SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 31

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Side 31
22. nóvember 2009 31 M argur verður af aurum api,“ segir í Hávamálum. Sagt var um Snorra Sturlu- son að hann hefði „miklu meira fé en engi annarra á Íslandi“. Dró hann þó undan „sitt fé“ er Jón murtur vildi kvænast. Og hafa fræðimenn bent á, meðal annars í formála að Sturlungu í útgáfu Svarts á hvítu frá árinu 1988, að ýmislegt bendi til þess að „Sturla Þórðarson hafi talið fégirni verða Snorra að falli“. Þá er nefndur draumur Egils Halldórssonar á Borg, er Snorri flytur að Reykjaholti. Agli birtist í svefni forfaðir hans og nafni Skalla-Grímsson og var mjög ófrýnilegur: „Hann mælti: „Ætlar Snorri frændi vor í brott héðan?“ „Það er satt,“ segir Egill. „Það gerir hann illa,“ segir draummaðurinn, „því að lítt hafa menn setið yfir hlut vorum Mýramanna þá er oss tímgaðist og þurfti hann eigi ofsjónum yfir þessu landi að sjá.“ Egill kvað vísu: Seggr sparir sverði að höggva. Snjóhvítt er blóð líta. Skæröld getum skýra. Skarpr brandr fékk þar landa, skarpr brandr fékk mér landa.“ Í formálanum segir að freistandi sé að „geta sér til að Sturla Þórðarson hafi sjálfur ort vís- urnar inn í þessa drauma og færi sér þá í nyt til að láta skoðun sína á þróun mála í ljós. Hann léti þá Egil birtast í draumi nafna síns til að sýna hvar skórinn kreppir að Snorra Sturlusyni: „hann er fégjarn en ekki næg kempa til að verja auðæfi sín – og þar með völd, blóð hans er „snjóhvítt ... að líta.““ Fall Snorra hefði mátt verða öðrum víti til varnaðar á síðari tímum. En einhverstaðar á vegferð Íslendinga glutraðist niður lærdómur fyrri kynslóða. Styrmir Gunnarsson ræðir um tengslin við fornsögurnar í Umsátrinu, sem kom út í liðinni viku, og vitnar í lýsingu dr. Guðrúnar Nordals á íslensku samfélagi Sturlungaaldar, en hún skrifar í Skírni: „Sturlungaöld varði aðeins í um fjörutíu ár. Segja má, að hún hafi hafist um 1220, þegar Snorri Sturluson gerðist hirðmaður Noregskonungs, og að henni hafi lokið með því að ís- lenskir höfðingjar samþykktu sáttmála við norskan konung á árunum 1262-64. En magn- þrungnasti tíminn spannaði þó aðeins um 20 ár, frá um 1245, þegar Sturla Sighvatsson sneri til Íslands með umboð Hákonar konungs til að vinna landið undir hann, og þar með undir sig sjálfan, og til um 1255 þegar Gissur Þorvaldsson nær undirtökunum á nýjan leik eftir Flugumýrarbrennu. Á nokkurra áratuga tímabili virðist allt loga í illdeilum og bardögum á milli nokkurra valdsmanna, ungra karlmanna, sem voru auk þess nánir frændur, mágar og jafnvel vinir.“ Í viðtalsbók Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Jón Böðvarsson, sem kemur út í byrjun vik- unnar, ræðir fræðaþulurinn síungi um skyldleika atburðanna á Sturlungaöld við „hrunið“ í íslensku efnahagslífi. Og hann dregur athyglisverða ályktun: „Ættartengsl og samhjálp eru horfnir þættir í umhverfi okkar en í stað hafa komið annars konar tengsl: vináttubönd sem verða til í skólum eða félögum – og tengsl ýmiss konar hags- muna eru augljós og sterk. Óhugsandi virðist sú ósk að mannkyn hljóti þá blessun að al- mannahagsmunir og góðvilji komi í veg fyrir hatursþrunginn hugsunarhátt og rætist vonin um frið á jörðu.“ Fégirni varð Snorra að falli „Þetta var ekki ljósblátt klám. Þetta voru ekki lengur tvær óklæddar kon- ur að láta vel hvor að annarri og kyssast á rúmi. Það var eitthvað frumstætt við þetta núna, þetta konu-á-konu ofbeldi, eins og að í herberginu, fullu af skuggum, væri Pegeen yfirskilvitlegt sambland af töframanni, loftfimleikamanni og dýri.“ Philip Roth sem tilnefndur er til verðlauna fyrir verstu kynlífslýsingu ársins af Literary Review. „Hah! Luuletko että minä olen joku juoruämmä!“ Björk Guðmundsdóttir á heima- síðu sinni um það uppátæki sitt að semja lag fyrir finnska kvikmynd um múmínálfana. „Ég geng venjulega um íbúðina mína með kassagítarinn strengdan á mig og glamra svo þangað til eitt- hvað kemur.“ Ívar Bjarklind tónlistarmaður sem var að senda frá sér nýja plötu, Tíu fingur og tær. „Við vorum í miðjum húsafram- kvæmdum er þetta var og þar sem við sátum á biðstofu dómarans sökkti Þórður sér niður í húsatímarit af svo miklum áhuga að hann ætl- aði varla að nást inn á skrif- stofu til dómarans.“ Bryndís Halla Gylfadóttir um brúðkaup þeirra Þórðar Magn- ússonar. „Peningar sem liggja í hlutabréfum koma og fara og hafa ekki skipt mig feikimiklu máli í mínu lífi.“ Kári Stefánsson, fráfarandi stjórnarformaður Íslenskrar erfðagreiningar. Ummæli vikunnar irvörum sínum eins og fætur toguðu. Og nú þegar forsetinn fær málið aftur er það statt með eftirfar- andi hætti: Fyrirvararnir að engu orðnir. Þing- flokkarnir sem að málinu standa eru nú aðeins tveir af fimm í stað fjögurra af fimm eins og áður var. Málið sem samþykkt var með „afgerandi hætti“ mun væntanlega rétt skríða í gegnum Al- þingi. Áhyggjur Sigurðar Líndals Og við hefur bæst síðan síðast að einn virtasti lög- spekingur landsins, Sigurður Líndal prófessor, telur bersýnilega að lög um ríkisábyrgð reyni svo mjög á þanþol sjálfrar stjórnarskrár landsins að þau megi ekki samþykkja nema áður hafi farið fram vönduð úttekt á þeirri alvarlegu stöðu. Bréfritari var og er þeirrar skoðunar að forseti eigi ekki að beita neitunarvaldi sínu.Vilji menn þó gera undantekningu frá þeirri meginreglu, verði neyð að kalla á eða stórkostlegir hagsmunir að vera í húfi. Eftir yfirlýsingu forsetans frá 2. sept- ember 2009 og það sem síðan hefur gerst er staðan einföld. Staðfesti forsetinn lögin er hann ósam- mála ofangreindum sjónarmiðum um neyð og stórkostlega hagsmuni og heldur sig við að hinu einstæða undanþáguákvæði stjórnarskrárinnar megi aðeins beita ef sérstakir skjólstæðingar eða útrásarvíkingar eiga í hlut, svo ekki sé talað um þegar hvorir tveggja eru til staðar. Síðasta tækifærið til að sættast við þjóðina? Á síðari helmingi forsetatíðar sinnar þáði Ólafur Ragnar sæti í farrými fjársafnara og fjarlægðist þjóð sína á flughraða eftir það. Þrátt fyrir að hann hafi nýlega muldrað nokkur iðrunarorð vegna framgöngu sinnar er ekkert sem enn bendir til þess að þau orð hafi komið frá hjartanu. Því eru ekki miklar líkur á að forsetinn muni standa með þjóðinni nú þegar hann fær væntanlega síðasta tækifærið á ferlinum til þess að gera það. Morgunblaðið/Ómar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykja- vík. Stofnað 1913 Útgefandi: Ós ar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.