakver, eins og nefnt var áður. Þeim er þannig háttað, að sálmana er hægt að nota sem messuþætti á móðurmáli, og á það einkum við um sálmana í Gíslakveri. Nú má ætla að söfnuðir fari að syngja, og fram kemur í bréfi Friðriks II., Danakonugs til biskupanna á fslandi frá árinu 1585 að biskupunum er ætlað að samræma kirkjusönginn. Er þá einkum bent til sálmanna. Fram kemur, að ósamræmi er í sálma- söngnum, sem virðist af því sprottið, að sömu sálmar eru þýddir með mismunandi hætti í sálmakverunum. Sungið er með þessum hætti á einni kirkju, en með öðrum á annarri. Komi menn úr einni sveit í aðra eða öðru héraði í annað, þá glundrast söngurinn. Oddur biskup Einarsson nefnir þetta misræmi í formála fyrir sálmasöngnum í Graduale Guðbrands Þorlákssonar 1594. Um sönginn ritar hann: „... Hér vil eg svo alla fróma kirkjupresta og kennimenn áminnt og umbeðið hafa, að þeir láti þá eina syngja þessa sálma í kirkjunni, sem þar hafa góða hljóðgrein til, svo að sú heilög lofgjörð verði sem best vönduð og sé ekki svo sem drukkinna manna hróp og kall eða hrinur, þá sitt syng- ur hver, hvað meir horfir til Guðs vanæru og styggðar, en sannrar lofgjörðar í kristilegri samkundu...“ Af þessum orðutn má álykta , að ekki hafi aðeins verið um slæma 21 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.