SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Síða 5
22. nóvember 2009 5
Markmiðið með EDDU-öndveg-
issetri er að leggja áherslu á gagn-
rýnar samtímarannsóknir. Irma Er-
lingsdóttir, stjórnandi EDDU, sagði
á málþingi sem setrið stóð fyrir á
laugardag fyrir viku, að hug-
myndafræði þess snerist um að
skapa „vísi að því sem Jacques
Derrida nefndi „skilyrðislausan
vettvang“, háskóla þar sem á sér
stað þverfagleg greining og um-
sagnir um hvaðeina sem gerist í
samfélaginu og vísindum“.
Irma sagði að eitt helsta mark-
miðið til að byrja með yrði að fjalla
um áhrif hinnar alþjóðlegu fjár-
málakreppu og bankahrunsins á
Íslandi á menningu og fé-
lagskerfið. Annað svið tæki til mis-
mununar og ójöfnuðar, hvort sem
það ætti við um kyn, aldur, stétt,
eða þjóðerni, og þau skilyrði, sem
efnahags- og stjórnmálakreppur
sköpuðu fyrir hugmyndir um póli-
tískar umbætur. Í þriðja lagi nefndi
hún orðræðu um öryggismál og
„uppbyggingu“ eftir áföll eða stríð.
„Háskólinn ætti að vera höfuð-
vígi gagnrýnnar túlkunar og and-
spyrnu gegn ofurvaldi ríkjandi hug-
mynda,“ sagði Irma. „Hann ætti
að gagnrýna og vinna gegn kredd-
um og óréttlátu forræði og yfirráð-
um. Slíkur háskóli væri mótvægi
við samfélagsleg valdsvið: ríkis-
valdið, flokkapólitík, viðskipta-
valdið, hugmyndafræði, menn-
ingu, fjölmiðla og trú.
Háskólasamfélagið gegndi því
miður ekki slíku hlutverki fyrir
bankahrunið. Stundum þjónaði
það beinlínis markmiðum útrás-
arinnar og þeim gildum sem komu
þjóðinni á kaldan klaka og í faðm
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“
Hún sagði að markmiðið með
gagnrýnum samtímarannsóknum
væri ekki aðeins að afla þekk-
ingar heldur einnig að hafa áhrif á
samfélag og stjórnvöld: „Háskóli
má aldrei vera þægur.“
„Háskóli má aldrei vera þægur“
Háskólasamfélagið þjónaði
stundum hag útrásarinnar.
Morgunblaðið/Kristinn
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU
NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR
HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR?
• Í flugvélum Icelandair er meira bil á milli sæta og gott rými fyrir alla farþega.
• Hver farþegi hefur sinn eigin skjá á sætisbakinu fyrir framan sig.
• Rafmagnsinnstungur eru í hverju sæti á Economy Comfort og Saga Class
til hleðslu á tækjum.
• Aukið athafnarými og betri stuðningur við líkamann gera flugferð
með Icelandair ánægjulegri.
Kærulaust fólk
„Þau voru kærulaust fólk … möskuðu hluti
og lifandi verur og drógu sig svo í hlé til pen-
inga sinna eða hins feiknalega kæruleysis
síns, eða hvers þess annars sem hélt þeim
saman, og létu annað fólk um að hreinsa
upp eftir sig óreiðuna sem þau höfðu vald-
ið …“ Valur notaði lýsingu á auðmönnum
liðinnar aldar úr Hinum mikla Gatsby eftir F.
Scott Fitzgerald til að lýsa ástandinu á Ís-
landi í byrjun þessarar aldar.
„Reyndar hafa einstaklingarnir, sem í hlut
eiga, ekki axlað neina beina ábyrgð á hruninu
eða sýnt mikla iðrun sem hluta af bataferli sam-
félagsins,“ segir hann. „En brottför þeirra sýnir
að það var orðinn ógerningur fyrir þá pólitískt
að vera áfram.“ Að auki hafi verið skipaður sér-
stakur saksóknari með Evu Joly sér til fulltingis
og sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis.
Rannsóknarnefnd fyrir luktum dyrum
Henni megi líkja við sannleiksnefndir, en hér
fari starfsemi rannsóknarnefndarinnar þó ekki
fram fyrir opnum tjöldum. Hvorki hafi verið
haldnir opnir fundir, yfirheyrslur né vitna-
leiðslur á vegum hennar. Vissulega sé ákveðin
spenna milli þess að leita „sannleikans“ og ná
fram réttlæti með því að fara dómstólaleiðina.
Gerendur vilja ekki gangast við ábyrgð af ótta
við að verða ákærðir nema þá að fá sakaruppgjöf
eins og gert var í Suður-Afríku til að takast á við
arfleifð aðskilnaðarstefnunnar.
„En skorturinn á samskiptum við almenning
vekur efasemdir um það hvort skýrsla, sem átti
að koma út í nóvember en hefur verið frestað
fram í febrúar 2010, muni þjóna hreins-
unartilgangi sínum,“ segir Valur. „Gagnsemi
slíks verkefnis – þörfin á skýringum eftir sam-
eiginlegt áfall – þarf að vera brýn og sú tilfinning
má ekki vakna að verið sé að draga málið á lang-
inn.“
Hann segir að nú virðist allir vera að bíða eftir
skýrslunni og stjórnmálamenn haldi fram að
þeir geti hvorki axlað né hafnað ábyrgð vegna
þess að hún sé ókomin. Sömuleiðis bíði almenn-
ingur eftir að sök og sekt verði útdeilt.
„Þessi endalausa bið eftir Godot vekur spurn-
inguna hvort ein opinberlega viðurkennd útgáfa
af sannleikanum muni ekki skapa falskt and-
varaleysi; gefa til kynna málalyktir þar sem eng-
ar málalyktir geta orðið.“ Það þurfi mun fleiri
aðilar að koma að því uppgjöri.
Valur segir að einu gildi hins vegar um það
hver niðurstaðan verði. Nýtt viðhorf til sjálfs-
myndar þjóðar muni fá opinberan stimpil: „Ís-
lendingar hafa í sögunni sett sig í hlutverk fórn-
arlamba utanaðkomandi afskipta og
lítilmagnans – og stundum samsamað sig mál-
stað „þriðja heims ríkja“ gegn nýlendustefnu –
og nægir þar að nefna þorskastríðin við Breta,“
segir hann. Viðbrögðin við hruninu hafi ekki
verið án slíkra vísana. Gott dæmi þess sé hin
„óspillta“ „In Defence“-herferð gegn ákvörðun
Breta um að nota hryðjuverkalöggjöf gegn Ís-
landi og Icesave-málið. „Það sem hefur gefið
orðræðu um and-nýlendustefnu byr undir báða
vængi var vitaskuld að Bretum og Hollendingum
tókst að beita áhrifum sínum innan Evrópusam-
bandsins og í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að
knýja Íslendinga til samninga á eigin forsendum.
Það er þó einn grundvallarmunur á: Almennt sé
ekki litið á Íslendinga sem fórnarlömb á al-
þjóðavettvangi. Og því hafi slík orðræða ekki
dugað til að draga athyglina frá hinum nýja
raunveruleika, sem er afsprengi hrunsins: sjálfs-
myndinni af Íslendingum sem gerendum.“