SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 21

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 21
22. nóvember 2009 21 Þykir leitt að hafa ekki fundið hana fyrr heldur kerfið sem er alltof stíft,“ segir Gunnhildur. Sjúkraþjálfarinn er hluti af sjúkrateymi á Landspít- alanum í Fossvogi sem kemur reglulega í heimsókn til Gunnhildar „til að ganga úr skugga um hvort ég sé lífs eða liðin,“ eins og hún orðar það kímin. Í teyminu eru einnig læknir og hjúkrunarfræðingur. Þangað til í vikunni hafði Gunnhildur ekki farið í bað í tvö ár. Móðir hennar, Inga Jóna Kristjánsdóttir, sem orðin er 81 árs gömul, getur ekki hjálpað henni ofan í baðkarið. „Það er ekki hægt að leggja það á hana. Í staðinn hjálpar hún mér að þvo mér með þvottapoka. Mamma stendur sig eins og hetja.“ Gunnhildur óskaði eftir rennibraut í loftið á baðher- berginu og fékk hana fyrir skemmstu. Fyrir vikið er mun auðveldara fyrir hana að komast í baðið. „Það var yndisleg kona, Guðrún Hafsteinsdóttir iðjuþjálfi, sem gekk í það mál fyrir mig. Okkur var bent á hana og Guðrún hefur lyft Grettistaki. Er stoð okkar og stytta. Ég var margbúin að nefna þetta við sjúkrateymið á Borgarspítalanum en ekkert gerðist. Ég var hér um bil búin að kaupa rennibrautina sjálf.“ Horfði djúpt í augun á lækninum Gunnhildur hefur um tíma barist fyrir að fá tæki sem sérhannað er til að flytja hjólastóla upp og niður tröppur. Þótti henni sú barátta ganga hægt og dag einn þegar læknirinn var hjá henni gat hún ekki orða bund- ist. „Mamma bað mig að sitja á mér, hún segir alltaf að maður fái engu framgengt með frekju, en ég gat það ekki. Mælirinn var fullur. Ég settist á móti lækninum, horfði djúpt í augun á honum og sagði: Ég er ekki dauð ennþá og ætla ekkert að taka upp á því á næstunni. Kjafturinn á mér er líka í góðu lagi og ég lofa því að verði ég ekki búin að fá þennan róbóta til að flytja mig upp og niður tröppurnar fljótlega mun ég fara með þetta mál í alla fjölmiðla. Hann starði á mig í for- undran en viti menn, skömmu síðar var róbótinn kominn. Segið svo að það borgi sig ekki að hnykla brýnnar.“ Þá var allur tækjakostur til staðar. Eitt mál var þó óleyst: Þjónustan. „Mig vantar aðstoðarmann til að hjálpa mér að baða mig og fara með mig út,“ segir Gunnhildur sem ritaði Kópavogsbæ og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi bréf og óskaði eftir lið- veislu. Helst notendastýrðri þjónustu. Svæðisskrif- stofan synjaði henni með þeim rökum að ekki væri lagastoð fyrir svona aðstoð. Svar Kópavogsbæjar var á þá lund að hún ætti rétt á aðstoð til að baða sig einu sinni í viku, auk þess sem henni var boðin tíu tíma útivist á mánuði. Hvenær á bæjarstjórinn að fara í bað? „Þetta er í áttina en betur má ef duga skal. Mín ósk er að fá liðveislu þegar mér hentar, ekki þegar Kópa- vogsbæ hentar. Tíu útivistartímar á mánuði er ekki mikið, ein klukkustund þriðja hvern dag. Myndi það nægja fullfrískum manni? Síðan er óþolandi að þurfa að fara í bað klukkan tíu á föstudagsmorgnum bara af því að Kópavogsbær ákveður það. Ætli bæjarstjórinn yrði hrifinn ef ég myndi ákveða hvenær hann baðaði sig?“ Gunnhildur segir málið hverfast um mannréttindi. „Ég þarf að fara til tannlæknis. Ég þarf að fara til augnlæknis. Ég þarf að komast út í búð og kaupa í matinn. Ég þarf að komast í banka til að sækja mér nýtt debtekort, það gamla rann út árið 2006 og bank- inn má ekki afhenda mömmu kortið. Þetta þrái ég að gera þegar mér hentar. Ekki einhverjum öðrum. Er það til of mikils mælst?“ Síðan er óþolandi að þurfa að fara í bað klukkan tíu á föstudagsmorgn- um bara af því að Kópavogsbær ákveður það. Ætli bæjarstjórinn yrði hrifinn ef ég myndi ákveða hvenær hann baðaði sig?“ Gunnhildur fer yfir málin með Guðjóni Sigurðssyni og Sigursteini Mássyni. Gunnhildi hjálpað niður stigann. Hjólastólnum er komið fyrir á sér- hönnuðu tæki og rennt niður stigann. Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND-félagsins á Íslandi, brá í brún þegar hann frétti af að- stæðum Gunnnhildar. „Þetta er hræðilegt mál og ég vona innilega að ekki séu fleiri ein- staklingar týndir með þessum hætti í kerfinu. Mér þykir leitt að hafa ekki fundið hana fyrr.“ Guðjón segir að auðvitað séu tvær hliðar á öllum málum og kerfið eigi ekki auðvelt með að svara fyrir sig í einstökum tilvikum. „Það breytir samt ekki því að það er ekki boðlegt fyrir íslenskt velferðarkerfi að kona sé árum saman föst í íbúð sinni án þess að komast út. Það er líka ófært að hún hafi ekki komist í bað í tvö ár.“ Sjálfur kveðst Guðjón vera svo lánsamur að fá aðstoð þrisvar í viku til að baða sig. „Það er kraftaverk inni í kerfinu. Yfirleitt er talið nóg að fatlaðir fari í bað einu sinni í viku.“ Guðjón segir þau Gunnhildi sammála um að gera gott úr málinu og berjast áfram fyrir bættri þjónustu á bjartsýninni og húmornum. „Von- andi erum við búin að brjóta ísinn. Ég treysti því að Kópavogur – eins gott og er að búa þar – sjái sóma sinn í að tryggja Gunnhildi fullnægj- andi þjónustu. Við getum ekki horft upp á svona lagað.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.