SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 4
4 22. nóvember 2009 ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 47 64 6 11 /0 9 H vernig verður söguþráður Íslands- sögunnar spunninn eftir hrunið? Hvað verður um sjálfsmynd þjóðar í átökum við „fortíðarvanda“? Valur Ingimundarson, prófessor í samtímasögu, beindi sjónum sínum að samfélaginu sem hrundi, í fyr- irlestri á alþjóðaráðstefnu EDDU-öndvegisseturs um samtímarannsóknir á laugardag fyrir viku, „fyrsta heims“ ríkinu, sem skyndilega var komið í stöðu „þriðja heims“ ríkis og upp á náð og mis- kunn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komið. Það gangi hins vegar enn erfiðlega að brjóta niður hugta- kamúra í þessu samhengi. Hér komi vafalaust til óttinn við „stjórnmál tilfinninga“ – að skipa „allsnægtaþjóð“ í flokk með „þrotríkjum“ eða veikum ríkjum. „Valinn hópur manna náði á tímum efnahags- legra breytinga, sem voru knúðar einkavæðing- arstefnu heima fyrir og hugmyndafræði hnatt- væðingar, ráðandi stöðu í íslensku þjóðfélagi,“ segir Valur. Nú er þessi heimur hruninn og hann vill líta á það hvernig rætt hefur verið um stjórn- mál minninganna, sekt heildarinnar og ein- staklingsins, „þrotríki“ eða „veik ríki“ og upp- nám sjálfsmyndar þjóðar í utanríkis- og öryggismálum þegar kreppan á Íslandi verður brotin til mergjar. Hann vísar til þess sem Þjóð- verjar kalla Vergangenheitsbewältigung, kerf- isbundinna tilrauna til að takast á við fortíðina. Þetta sé iðulega gert með hreinsunum, réttar- höldum og sannleiksnefndum og þótt það hafi ekki verið sett þannig fram hér á landi hafi þessi nálgun verið tekin upp hér. Hér hafi átt sér stað pólitískar hreinsanir og ríkisstjórn farið frá, leið- togar stjórnarflokkanna hafi sagt af sér og yfir- menn Fjármálaeftirlits og Seðlabanka verið reknir. „Fyrsta heims ríki“ í „þriðja heims stöðu“ Í kjölfar hrunsins takast Íslendingar á við fortíðina Almenningur krafðist uppgjörs og lögregla sló skjaldborg um Alþingi. Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.