SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 36
36 22. nóvember 2009
Þórey Björk Halldórsdóttir hefur unnið að hönnun í
eitt ár undir merkinu Eight Of Hearts. „Ég hanna fylgi-
hluti, svo sem töskur, slaufur og kraga til að lífga upp
á flíkur, og yfirhafnir, en svo er ég að fara að hanna
kjóla,“ segir Þórey sem útskrifaðist sem fatahönn-
uður úr Listaháskóla Íslands árið 2006.
Hún segir misjafnt hvaðan innblásturinn kemur.
„Ætli ég láti ekki efnin ráða því, hvaða stefnu hönn-
unin tekur,“ segir Þórey en hún vinnur mest með ull,
krepefni, silkiefni og íslenska lopann. „Svo hef ég að-
allega horfti til trúðslegra mynda en innblásturinn
kemur líka frá Íslandi, náttúrunni, þjóðbúningnum og
þessum gömlu fötum án þess að vera of þjóðleg.“
Hönnun Þóreyjar er til sölu hjá Pop Up-markaðnum en að auki er hægt
að hafa samband við hana persónulega. Næsti Pop Up-markaður, að
þessu sinni með jólaþema, verður haldinn 12.-13. desember. Staðsetn-
ing hefur ekki verið ákveðin en þeir sem gerast aðdáendur Milliliðalausr-
ar verzlunar á Facebook fá sendan póst þegar hún liggur fyrir.
Efnin stýra útkomunni
Þórey Björk
Halldórsdóttir með
hönnunargripi sína.
Karl vildi gera kennsluefni fyrir venjulegar konur á öllum aldri en hann segir mikla eftirspurn hafa verið eftir því.
Þ
að er draumur hvers manns að skapa og
miðla öðrum. Þetta er mín leið til að gefa
eitthvað af mér sem kemur til með að
verða til eftir minn dag,“ segir förð-
unarfræðingurinn og tískuspekúlantinn Karl
Berndsen.
„Ég hef oft verið beðinn um að halda námskeið
og fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti miðlað sem
flestum og nýtt tíma minn best,“ segir hann. „Ég
held það sé mikil þörf fyrir þetta hjá konum yfirleitt
– að geta setið heima í stofu yfir einni og hálfri
klukkustund af efni, verið á námskeiði í sínum eig-
in lazyboy og lært. Hugsunin með myndbandinu
var ekki að bæta skrautfjöður í minn hatt heldur að
gera kennsluefni fyrir venjulegar konur á öllum
aldri. Það eru mínar einu áhyggjur, að fólk haldi að
þetta sé sýndarmennska, en þetta er virkilegt
kennsluefni, þetta er bara „Nýjasta tækni og vís-
indi.““
Hræðsla í konum að prófa hlutina
Spurður hvort ástæðan fyrir því að hann ætli að
gefa út þetta kennslumyndband sé sú að hann telji
íslenskt kvenfólk mála sig illa þvertekur hann fyrir
það. „En konur eru oft hræddar við að prófa eitt-
hvað nýtt. Í myndbandinu klippi ég myndirnar
ekki niður í öreindir, heldur geta konurnar séð
förðunina þróast á manneskjunni. Það er meira en
að segja það fyrir förðunarmeistara að láta mynda-
vélina fylgja sér við hvert fótmál gegnum förðunina
en þarna gef ég konum tækifæri til að fylgjast með
ferlinu frá A til Ö.“
Spurður hvað hann telji megi betur fara í förðun
íslenskra kvenna nefnir Karl sjálfan farðann og
augabrúnirnar. „„Less is more“ í mínum huga.
Konurnar velja sér yfirleitt of dökkan farða og í
staðinn fyrir að fylgja augabrúnunum, þá ná þær
yfirleitt 3 metra á undan þeim.
Þarna kenni ég konum að nota farðann rétt. Það
þarf ekki mikið til að fá fullkomið andlit. Þetta fer
allt eftir því hvernig viðhorf þær hafa til farðans.
Það er mín upplifun að konurnar sem hafa séð
myndbandið segist hafa vitað allt sem ég sagði en
það skipti svo miklu máli hvernig ég set það fram.
Þar af leiðandi fá þær öryggistilfinningu. Til dæmis
er einn kafli um augnlínur þar sem ég sýni mis-
munandi áferðir: Þurra, blauta, kremaða eða með
penna. Ég mála alltaf sama augað og konur geta séð
tvær útfærslur hlið við hlið og hversu mikill munur
er á milli þeirra eftir því hvaða áferð er valin.“
Mikil eftirspurn eftir myndbandinu
Karl segir mikla eftirspurn vera eftir kennslu-
myndbandi í förðun. „Það kennsluefni sem hefur
verið gefið út er venjulega tengt snyrtivörufyr-
irtækjum og kostað af þeim og þá er verið að aug-
lýsa einhverja vöru. Þetta myndband er ekki styrkt
af neinu snyrtivörumerki og ég tala ekki um neinar
sérstakar snyrtivörur í myndbandinu sjálfu. Með
þessu vildi ég halda trúverðugleika svo konum
fyndist þær ekki vera að horfa á auglýsingaskrum.
Þetta hefur ekki verið gert í allri Evrópu og ég er
þegar búinn að fá viðbrögð í Lettlandi þar sem
myndbandið er framleitt, þar er því dreift líka og
áhugi á því að þýða það strax yfir á rússnesku.“
Með myndbandinu fylgir 40 síðna bók þar sem
Karl fjallar um sínar uppáhaldsvörur. „Ég tala um
húðhreinsun, útskýri hvað „primer“ og „serum“ er
og af hverju það er notað. Ég veit að þetta mun hafa
áhrif, hvort sem það er á 15 ára stelpur sem eru að
byrja að mála sig eða fimmtugar konur sem eru
farnar að missa sína yngri fegurð og allt þar á milli.“
„Mín leið til að gefa
eitthvað af mér“
Karl Berndsen ætlar að kenna konum að mála sig með Andliti
– kennslumyndbandi í förðun sem kemur út á föstudaginn
Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is
Tíska | Hönnun