SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Blaðsíða 42
Laugardagur 21.11 kl. 22:50 RÚV Verð- launamynd um Albert Pierrepont, kjörbúð- arsendil og afkastamesta böðul Bretlands, sem tók 608 manns af lífi á árunum 1933 til 55, þar á meðal 47 nasista sem dæmdir voru í Nürnberg-réttarhöldunum og Ruth Ell- is, síðustu konuna sem var hengd í Bret- landi. Aðalhlutverk: Simon Armstrong, Ann Bell, Nicholas Blane, Clive Brunt, Cavan Clerkin. Leikstjóri: Adrian Shergold. bbbnn The Last Hangman Böðullinn Albert Pierrepont að störfum. 42 22. nóvember 2009 Laugardagur 21.11. kl. 19:35 Stöð 2 Það hlaut að koma að því að ein vinsælasta teiknimyndahetja samtímans birtist á tjald- inu. Hér er Grettir karlinn mættur með öll sín aukakíló og ber sig vel. Myndin fjallar eink- um um stormasamt lífið á heimili fressins, þar sem hann þykir full-fyrirferðarmikill á stundum og blóðlatur í þokkabót. Í íslenskri raddsetningu talar Guðmundur Ingi Þor- valdsson fyrir Jón, Vigdís Hrefna Pálsdóttir fyrir Lísu og Grettir er Hjálmar Hjálmarsson. bbbnn Grettir: bíómyndin Rooster Cogburn snýr aftur í True Grit Það var komið fram á árið 1969 þegar vestrahetj- an John Wayne (1907- 79) hlaut náð fyrir aug- um kvikmyndaakdemí- unnar í Bandaríkjunum og vann sín fyrstu og einu Óskarsverðlaun. Þau hlaut hann að sjálf- sögðu fyrir hlutverk lögmanns í vestra, sem nefndist True Grit. Hann segir frá því hvernig ung og ákveðin unglingsstelpa fær karlinn til að leita uppi morðingja föður hennar og harðvítugum ævintýrum þeirra uns markmið- inu er náð. Meðleikarar Waynes voru söngv- arinn Glen Campbell, Kim Darby, Robert Du- vall og Dennis Hopper. Það eru engir aðrir em Coen-bræður sem gera endurgerðina, en þeir Joel og Ethan eru nýbúnir að vinna til fjölda Óskarsverðlauna fyrir nútímavestrann No Country for Old Men. Með hlutverk Cogburns fer Jeff Brid- ges, sem stóð sig m.a. frábærlega í mynd bræðranna um The Big Lebowski. Samleik- ararnir eru heldur ekki af verri endanum, þeir Matt Damon og Josh Brolin. Forvitnileg endur- gerð Coen-bræðra Kvikmyndafréttir Jeff Bridges Leikstjóri: Victor Fleming. Með Judy Garland, Ray Bolger, Jack Haley, Bert Lahr. 1939. 100 mín. Fáar myndir kvikmyndasögunnar eru jafnfullar af æskublóma og hin rómaða Töframaðurinn frá Oz eða „Wizard of Oz“. Hún hefur flest til að bera sem prýtt getur slíka mynd. Sviðsmyndin er ótrúleg furðuveröld, litrík og yfirfull af leynd- ardómum og undraverum. Myndin hefst á sveitabýli í Kansas-fylki. Á það skellur svo hrikalegur skýstrokkur að það tekst á loft með eiganda sínum, henni Dorothy litlu (Judy Garland) og hundinum henn- ar, Toto. Þau lenda í draumkenndri ver- öld sem kallast Oz. Þar er flest eins og í ævintýrabók, mannfólkið, dýrin, gróð- urinn, allt er umhverfið dýrðlega litríkt og heillandi. En Dorothy litla vill samt sem áður komast heim. Það er hægara sagt en gert, til þess þarf hún að ná fund- um og fá samþykki galdrakarlsins sem öllu ræður í Oz. Þetta er myndin sem gerði Garland fræga og sönginn Over the Rainbow, að ævilöngu vörumerki henn- ar. Þá eru þau öll ógleymanleg Jack Haley sem Tinmaðurinn, Ray Bolger sem Fugla- hræðan og Bert Lahr sem Ljónið hug- lausa. Það má segja að textinn í laginu sem gerði Garland að stórstjörnu sé sam- nefnari fyrir ævintýraheim kvik- myndanna. Eru ekki allir sammála? „ Somewhere over the rainbow Bluebirds fly. Birds fly over the rainbow. Why then, oh why can’t I?“ saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndaklassík Galdrakarlinn í Oz – The Wizard of Oz Gamla, gula múrsteinsgatan Judy Garland heillaði sem Dorothy. Myndir vikunnar í sjónvarpi C hristmas Carol, eins og Jó- laævintýrið hans Dickens heitir á frummálinu, er svo sem ekkert ný af nálinni á tjaldinu. Fáar ef nokkrar sögur hafa ver- ið kvikmyndaðar oftar en þessi sígilda dæmisaga um helstu lesti mannskepn- unnar; græðgi, nirfilshátt og slægð. Kvikmyndagerðirnar eru orðnar um 20 talsins, sú elsta frá 1910. Sjálfsagt er nýjasta Jólaævintýrið vandaðasta og tilkomumesta nálgunin til þessa. Leikstjórinn er Robert Zemeckis, sem á að baki fjölda úrvalsmynda og er álitinn einn af færustu mönnum í fag- inu. Hann nýtir nýjustu þrívíddartækni sem er á boðstólum í dag og er kennd við Walt Disney. Að auki betrumbætir hann tölvugrafíkina sem hann notaði í The Polar Express, næstu mynd sinni á undan. Jim Carrey og starfsbræður hans í Jólaævintýrinu leika vissulega í mynd- inni og raddsetja hana en tæknin skrumskælir þá á flestan hátt. Hún er nánast það sem má kalla „leikin teikni- mynd“, en á bak við tölvuvinnsluna má þekkja taktana í Carrey – þótt hann sé afbakaður, teygður og skældur á alla vegu. Að negla Carrey í aðalhlutverk nánasarinnar Ebenesers Scrooges er bráðsmellin hugmynd og með ólík- indum að engum skuli hafa komið slíkt til hugar fyrr en nú. Carrey er algjört kameldýr, á til öll þau margslungnu svipbrigði Scrooges sem krafist er í raddbeitingu og framkomu. Hann fer á kostum sem maurapúkinn Scrooge og fer að auki jafnánægjulega með hlutverk drauganna þriggja sem heimsækja hann á jólanótt; anda liðinna jóla, yfirstand- andi hátíða og síðast en ekki síst anda ókominna jóla. Ekki álitlegur hópur, en hann gefur Scrooge færi á að bæta ráð sitt, opna pyngjuna til hjálpar fátæk- lingum, matarbúr og ekki síst hjarta sitt og örlæti. Andarnir sýna honum hvert hann stefnir að öllu óbreyttu og sá stað- ur er hreint ekki eftirsóknarverður. Scrooge fær loks skilning á því hver sé í rauninni tilgangurinn með komu hátíðar ljóss og friðar. Auk Carreys fara þau Gary Oldman, Colin Firth, Robert Hoskins og Robin Wright Penn með önnur aðalhlutverk myndarinnar, en Jólaævintýrið er fyrst og fremst saga Ebenesers Scrooges og segir Carrey að aðalatriðið við að leika karlinn sé að sýna að hann búi að ein- hverju leyti í okkur öllum. Þessi frábæri gamanleikari hefur tekið að sér að túlka mörg og misjöfn hlutverk í myndum á boð við Liar, Liar; Bruce Almighty; Eternal Sunshine of the Spotless Mind; The Truman Show og Man on the Moon, svo nokkrar séu nefndar sem sýna breidd Carreys sem leikara. Enn bætir Carrey mýjum persónum í sarpinn með Scrooge og jólaöndunum, hann telur að Jólaævintýri Dickens sé ein sú besta um jákvæðar hugarfars- breytingar og persónulegar endurbætur sem skrifuð hefur verið. Hér er fjallað um sögupersónu sem aldrei hefur notið ástar og umhyggju og getur þess vegna ekki endurgoldið hana. Scrooge verður að gjöra svo vel að endurskoða líf sitt, hann fær tækifæri til að sjá hvert stefnir í hans aumu tilveru ef hann bætir ekki ráð sitt. Það er ekki tekið út með sæld- inni að sjá og heyra hvernig hann hefur sólundað lífinu, en þá koma jólaandarnir til hjálpar, þótt óheflaðir séu. Carrey þekkir efnið til hlítar, sá myndina með Alastair Sim frá 1951 í nokkur skipti, en breska leikaranum tókst listilega að flytja Scrooge á tjaldið. Engu líkara en hann væri með óbragð í munninum og sárindi nístu merg hans og bein. Skínandi dæmi um mann sem hefur úthýst ástinni úr huga sínum en eftir standa sárindin sem taka yfir ef menn lifa tilfinningasnauðu lífi. Hin óteljandi andlit Carreys Um helgina hefjast sýningar á nýjustu fjölskyldumyndinni sem byggð er á Jólaævintýri Dickens og er ekkert til sparað. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Fettur og grettur eru fag Carreys og nú hjálpar tæknin honum enn frekar! Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.