SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Page 41
22. nóvember 2009 41
Nú styttist tíminn til jóla og
huga þarf að því hvað við ætlum
að gera á þessum tíma. Ætlum
við t.d. að þvo glugga og gard-
ínur? Sumir hengja upp jóla-
gardínur í eldhúsi. Síðan baka
flestir eitthvað eða laga konfekt
og föndra. Best er að taka fram
dagatalið og skrifa inn á það
hvað þið ætlið að gera og hve-
nær, því tíminn líður svo hratt.
Gefið ykkur tíma til að vera
með börnunum eða fjölskyld-
unni við jólaundirbúninginn,
t.d. í föndri, við að laga jólasæl-
gæti eða að rölta í bæinn og
horfa á jólaljósin og allar skreyt-
ingarnar. Það er mikil synd að
tapa yndislegum tíma í stressi
og æsing. Betra er að gera hreint
og viðra út úr skápum þegar fer
að vora og sól er hærra á lofti.
Húsráð
Margrétar
Jólaundir-
búningur
Öngulsstaðasúpan
1 laukur
1 – 3 hvítlauksrif
Matarolía
1 – 2 teskeiðar karrí
1 dós niðursoðnir tómatar (400 gr.)
4 dl fisksoð (vatn og teningar)
1 dós niðursoðnar ferskjur
2 ½ dl rjómi
Ferskjusafi úr dósinni
Laukur og hvítlaukur saxaður og léttsteiktur
með karríi. Niðursoðnir tómatar brytjaðir og
settir saman við ásamt fisksoðinu. Látið
krauma í 5 til 10 mínútur. Skerið ferskjurnar í
bita og setjið út í súpuna ásamt rjóma.
Bragðbætið með örlitlum ferskjusafa.
Uppskriftin er ætluð fjórum.
Rauðlauksmarmelaði
4 meðalstórir rauðlaukar
½ krukka af hindberjasultu
½ krukka af bláberjasultu
2 msk púrtvín
Vanilluduft
Rauðlaukur mýktur í smjöri og svo öllu hrært
saman. Hrefna býður upp á þetta marmelaði
á jólahlaðborði sínu í Öngulsstöðum og segir
það sérlega gott með lifrarpaté.
Heimatilbúið rauðlauksmarmelaði sem ku afar gott með lifrarpaté.
kona og við settum matseðilinn saman og
höfðum gaman. Mörgum þykir það
kannski skrýtið en matar og matargerð er
mitt helsta áhugamál og áður en ég fer að
sofa á kvöldin les ég og stúdera upp-
skriftir!“
Hrefna er ekki með kokka í vinnu
heldur eldar fjölskyldan allt sjálf. „Við
erum með fastan matseðil fyrir vikuna;
sami matur alla mánudaga, ákveðinn
réttur alla þriðjudag og svo framvegis,
sem hljómar ekkert sérlega spennandi
varðandi starfsfólkið – helst vildum við
auðvitað hafa fjölbreytnina sem mesta –
en hér eru alltaf nýir gestir og mestu
skiptir að þeir séu ánægðir. Svona skipu-
lag einfaldar líka vinnuna fyrir okkur.“
Hrefna segist verða vör við að fólk
hugsi meira um hollustu matarins en áð-
ur; að hráefni sem boðið upp á sé gott,
forvitnist um uppruna þess og virðist
spenntari fyrir tengslum við náttúruna
en áður að þessu leyti.
„Ég get sagt með góðri samvisku að
maturinn hér hjá okkur er í hollari kant-
inum. Við eldum ekki úr mikilli fitu, not-
um ekki majones og engin krydd með
aukaefnum. Það er helst að karlmenn
sem koma hingað á fundi kvarti undan
því að það sé óþarfi að bjóða upp á svona
rosalega hollan mat í sveitinni! Þeir vilji
fá sitt feita lambakjöt! En líklega er það
nú meira í gríni sagt en alvöru.“
Talandi um lambakjöt segir Hrefna að
það sé alltaf vinsælast og þegar hópar
komi til hennar í mat sé nær undantekn-
ingarlaust beðið um lamb.
Fegurðin mikilvæg
Hrefna er mikil matarkona eins og áður
kom fram en áhuginn breyttist fyrir
nokkrum árum þegar hún fór að hugsa
um það sjálf að borða hollari mat en áður.
„Það má segja að áhuginn hafi aukist að
vissu leyti og þá fór ég að velta meira fyr-
ir mér innihaldi réttanna; hráefni og
gæðum.“
Hrefna segir það eitt áhugamálanna að
hafa fallegt og snyrtilegt í kringum sig og
segir afar mikilvægt að bera matinn fal-
lega fram. „Umgjörðin skiptir gríðarlega
miklu máli og maður getur stjórnað því
sjálfur að töluverðu leyti hvernig and-
rúmsloftið á staðnum er. Því hef ég
kynnst bæði á jólahlaðborðum og öðrum
veislum hér. Það, hvernig tekið er á móti
fólki og hvernig umhverfið er skreytt,
skiptir miklu máli.“
Ferskjusjúpa Hrefnu sem sló í gegn í sumar, ekki síst á meðal útlendinga.
þegar alvaran tók við, reksturinn á Öng-
ulsstöðum, var hún tilbúin í slaginn.
„Síðan ég byrjaði hér langar mig sífellt að
gera eitthvað nýtt og meira. Prófa mig
áfram, sérstaklega vegna þess hve góð
viðbrögð ég fæ frá gestunum. Sjálfs-
traustið eykst við það.“
Hún hefur nú rekið staðinn í fjögur ár.
Rétt er að taka fram að ekki er um hefð-
bundinn veitingastað að ræða; fólk kem-
ur ekki inn af veginum og kaupir sér mat,
en næturgestum standa máltíðir til boða,
bæði kvölds og morgna. Hrefna tekur
líka oft á móti hópum sem panta sér-
staklega.
Les um mat fyrir svefninn!
Eigendur Öngulsstaða ráku sjálfir ferða-
þjónustuna í ellefu ár áður en Hrefna
kom til sögunnar, en hún hefur nú séð
um staðinn í fjögur ár. Hún segir að mikil
vinna hafi verið lögð í að þróa matseðil og
því engin ástæða til þess að breyta hon-
um í snatri en það hafi þó gerst smám
saman að einhverju leyti. „Svo fórum við
að vera með jólahlaðborð og ákváðum að
hafa það danskt til að vera ekki eins og
allir aðrir. Ég bjó einu sinni eitt ár í Dan-
mörku, hér hjá mér vinnur hálfdönsk
Í takt við tímann
kr.
kg989
Lúxus G
rísabóg
steik
úrbeinu
ðGrillaðu
r kjúkl
ingur,
2l Peps
i eða P
epsi Ma
x
kr.998
ÓDÝRT FYRIR HEIMI
LIÐ
kr.
pk.489
Yogi Te
pakkar
kr.
stk.219
Gunnar
s Sítró
nu
majóne
s
kr.
pk.616
Merrild
Kaffi 10
3