SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Síða 48

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Síða 48
Þ að er mjög mikils virði fyrir mig að fá svona bók með yfirliti um ferilinn,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður. Crymogea gefur í dag út glæsilega bók með verkum hans; er þetta önnur bókin í rit- röð Listasjóðs Dungal um íslenska sam- tímalistamenn. „Ég hafði ekki látið mig dreyma um svona verk og var því afar þakklátur þegar mér var boðið til samstarfsins,“ segir Kristinn. „Það hefur reynst talsverð vinna að koma bókinni saman, því ég átti ekki góða eða nákvæma skrá yfir verkin mín. Ég þurfti því að grafa nokkuð djúpt til að komast að því fyrir víst hvað ég hef verið að gera tvo síðustu áratugina eða svo,“ segir hann og brosir. Meðal opinberra verka Kristins má nefna Íslandsklukku við Háskólann á Ak- ureyri, Miðju Reykjavíkur á mótum Að- alstrætis og Hafnarstrætis, Frá draumi til veruleika við IKEA í Garðabæ og Rek (Wegener Skúlptúr) á Miklatúni. Kristinn hefur til að mynda unnið með verk steypt úr pottjáni með ágreypt- um textum, sem oft eru felld í jörðina, hann hefur unnið út frá vatni og höfuð- áttum, út frá ljóðum og hugmyndum um staðsetningar; í grafík og ýmis þrívíð efni. Stærsta verk hans varð síðan til í samstarfi við arkitektana í Stúdíó Granda, um sam- þætta listræna hönnun á bílastæðahúsinu á milli Borgarkringlunnar og Borgarleik- hússins. Gunnar J. Árnason ritaði textann í bókina um Kristin og segir að í verkum sínum fáist hann við „efni, massa og form, eins og búast má við í verkum skúlptúrlistamanna, en það svið sem hann velur verkum sínum er víðfeðmt, reyndar svo víðfeðmt að það verður ekki afmarkað með góðu móti. Verk Kristins fást við víddir staða í rúmi og tíma. Hvernig við tengjumst umhverfi okkar. Hvernig við finnum okkur stað í heim- inum og náum áttum.“ „Snemma á ferlinum gerði ég nokkuð af því að skapa hluti og koma þeim fyrir í umhverfinu,“ segir Kristinn. „Þetta voru viðbrögð við því hvernig listheimurinn er saman settur. Oft ákveða stjórnmála- og embættismenn hvenær myndlist er gerð og hvar henni er komið fyrir, þó svo þeir hafi ekki verið kosnir til listrænna starfa. Sem ungur og hrokafullur maður,“ segir hann og glottir, „fannst mér ekkert frá- leitt að listamenn mættu hafa þetta vald líka. Ég er ekki frá því að það eigi við enn í dag. Það getur verið áhugavert að sjá list þar sem hún á ekki að vera! Staðir, tilefni og aðrir þættir eru líka af listrænum toga. En þessi verk voru sem sagt og eru mjög mikilvæg á mínum ferli og ég sé þau nú í endurliti sem ákveðinn grunn þess sem á eftir kom.“ Myndlist og arkitektúr rekast saman Kristinn þróaði þessar hugmyndir áfram og árið 1998 hélt hann sýningu þar sem hann sýndi ekki þrívíðu verkin heldur ljósmyndir af þeim; sá sem keypti ljós- mynd fékk skúlptúr með og ákváðu kaup- andi og listamaður saman hvar skúlptúrn- um yrði komið fyrir. „Ég vildi fara þessa leið með fólki. Mér fannst þetta vera mín listræna leið til að nálgast venjulegt fólk sem hefði áhuga á að móta sitt umhverfi. Vandamálið var bara það að fólk lét á sér standa, það var ein- hverra hluta vegna ekki tilbúið til þátt- töku, en ég hef samt þá tilfinningu að æ fleiri hafi áhuga á að móta sitt umhverfi með einhverjum hætti í dag. Þetta er ekki auðveld leið, en ég vil halda henni opinni. Undanfarið hef ég unnið með arkitektum Lét sig ekki dreyma um svona verk Í dag kemur út bók um listsköpun og feril Krist- ins E. Hrafnssonar myndlistarmanns. Er það annað bindið í ritröð Listasjóðs Dungal um ís- lenska samtímalistamenn. Myndverk Kristins má sjá víða á opinberum stöðum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Oft ákveða stjórn- mála- og embætt- ismenn hvenær myndlist er gerð og hvar henni er komið fyrir, þó svo þeir hafi ekki verið kosnir til listrænna starfa. „Hér mun eitthvað gerast,“ 1994. 48 22. nóvember 2009 Í Vestur-Afríku sýna ríkisstöðvarnar daglega þætti þar sem ráðherra eða embættismaður situr með merki ríkisins ofan hvorrar sinnar axlar og rabbar einarðlega um áætlun sem stjórnin hefur hrundið af stokkum um að auka hrísgrjónaframleiðslu um 20% á næstu tveimur árum, byggja spítala í afskekktu héraði eða almennt um stórsókn þjóð- arinnar í átt að bættum kjörum, oft undir slagorði landsins sem hljómar eins og stol- ið úr skáldsögu eftir George Orwell: „Vinna – Sameining – Sjálfsagi“. Þegar maður virðir fyrir sér spillinguna og grjótharða lífsbaráttuna á götum höf- uðborga þessara landa eru ávörpin skemmtilegt umhugsunarefni fyrir gest- inn um misgengi skilaboða og veruleika. Fyrir þá sem þurfa að sitja undir þeim eru þau grátt gaman. Draumar embættis- manna og stjórnmálamanna um skipuleg- ar framfarir með réttu framskriði hagtalna og framleiðsluaukningu á ferkílómetra eru mannlausir. Það sem beint virðist liggja fyrir stjórnmálamönnunum eins og að ná tökum á spillingu eða bæta innviði sam- félagsins, byggja upp heilsugæslu, vegi, brýr og samgöngur almennt til að gera þegnunum kleift að taka örlögin í eigin hendur er ekki efst á listanum. Orkan fer í að uppfylla drauma um miklar framfarir með stórum stökkum. Enginn á vegum ríkisins hefur áhuga á að fólk fari sjálft að búa til verðmæti utan skipulags. Stjórn- málamennirnir hafa fyrst og fremst áhuga á stórum samningum, að draga til sín er- lenda fjárfesta, á stórum verkefnum á borð við námugröft eða skógarhögg. Erlend fyrirtæki ganga því gegndarlaust á náttúruauðlindir landanna eða flytja landbúnaðarafurðir þeirra út sem hrávör- ur sem aftur eru seldar á alþjóðlegum mörkuðum með hagnaði sem ekki rennur til baka. Þeir sem hafa upp úr þessu pen- inga eru til að mynda vogunarsjóðir sem einmitt þessa dagana flýja verðbréf og dollara en sýna gulli og kakóbaunum meiri áhuga. Upprunalöndin kaupa síðan hrávöruna aftur í formi neysluvöru. Þrátt fyrir að Fílabeinsströndin sé einn stærsti framleiðandi kaffibauna í heiminum er vonlaust að fá annað kaffi á götum Abidjan en neskaffi. Þrátt fyrir að Gana sé einn helsti framleiðandi kakóbauna í heim- inum drekkur enginn kókómalt nema frá Swiss Miss. Fólk reynir ýmislegt til að bæta sér upp þetta misgengi drauma ráðandi stétta og eigin lífsbaráttu. Í vikunni sem leið dóu átján manns þegar ólögleg gullnáma í Gana hrundi. Í fréttatilkynningu frá stjórnvöldum kom fram að stefnt væri að því að draga stórlega úr ólöglegum námu- greftri og að ráðuneyti námumála í Accra hefði áætlanir um að draga um allt að 70% úr óleyfilegri nýtingu góðmálma á næstu 18 mánuðum. Um leið var tekið fram að erlend námufyrirtæki hefðu þungar áhyggjur af gullgreftri utan kvóta. Okkar nýfrjálsa land hefur um áratuga- skeið lifað við samskonar togstreitu. Ann- ars vegar skilgreindi alþjóðahagkerfið efnahagslífið þannig að við ættum að flytja út fisk og lokka erlenda fjárfesta til að byggja málmbræðslur og undir þetta tók hin ráðandi stétt. Hins vegar hafði al- menningur drauma um fjölbreytt og lif- andi samfélag þar sem hver og einn hefði möguleika á að taka örlögin í eigin hendur og láta til sín taka. Það var síðan söguleg tilviljun að baráttan fyrir frjálslyndi lenti í tveimur hólfum sem hugmyndafræðilega gátu ekki komið sér saman um neitt. Ann- ars vegar börðust frjálshyggjumenn fyrir því að eftirlenduhöftin á efnahagslífinu yrðu afnumin. Að við fengjum að ferðast og versla og búa til fyrirtæki á sömu for- sendum og íbúar fyrsta heimsins en það væri ekki undir embættismönnum með staðaldrauma komið hver fengi að gera hvað. Hins vegar barðist ysta vinstrið fyrir kvenfrelsi, réttindum samkynhneigðra, frjálslyndi í siðferðismálum og réttlátri dreifingu efnislegra gæða. Þessir pólar hafa fyrir löngu mæst í miðju sem myndar meirihluta okkar lands. Á krepputímum hafa hinar ráðandi stéttir þó aftur fundið fjölina sína. Stjórnmálamenn og eftirlendurekendur eru nú aftur aðalkall- arnir. Hvorki stjórnvöld né stjórnarand- staða geta sett fram á ljósan hátt þá sýn að hlutverk þeirra sé að efla sjálfsþurft þegn- anna. Því fer nú fram í íslenskum fjöl- miðlum karp um stefnumál þar sem íbúar landsins eru ósýnilegir. Allt sem sést eru draumar stóratvinnurekenda og stjórn- málamanna um framleiðsluaukningu, at- vinnuþátttöku og erlenda fjárfestingu undir slagorðum sem gætu verið úr skáld- sögu eftir George Orwell. Slagorð á borð við „Endurreisn – Framfarir – Uppbygg- ing“. Þessi slagorð koma venjulegu fólki ekkert við. „Vinna – Sameining – Sjálfsagi“ eru slagorð sem höfundur segir iðulega heyrast hjá Afr- ískum leiðtogum. Slagorðin hér eru „Endurreisn – Framfarir – Uppbygging“. Reuters Skilaboð til fjöldans Því fer nú fram í íslenskum fjöl- miðlum karp um stefnumál þar sem íbúar landsins eru ósýnilegir. Fjölmiðlar Kristján B. Jónasson kbj@crymogea.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.