SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 37
22. nóvember 2009 37
Í myndbandinu leiðbein-
ir Karl áhorfendum við
förðun frá grunni, notk-
un og umhirðu förð-
unarpensla, sýnir mis-
munandi augnfarðanir
og skyggingar andlitsins
og ýmsar listrænar út-
færslur. Í myndbandinu
er að finna mismunandi
útfærslur förðunar á
konum á aldrinum
sautján ára til sextugs.
Vinkonurnar Hafdís Heið-
arsdóttir og Vilborg Aldís
Ragnarsdóttir settu á fót
hönnunarfyrirtækið Arca De-
sign í haust. Þær hafa
hannað ýmiss konar vörur
úr plexígleri sem eru
fyrirferðarmiklar á borði en
fyrirferðarlitlar í geymslu.
„Þetta byrjaði þannig að
það var nýbúið að ferma hjá
mér og allir diskar sem voru
notaðir undir kökur tóku svo
mikið pláss. Þannig að ég settist niður með Hafdísi og við ræddum um
hvað það væri gaman að eiga kökudisk á standi sem hægt væri að
taka saman,“ segir Vilborg um upphafið.
Vinkonurnar létu ekki þar við sitja og gerðu það sem fæstir gera,
þær framkvæmdu það sem þær töluðu um. „Við settumst niður og fór-
um að teikna og enduðum svo með heila línu. Fyrst teiknuðum við kö-
kudisk og svo kertastjaka og svo komu hinar hugmyndirnar í kjölfarið,“
segir Hafdís. Vörurnar hjá stelpunum eiga það sameiginlegt að vera
eins konar púsluspil sem hægt er að setja saman og taka í sundur.
Þannig tekur kökudiskurinn lítið pláss í eldhússkápnum þegar hann er
ekki í notkun.
„Það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur og þetta hefur undið
rosalega hratt upp á sig og verið lyginni líkast,“ segir Vilborg.
Stelpurnar hafa fengið rífandi viðbrögð og hafa vart undan að fram-
leiða allar þær pantanir sem streyma inn. Fólk sem hefur í hyggju að
gefa vörur frá Arca Design í jólagjöf verður að panta tímanlega þar sem
þær gefa sér tvær vikur í að afhenda vöruna.
En hver var ástæðan fyrir því að þær völdu að vinna með plexígler?
„Það voru nokkrar ástæður fyrir því. Okkur þótti það fallegt og með fal-
legum glans. Eins er bæði auðvelt að meðhöndla það og þrífa,“ segir
Hafdís.
Áhugasamir geta skoðað vörurnar á arcadesign.is og eins eru þær
með síðu á Facebook sem heitir Arca Design Iceland. „Svo verðum við
með opið hús á Miðbraut 9, Seltjarnarnesi, frá kl. 13-17, laugardaginn
21. nóvember. Þar verða allar vörurnar til sýnis.“
signyg@mbl.is
Kökudiskur sem raðað hefur verið saman.
Fyrirferðarmikið á borði en
fyrirferðarlítið í geymslu
Sami kökudiskur tekinn sundur.
Aðventustjaki
kr. 3.680