SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 35

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 35
22. nóvember 2009 35 Heimildir úr enskum orðabókum styðja frásögn Fiskes um að á 14. og 15. öld hafi biskup í skák heitið alfin í ensku. Orðið biskup hafi ekki komið inn í enska tungu sem taflmaður fyrr en á seinni hluta 15. aldar. Má leiða rök að því að biskup í skák komi fyrst fram á Íslandi. Lewistaflmennirnir eru taldir vera frá 1150 til 1200. Berast þá böndin að íslensku biskupunum sem réðu til sín útskurðarmeistara og sendu gjafir út um heim, en kirkjan var oft hvati lista og menningar. Á Íslandi var enginn konungur, æðstu valdsmenn voru bisk- uparnir. Vel má geta sér þess til að íslensku bisk- uparnir, sem litla reynslu höfðu af hernaðarlist, hafi talið tilhlýðilegt að mennirnir við hlið konungs- hjónanna væru biskupar. Athyglisvert er að hrókarnir í Lewistaflmönnunum virðast helst vera berserkir og sýna myndirnar að þeir bíta í skjaldarrendur. Berserkir eru væntanlega eldri tíma fyrirbrigði og hafa þekkst í Skandinavíu en voru Íslendingum hugleiknir á þessum tíma. Þeir koma fyrir í ritum Íslendinga, Snorri segir frá berserkjum í Heims- kringlu og í Heiðarvígasögu (eða Víga-Styrssögu) er sagt frá berserkjum, og örnefni einnig kennd við þá hér á landi, Berserkjahraun. Ritaðar heimildir um berserki munu ekki miklar frá öðrum löndum. Í Skandinavíu og Þýskalandi er þessi taflmaður nefndur turn, sænska torn, danska tårn. Englendingar tala hins vegar um rook. Hvergi virðist berserkur fá hlutverk hróksins nema meðal Lewistaflmannanna. Riddararnir sitja á hestbaki og í öðrum bæklingi British Museum er bent á að hestarnir beri íslenskt yf- irbragð. Hestarnir eru svo smáir að þeir minna á ís- lenska hestinn og höfuðlagið virðist íslenskt. Lítið ef nokkuð var um slíka hesta í Skandinavíu. Drottningin hefur nokkuð sérstæða gerð, þ.e. hún styður hendi undir kinn og virðist áhyggjufull eða sorgmædd. Minnir þetta e.t.v. á Maríumyndir kirkj- unnar og styður þá tilgátu að mennirnir séu skornir á biskupsstóli. Fyrstu heimildir um skáklist í íslenskum ritum eru frá Snorra Sturlusyni (1178-1241). Telja verður að Snorri hafi haft nokkra þekkingu á skák þó líklegt sé að frásögn hans í Ólafs sögu helga sé af eldra tafli en nú er teflt enda sagt frá atburðum sem gerast um 200 árum áður en sagan er skráð. Í Mágusar sögu jarls sem rituð er á Íslandi líklega 1300-1325 segir frá því að keisari fékk biskupsmát. Snorri nam í Odda hjá Jóni Loftssyni og hefur þá kynnst Páli syni Jóns (1155-1211), sem síðar varð biskup. Páll var við nám í Englandi um 1180 og telur Fiske að þar hafi hann líklega kynnst skáklistinni. Reyndar eru í Englandi við nám á 12. öld fleiri Íslend- ingar, Þorlákur Þórhallsson, síðar helgi (1133-1193) og Hrafn Sveinbjarnarson sem þar var fyrir 1190. Eru því afar líklegt að skáklistin hafi verið þekkt á Íslandi á þeim tíma þegar Lewistaflmennirnir eru smíðaðir. Fundarstaður á sandströnd Taflmennirnir fundust á sandströnd á eyjunni Lewis (Ljóðhús) sem er stærst Suðureyja við Skotland. Bóndi á staðnum er talinn hafa fundið þá þegar hann gróf í sandbakka. Talsverðar vangaveltur eru um hvernig taflmennirnir hafi komist á þennan afskekkta stað. Fundurinn er 78 taflmenn, hluti af 4 taflsettum en tals- vert vantar í settin. Á sama stað fannst beltissylgja og 14 hlutir notaðir við borðspil. Sumar heimildir benda til að þeir hafi verið í einhvers konar kassa. Flestir eru mennirnir gerðir úr rostungstönn en nokkrir úr hval- tönn. Höfundur annars bæklings British Museum virðist telja líklegast að kaupmaður hafi falið mennina þarna og ætlað að sækja þá síðar. Er þá líklega vísað til ýmissa dýrgripa sem fundist hafa fólgnir í jörðu. Einnig má vera að þarna hafi orðið skipstapi og taflmönnunum skolað upp í fjöruna. Ástand mannanna er talsvert misjafnt, sumir sem nýir en aðrir nokkuð laskaðir. Koma þá í hugann sagnir um að biskupsskip sem kom frá Grænlandi fórst um 1266 við Hítarnes og hafa lengi síðan fundist þar rostungstennur í fjörunni. Séð aftan á drottningarnar. Berserkir eða hrókar. Butt of Lewis Port Nis Stornoway Tarbert ReinigeadalBunabhainneadar Leverburgh Huisinis Luskentyra Valtos Fundarstaður taflmannanna Uig LEWIS EYJA NORÐUR ÍRLAND SKOTLAND Belfast Orkney Benbecula HARRIS Fort William PeterheadInverness Thurso Wick Glasgow Dundee Edinborg ENGLAND Riddarar Í gögnum frá British Museum er talið líklegast að Lewistaflmennirnir séu skornir í Noregi og þá í Þrándheimi. Þar hafi verkstæði og tæki og tól til slíks útskurðar verið til staðar og mynstur útskurðarins sé það sem mest var í tísku þar. Jafnframt að lík- legast sé að kaupmaður hafi falið gripina á ströndinni og ætlað að sækja þá síðar. Árið 1832, ári eftir að taflmenn- irnir voru sýndir, ritaði enski fornleifa- fræðingurinn Francis Madden grein, Historical Remarks on the Ancient Chessmen discovered in the Isle of Lewis, þar sem hann heldur því fram að taflmennirnir séu skornir á Íslandi fyrir 1200“. Þessi kenning hefur lítið átt upp á pallborðið. Hér er sett fram sú tilgáta að Lew- istaflmennirnir séu smíðaðir á Ís- landi og þess freistað að rökstyðja það. 1. Ekki er vitað til þess að orðið biskup hafi verið notað um taflmann í Noregi, hvorki áðurfyrr né nú. Það er aðeins notað á Íslandi og í enskri tungu. Heimildir sýna að orðið biskup er notað á Íslandi um 1300 en á Englandi á seinni hluta fimmtándu aldar. Heimildir benda til að um árið 1475 hafi Englendingar hætt að nota orðið aufin og tekið að nota orðið biskup fyrir þenn- an mann. Þegar Lewistaflmennirnir eru skornir eru þess- ir taflmenn aðeins nefndir biskupar á Íslandi og líklegt að þeir séu skornir hér á biskupssetri og biskupi hafi fundist vel við eiga að mennirnir við hlið konungs- hjónanna væru biskupar. Reynist þetta rétt taka Eng- lendingar orðið biskup í skák eftir Íslendingum og dr Helgi Guðmundsson bendir á að þessu tímatali beri saman við ensku öldina þegar samskipti við Englend- inga voru veruleg. Dr Helgi spyr síðan hvort finna megi hvar Englendingar byrji að nota orðið biskup í þessari merkingu, hvort það gæti verið t.d. í Bristol eða á öðrum heimaslóðum þeirra fyrirtækja sem gerðu út á Íslands- mið á þessum tíma. 2. Riddararnir eru á hestum sem virðast vera íslensk- ir, stærð og höfuðlag. 3. Hrókar eru berserkir sem voru mjög ofarlega í hug- um Íslendinga en ekki eru til ritaðar heimildir um þá í Noregi frá þessum tíma. 4. Á þessum tíma eru skreytilist og útskurður þróuð á Íslandi. Mörg dæmi eru og um að bisk- upar á Íslandi senda eða fara með gripi útskorna úr rostungstönn sem gjafir til útlanda. Á biskupsstól- unum unnu listamenn, gullsmiðir og skurðmeist- arar og beinlínis sagt í heimildum að þar hafi ver- ið smíðað úr rostungs- tönnum. 5. Tengsl Íslands við Grænland voru á þessum tíma mikil. Íslendingar námu Grænland og fluttust þangað á mörgum skipum. Grænlendingar áttu því vini og frændur hér. Heimildir segja frá biskupsskipum sem fluttu varning frá Grænlandi á þessum tíma. Tengsl við Grænland rofna þegar Íslendingar eiga ekki lengur skip. Íslendingar höfðu því undir höndum rostungstennur og fleira frá Grænlandi. 6. Skip með Lewistaflmennina frá Íslandi gæti hafa brotnað við eyna Ljóðhús á leið til Dyflinnar og taflmönn- unum skolað upp í sandinn á eyjunni. Það segir nokkuð að mennirnir eru úr 4 taflsettum en vantar í þau öll, sem bendir til að glatast hafi. E.t.v. gætu leynst fleiri gripir þarna í sandinum. Íslendingar seldu varning sinn mikið í Írlandi því að í Noregi þurfti að greiða toll, landaura. 7. Í ritinu Sagnaritun Oddaverja eru leiddar líkur að því að Oddaverjar hafi ritað Orkneyingasögu. Vinátta hefur verið á milli Páls biskups og Orkneyinga á þeim tíma sem hér um ræðir og samskipti talsverð, segja sögur að gjafir gengu á milli. Stutt er þá yfir til Suðureyja. 8. Til gamans mætti setja fram þá tilgátu að Lew- istaflmennirnir hafi verið gerðir undir handarjaðri Páls biskups í Skálholti og smíðaðir af Margréti högu, sem annáluð var fyrir hve oddhög hún var. Mennirnir verið sendir utan til gjafar eða sölu þegar skipið fórst. Tilgáta um taflmenn Biskup.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.