SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 16

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 16
V arstu að senda sms?“ spyr trúðurinn Barbara undrandi. „Já,“ svarar stúlka á öðrum bekk, örlítið hikandi. „Þú veist að sýningin er byrjuð,“ heldur Barbara kurt- eislega áfram. „Já,“ viðurkennir stúlkan. Roðnar lítið eitt í vöngum. „Var einhver að senda sms?“ Félagar Barböru, Úlfar og Bella, spretta skyndilega fram á sviðið. Ein augu. „Já, sæta stelpan á öðrum bekk,“ svarar Barbara. „Hverjum varstu að senda sms?“ spyrja þau öll í kór. Allra augu beinast að aumingja stúlkunni. „Kennaranum mínum,“ svarar hún vandræðalega. „Nuuuuú,“ segja trúðarnir einum rómi. „Það er allt í lagi.“ Salurinn rifnar úr hlátri. Við erum stödd á opinni æfingu á trúðleiknum Jesú litla á Litla sviði Borgarleikhússins. Atriðið er ekki æft, stúlk- an á öðrum bekk er bara gestur í salnum. Í trúðheimum kallast útúrdúr af þessu tagi „lazzi“ og er angi af spuna- hefðinni Commedia dell’arte. Óáreiðanlegir leikarar Trúðar eru ekki eins áreiðanlegir og aðrir leikarar, eins og Benedikt Erlingsson leikstjóri hafði upplýst gesti á æfing- unni um, og minnsta áreiti getur auðveldlega dregið þá út úr handritinu. Fyrir vikið verða engar tvær sýningar á Jesú litla eins. Ekki frekar en öðrum trúðleikjum. Enda þótt það sé freistandi er samt ekki hægt að endurtaka sms-atriðið, „lazzi“ gerist aðeins einu sinni. Guð má hins vegar vita inn á hvaða brautir trúðarnir verða teymdir á frumsýningunni í kvöld. „Trúðar eru ákaflega einlægir leikarar og auðvelt að trufla þá. Það er t.d. vonlaust fyrir trúð að leika með út- varpið á. Athyglin væri öll á útvarpinu. Eða þar sem um- ferð er þung,“ upplýsa Halldóra Geirharðsdóttir og Berg- ur Þór Ingólfsson, fólkið á bak við Barböru og Úlfar. Þau segjast ekki undir það búin að bregða út af handritinu á hverri einustu sýningu en þau kunna það. „Kannski segj- um við bara söguna eins og hún kemur fyrir í handritinu, kannski víkjum við frá henni. Það er undir áhorfendum komið.“ Um árið þótti það fréttnæmt þegar Kevin Spacey bað áhorfendur á leiksýningu að slökkva á farsímum sínum. Bergur segir trúða sjá þetta í öðru ljósi. „Leikhúsið er lif- andi vettvangur. Áhorfendur eru hluti af leiknum, rétt eins og dómarinn á fótboltavelli.“ Allt gert í kærleika Þau Halldóra leggja áherslu á, að öll samskipti við gesti verði á siðlegu nótunum. „Guð minn góður,“ segir Hall- dóra. „Þetta verður allt gert í kærleika. Við megum ekki vera dónaleg í eigin boði. Það er grundvallarmunur á borgaralegri afskiptasemi og borgaralegri umhyggju.“ Bergur segir trúða ávallt fara eftir þremur grunnreglum í mannlegum samskiptum: Að svara aldrei fyrr en búið er að telja upp að þremur; að horfa alltaf á þann sem hefur orðið og segja bara það sem er áríðandi. Svei mér ef þetta líkist ekki vinnureglum blaðamanna! Það er ekki bara athyglisbresturinn sem gerir samstarf við trúða snúið. Að sögn Halldóru og Bergs kemur hver og einn trúður með sína heimssýn inn í sýninguna og úti- lokað er að fá þá til að flytja texta sem samræmist henni ekki. „Þetta er endalaus togstreita. Þeir hafa líka mis- munandi áherslur í túlkun. Það er enginn hægðarleikur að semja leikrit fyrir trúð,“ segir Bergur. Í heilögu trúðboði Trúðboð Halldóru og Bergs á Íslandi hefur staðið í hálfan annan áratug. Barbara og Úlfar urðu til í tengslum við spunasýningu í Nemendaleikhúsinu. Lengi var við ramman reip að draga. „Það er lítil sem engin hefð fyrir trúðleikjum á Íslandi og áhuginn á þessu formi leikhúss- ins hefur satt best að segja ekki verið mikill,“ segir Bergur og Halldóra bætir við að þau hafi eigi að síður haldið áfram að vinna með karakterana og koma fram við hin ýmsu tækifæri, svo sem í Kaffileikhúsinu sáluga, á árshá- tíðum og öðrum uppákomum. Draumurinn var alltaf að setja upp fullgildan trúðleik í Borgarleikhúsinu og hann varð að veruleika fyrir tveimur árum þegar sýningin Dauðasyndirnar, frjálsleg túlkun á guðdómlegum gamanleik Dantes, var sett á svið. Skemmst er frá því að segja að sýningin sló í gegn og hef- ur nú verið tekin upp aftur. Ekki nóg með það, hún hefur getið af sér tvær aðrar sýningar, Bláa gullið, þar sem allt aðrir trúðar eru í sviðsljósinu, og Jesús litla. „Við erum vonandi búin að brjóta ísinn og hefja trúð- inn til vegs og virðingar,“ segir Bergur og Halldóra bætir við að stungið hafi verið á gömlu þjóðarkýli. „Áratugum saman hefur þjóðin haldið að trúðar séu eins og þeir birt- ust okkur í Sirkus Billys Smarts. Það voru nú meiri fígúr- urnar, ég hafði bullandi fordóma gagnvart þeim sjálf,“ viðurkennir hún. Skyldari hirðfíflinu Þau segja leikhústrúðinn eiga meira skylt við hirðfífl en uppleggið er Commedia dell’arte. „Trúðameistari okkar, Mario Gonzáles, opnaði fyrir okkur nýjan heim í Nem- endaleikhúsinu á sínum tíma og lagði grunn að öllu sem við höfum gert sem leikarar síðan. Þá er ég að tala um sviðsvitund, samtöl og tengingu við áhorfendur. Gildir þá einu hvort verkið er af alvarlegum eða gamansömum toga,“ segir Bergur. Halldóra og Bergur skrifa handritið að Jesú litla ásamt Benedikt leikstjóra og Kristjönu Stefánsdóttur, tónlistar- stjóra, sem einnig þreytir frumraun sína á leiksviði í sýn- ingunni. Svo sem nafnið gefur til kynna ráðast þau ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, lagt er út af sjálfu jóla- guðspjallinu. Barbara og Úlfar hafa raunar gengið lengi með frelsaranum en Jesúbarninu skaut endrum og sinn- um upp kollinum í spunasýningu þeirra í Nemendaleik- húsinu um árið. „Úlfar lagði hart að okkur að flytja jólaguðspjallið núna. Hann er mikið jólabarn. Hann heldur líka mikið upp á Hamlet,“ segir Bergur og hér með staðfestist að það örlar á shakespearskum tilþrifum í sýningunni. Fegurðin og grimmdin Halldóra segir Berg fundvísari á söguefni, henni sé nokk sama hvar borið sé niður svo lengi sem efnið kemur við Trúðu á trúðinn Trúðboð Halldóru Geirharðsdóttur og Bergs Þórs Ingólfs- sonar hefur staðið í hálfan annan áratug. Hliðarsjálf þeirra, Barbara og Úlfar, áttu lengi erfitt uppdráttar enda engin hefð fyrir trúðleik á Íslandi, en nú eru þau komin á flug, svo sem glæný sýning, Jesús litli, sem frumsýnd verð- ur í Borgarleikhúsinu í kvöld, laugardagskvöld, staðfestir. Leikhús Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kostulegt þríeyki. Barbara, Bella og Úlfar. Halldóra Geir- harðsdóttir, Kristjana Stef- ánsdóttir og Bergur Þór Ing- ólfsson í hlutverkum sínum í Jesú litla í Borgarleikhúsinu. 16 22. nóvember 2009

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.