SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 14

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 14
Á sama tíma og stjórnvöld ætla að hækka skatta um 50 milljarða ætlar ríkið að lækka rekstrarútgjöld um 9 milljarða miðað við fjár- lög þessa árs. Mest af þessari upphæð næst fram með lækkun launa. Það er því ekki verið að skera mikið niður í rekstri ríkissjóðs. Hins vegar er talsvert skorið niður í vegamálum og tryggingakerfinu. Egill Ólafsson egol@mbl.is Fjárveiting Stofnár 2010 (m.kr.) Umboðsmaður barna 1995 39,4 Sendiráð í Kína 1995 111 Sendiráð í Finnlandi 1995 64,8 Ráðgjafarstofa um fjármál** 1996 Ríkislögreglustjóri** 1997 Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 1997 28 Háskólinn í Reykjavík 1998 2.067 Listaháskóli Íslands 1998 635,1 Óbyggðanefnd 1998 53,2 Ræðisskrifstofa í Winnipeg 1999 38,5 Jafnréttisstofa 2000 60,5 Þjóðmenningarhúsið 2000 93,6 Fjölmenningarsetur** 2001 Persónuvernd 2001 65,8 Fornleifavernd ríkisins 2001 86,3 Sendiráð í Kanada 2001 53,6 Sendiráð í Austurríki 2001 83,2 Sendiráð í Mósambík 2001 0 Sendiráð í Tókýó 2001 68,3 Fæðingarorlofssjóður 2001 9.680 Útlendingastofnun 2002 220,1 Kvikmyndasafn Íslands 2002 50,2 Kvikmyndamiðstöð 2002 463,5 Lýðheilsustöð 2003 348,1 Menntaskólinn Hraðbraut 2003 158 Háskólinn á Hólum 2003 245,2 Fjölbrautaskóli Snæfellinga 2004 195,3 Gljúfrasteinn 2004 33,1 Neytendastofa 2005 117,7 Talsmaður neytenda 2005 15,6 Landbúnaðarháskóli Íslands 2005 496 Sendiráð í Indlandi 2006 96,5 Sendiráð á Ítalíu 2006 0 Menntaskóli Borgarfjarðar 2006 121 Vatnajökulsþjóðgarður 2007 323,8 Nýsköpunarmiðstöð 2007 482 Aðalræðismaður í Færeyjum 2007 39,2 Matvælastofnun 2008 757,6 Varnarmálastofnun 2008 963 Sjúkratryggingar Íslands 2008 26.561 Sérstakur saksóknari 2008 315,5 Framhaldsskólinn Mosfellsbæ 2009 36,2 Bankasýsla ríkisins 2009 50,7 *Listinn er ekki tæmandi **Fjárveiting ekki skilgreind í frumvarpi Nýjar stofnanir ríkisins*S íðustu daga hafa verið miklar umræður um væntanlegar skattahækkanir, en minna hefur verið rætt um ríkisútgjöld og hvort hægt sé að ganga lengra í að draga saman í rekstri ríksins. Miðað við fjárlagafrumvarpið 2010 verða rekstrarútgjöld ríkissjóðs svipuð og þau voru þensluárið mikla 2007. Það er því tæplega hægt að tala um að ríkið gangi hart fram í niðurskurði. Réttara væri kannski að tala um aðhald. Ekki er ágreiningur um að ríkissjóður þarf að draga úr hallarekstri. Gert er ráð fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs verði 182 milljarðar á þessu ári. Augljóst er að ef ekki verður tekið á hallarekstrinum kafnar ríkissjóður í vaxta- greiðslum. Áætlað er að ríkið þurfi að greiða 100 milljarða í vexti á næsta ári. Til samanburðar má nefna að Landspít- alinn fær 32,5 milljarða á næsta ári. 100 milljarðar í vexti Útgjöld ríkissjóðs skiptast í nokkra liði. Mest fer í svokall- aðar neyslu- og tilfærslur, en inni í þeim lið eru lífeyr- istryggingar, atvinnuleysisbætur, barnabætur, vaxtabæt- ur, Fæðingarorlofssjóður, greiðslur vegna búvöruframleiðslu, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og fleira. Um 215,8 milljarðar eiga að fara til þessara útgjalda á næsta ári sem er aukning um 3,5 milljarða miðað við fjárlög þessa árs. Eiginleg rekstrarútgjöld ríkissjóðs verða 211 milljarðar á næsta ári, en í þeim lið eru m.a. launagreiðslur. Gert er ráð fyrir að þessi liður lækki um 13,3 milljarða miðað við áætluð útgjöld þessa árs, en um 9 milljarða ef miðað er við fjárlög ársins sem er auðvitað réttari viðmiðun. Fjármagnskostnaður ríkissjóðs hækkar mikið, fer úr 35,5 milljörðum árið 2008 í 100 milljarða á næsta ári. Sá sparnaður sem ríkissjóður ætlar að ná fram er fyrst og fremst í fjárfestingum. Þær voru tæplega 29 milljarðar í ár en fara í 17 milljarða. Þar munar mestu um niðurskurð í vegamálum. Einnig er áformað að ná fram talsverðum niðurskurði í tryggingakerfinu. Vilja forðast uppsagnir Spyrja má hvers vegna ekki næst meiri árangur í lækkun á rekstrarútgjöldum ríkisins. Forystumenn ríkisstjórn- arinnar sögðu í sumar að ekki stæði til að segja upp starfs- fólki, en með þeirri yfirlýsingu er ríkið búið að binda hendur sínar talsvert þegar kemur að sparnaði þar sem yfir 60% af rekstrarútgjöldum eru laun. Talið er að fyrirtækin í landinu hafi sagt upp um 17 þús- und manns á síðasta vetri í kjölfar hruns bankakerfisins. Sveitarfélögin hafa líka sagt upp fólki, en í mun minna mæli. Ríkið hefur hins vegar þrátt fyrir að hafa verið rekið með 216 milljarða halla í fyrra og 182 milljarða halla í ár markað þá stefnu að segja helst ekki neinum upp. Mikill samdráttur í vegagerð vekur hins vegar spurn- ingar um hvort þörf sé fyrir alla núverandi starfsmenn stofnunarinnar. Hægt hefur verið á undirbúningi verk- efna í vegagerð og fyrir liggur að draga á úr þjónustu Vegagerðarinnar. Yfir 40 nýjar stofnanir á 15 árum Góður afgangur hefur verið á ríkissjóði undanfarin ár og við þær aðstæður er freistandi fyrir stjórnmálamenn að efna til nýrra útgjalda. Á síðustu 15 árum hefur ríkið sett á stofn meira en 40 nýjar ríkisstofnanir. Sumar þeirra hafa reyndar orðið til með sameiningu stofnana eða með nafnabreytingum. Í meirihluta tilvika er þó um nýja þjónustu að ræða. Það er kannski nærtækt núna þegar ríkissjóður er rekinn með miklum halla, að velta fyrir sér hvort við getum verið án sumra þessara stofnana. Frá 1995 hafa verið opnuð 10 ný sendiráð og ræðis- mannsskrifstofur. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka tveimur sendiráðum á þessu ári, en sú spurning hlýtur að vakna hvort hægt sé að ganga lengra. Þessi nýju sendiráð fá á þessu ári samtals 555 milljónir í fjárveitingu á næsta ári. Sameining stofnana tilgangslaus án fækkunar starfsfólks Í fjárlagafrumvarpinu er lýst áformum um endur- skipulagningu á opinberri þjónustu, en ætlunin er að vinna að því verkefni á næstu tveimur árum. Meðal þess sem er til skoðunar er sameining lögregluumdæma, sýslumannsembætta, héraðsdómstóla og skattstofa. Sömuleiðis er til skoðunar endurskipulagning stofnana á sviði heilbrigðismála, háskólamála, vinnumála, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis og samgönguráðuneytis. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að verið sé að skoða lokun stofnana, s.s. Þjóðmenningarhúss, Varn- armálastofnunar og sendiráða. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, skrifaði fyrir nokkrum árum bók um fjárlagagerð á Ís- landi. Hann bendir á að ef ríkisstjórnin ætli að sameina stofnanir komist hún ekki hjá því að fækka starfsfólki. Það sé ekkert gagn í sameiningu stofnana nema það leiði til þess að starfsfólki fækki. Það sé auðvitað hægt að fara þá leið að fækka fólki með því að ráða ekki í þau störf sem losna, en þá komi árangurinn af sameiningu miklu seinna fram, sérstaklega á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið og fólk er lítið að færa sig til á vinnumarkaði. Ríkisendurskoðun hefur í gegnum árin skoðað reynsl- una af sameiningu stofnana. Niðurstaða úttekta stofn- unarinnar er nokkuð á einn veg, að undirbúningur og framkvæmd sameiningar hafi verið ófullnægjandi og skort hafi skýra framtíðarsýn. Gunnar Helgi bendir á að sameining stofnana geti skilað árangri að því leyti að þekking innan stofnana aukist og sameining leiði til hagræðingar. Það sé hins vegar til- hneiging í þá átt að nota sparnaðinn sem fæst af samein- ingu til að auka þjónustu. Sparnaðurinn skili sér því ekki alltaf til ríkisins í formi lægri útgjalda. „Það er reynsla allra þjóða að það sé gríðarlega erfitt að fást við ríkisútgjöld. Þessi mál eru pólitískt viðkvæm. Það er líka mikið reglu- og lagaumhverfi í kringum kerfið, bæði opinbera starfsmenn og einnig þjónustuna. Það er því ekki auðvelt að ná árangri á skömmum tíma. Menn þurfa að taka sér þrjú ár áður en árangurinn fer að skila sér.“ Þegar haft er í huga hvað vandi ríkissjóðs er mikill má velta fyrir sér hversu vel stjórnvöld hafa nýtt tímann frá hruni. Aðhald eða niðurskurður? 14 22. nóvember 2009

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.