SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 4
4 22. nóvember 2009
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
47
64
6
11
/0
9
H
vernig verður söguþráður Íslands-
sögunnar spunninn eftir hrunið?
Hvað verður um sjálfsmynd þjóðar í
átökum við „fortíðarvanda“? Valur
Ingimundarson, prófessor í samtímasögu, beindi
sjónum sínum að samfélaginu sem hrundi, í fyr-
irlestri á alþjóðaráðstefnu EDDU-öndvegisseturs
um samtímarannsóknir á laugardag fyrir viku,
„fyrsta heims“ ríkinu, sem skyndilega var komið
í stöðu „þriðja heims“ ríkis og upp á náð og mis-
kunn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komið. Það gangi
hins vegar enn erfiðlega að brjóta niður hugta-
kamúra í þessu samhengi. Hér komi vafalaust til
óttinn við „stjórnmál tilfinninga“ – að skipa
„allsnægtaþjóð“ í flokk með „þrotríkjum“ eða
veikum ríkjum.
„Valinn hópur manna náði á tímum efnahags-
legra breytinga, sem voru knúðar einkavæðing-
arstefnu heima fyrir og hugmyndafræði hnatt-
væðingar, ráðandi stöðu í íslensku þjóðfélagi,“
segir Valur. Nú er þessi heimur hruninn og hann
vill líta á það hvernig rætt hefur verið um stjórn-
mál minninganna, sekt heildarinnar og ein-
staklingsins, „þrotríki“ eða „veik ríki“ og upp-
nám sjálfsmyndar þjóðar í utanríkis- og
öryggismálum þegar kreppan á Íslandi verður
brotin til mergjar. Hann vísar til þess sem Þjóð-
verjar kalla Vergangenheitsbewältigung, kerf-
isbundinna tilrauna til að takast á við fortíðina.
Þetta sé iðulega gert með hreinsunum, réttar-
höldum og sannleiksnefndum og þótt það hafi
ekki verið sett þannig fram hér á landi hafi þessi
nálgun verið tekin upp hér. Hér hafi átt sér stað
pólitískar hreinsanir og ríkisstjórn farið frá, leið-
togar stjórnarflokkanna hafi sagt af sér og yfir-
menn Fjármálaeftirlits og Seðlabanka verið reknir.
„Fyrsta heims ríki“ í
„þriðja heims stöðu“
Í kjölfar hrunsins takast
Íslendingar á við fortíðina
Almenningur krafðist uppgjörs og lögregla sló skjaldborg um Alþingi.
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is