SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 30

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 30
30 22. nóvember 2009 munað þrátt fyrir allt að svara þeirri spurningu játandi. Hér er ekki eingöngu um persónulegt út- spil að ræða. Hér er lokaathöfn lagasetningar á ferðinni og eitt veigamesta embætti stjórnskip- unarinnar á í hlut og því verður vart trúað að það sé notað í ómerkilegt pólitískt sprikl. Og fyrst sú hlýtur að vera niðurstaðan er rétt að spyrja sig, hvers vegna greip forsetinn til svo óvenjulegrar aðferðar við undirritun laganna? Svarið hlýtur að vera það að hann áttar sig á hvílíkir hagsmunir eru í húfi. Og öfugt við fjölmiðlafrumvarpið eru þeir hagsmunir allir mjög til íþyngingar fyrir almenn- ing í landinu og það sem mestu varðar að eftir staðfestingu laganna verður ekkert aftur tekið. Maðurinn sem einn forseta hefur beitt synj- unarvaldinu, og það í þágu sérstaks skjólstæðings síns, eins og flestum er nú orðið ljóst, er full- komlega afhjúpaður ef hann gerir það ekki í máli eins og þessu. Skoðanakannanir sýna að yfir 70 prósent landsmanna eru á móti því að lögin verði sett. Ef þetta er ekki gjá á milli þings og þjóðar, hvað á þá að kalla það sem vísað var til árið 2004? Rispu? Strik? Og þessi „gjá“ er ekki búin til af fjöl- miðlaveldi. Hún er sjálfsprottin, því flestir fjöl- miðlar, þar á meðal skjólstæðingsins góða og rík- isins, hafa verið málpípur ríkisstjórnarinnar í málinu. En ekki hefur tekist þrátt fyrir þá sam- þjöppun í fjölmiðlaumræðu að kæfa þessa miklu andstöðu við málið. Forsetinn fann þá útleið úr þessum vanda sínum að vísa til þess að fjórir þingflokkar af fimm hefðu náð saman um fyrirvara við ríkisábyrgðinni. „Samstaða hefur náðst á Alþingi og utan þess um að afgreiða lögin í krafti þessara fyrirvara og Al- þingi samþykkti þá með afgerandi hætti.“ Þegar þessi yfirlýsing var gefin hefur forsetann sjálfsagt ekki grunað að hann myndi fá þetta mál aftur inn á borð til sín aðeins þremur mánuðum síðar. Honum er vorkunn að hafa ekki látið sér detta í huga að ríkisstjórnin myndi hlaupa frá fyr- N ú eru rúm fimm ár frá því að atbeini forseta Íslands varð til þess að ekki tókst að setja sambærilegan ramma um fjölmiðla á Íslandi og annars staðar tíðkast. Af umfangsmikilli þjónustu forsetans við svonefnda útrásarvíkinga hefur þessi vafalítið verið skaðlegust. Á þeim tíma fór fram töluverð umræða um það, hvort það ákvæði stjórnarskrár- innar, sem forsetinn studdist við í athöfnum sín- um, veitti honum ótvíræða heimild til þess gjörn- ings. Töldu ýmsir að horfa yrði til annarra ákvæða stjórnarskrárinnar jafnframt við skýringu á þess- ari tilteknu grein og mjög var til þess vitnað að enginn forseti í hálfrar aldar sögu lýðveldisins hefði séð ástæðu til að beita slíku valdi, þótt mjög umdeild mál sem mikla þýðingu höfðu um hag alls almennings hefðu verið fyrir þá lögð. Þótt vit verði vissulega ekki lagt saman þannig að tífalt vit sé á staðnum ef tíu vitrir menn séu þar saman komnir, sýnir lausleg talning að fleiri lögvís- indamenn virtust telja að synjunarvald forseta væri til staðar en hinir sem efasemdir höfðu, og bættu sumir þeirra reyndar við að ekki væru nein úrræði til að knýja forseta til staðfestingar laga- frumvarps gegn vilja hans. En hitt bar flestum saman um að tilefni hlyti að vera ærið ef gripið yrði til svo umdeilds úrræðis og farið gegn vilja meirihluta Alþingis í fyrsta sinn í sögunni. Og þar stóð einmitt hnífurinn í þeirri kú. Vissulega var hart deilt um fjölmiðafrumvarpið og fjölmiðla- veldi þess sem taldi sig eiga mest í húfi, hins sér- staka skjólstæðings forsetans, var beitt af tak- markalausri ósvífni eins og menn muna. En þó var þetta mikla deilumál þannig í pottinn búið að fyr- irhuguð lagasetning varðandi það var ekki að neinu leyti óafturkallanleg. Með öðrum orðum var staðan sú að nýr þingmeirihluti gat breytt slíkum lögum síðar stæði vilji til þess og voru þá mál komin aftur í hið fyrra horf. Það vantaði því þá forsendu að ríkir og óafturkræfir almannahags- munir væru í húfi, enda augljóst að yfirþyrmandi fjölmiðlaveldi eins aðila taldist ekki til almanna- hagsmuna. Þvert á móti eins og sagan hefur sýnt. En hvernig er staðan núna? Þegar lög um ríkisábyrgð vegna Icesave voru bor- in undir forseta til staðfestingar fyrir tveimur mánuðum var hann hvattur til þess af hópi manna sem safnað höfðu nokkrum undirskriftum fyrir sinn málstað að synja um þá staðfestingu og „vísa þar með málinu til þjóðarinnar“ eins og það var kallað. Augljóst virðist af málsmeðferð forsetans að hann taldi málatilbúnað hópsins fjarri því frá- leitan. Því forsetinn gerði tvennt, sem er mjög óvenjulegt. Hann birti sérstaka yfirlýsingu til að útskýra hvers vegna hann hefði ákveðið að stað- festa lagafrumvarpið um ríkisábyrgðina. Þótt for- setar hafi birt slíkar yfirlýsingar áður eru þær afar fátíðar. En forsetinn gerði annað, sem ekki er að- eins óvenjulegt heldur algjörlega einstakt. Hann sagði í yfirlýsingu sinni: „Forseti hefur því ákveð- ið að staðfesta lögin með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis.“ Eins og fyrr sagði er þessi gjörð forsetans ekki aðeins óvenjuleg heldur al- gjörlegra einstök. Enda vafðist fyrir mönnum, jafnt almenningi sem lögfróðum, að skýra hvaða stjórnskipulegu þýðingu slík sérstök tilvísun for- setans hefði við staðfestingu lagafrumvarpsins. Óhætt er að segja að niðurstaða flestra var sú að ekki yrði séð að þessi tilvísun forsetans hefði neina þýðingu að lögum. Hann styddist enda hvorki við lög, hefðir né venjur, þegar hann til- kynnti að forsetinn staðfesti lagafrumvarpið með sérstakri tilvísun í fyrirvara Alþingis. Voru þetta skrípalæti eða skilaboð? Ber þá að líta svo á að tilvísun forsetans hafi verið sjónarspil eitt og leikaraskapur að ráðum ímynd- arfræðinga fremur en lögfræðinga? Það er eðlilegt að spurt sé. En menn geta ekki leyft sér þann Ögurstund Reykjavíkurbréf 20.11.09

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.