SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 50
50 22. nóvember 2009
B
ókin heitir Mynd af Ragnari í Smára en gæti
hafa heitið „Mynd af ólýsanlegum manni,““
segir Jón Karl. „Ragnar var ekki bara gríð-
arlega afkastamikill á akri menningarinnar,
heldur líka stórtækur atvinnurekandi, annar eigandi
Smjörlíkisgerðarinnar Smára og Sápugerðarinnar Mána
og átti í fleiri fyrirtækjum, þar á meðal brennisteins-
vinnslu í Mývatnssveit. Drjúgur hluti af því sem Ragn-
ar gerði var þó unninn bak við tjöldin, án þess að nafn
hans kæmi beinlínis fram.“
Jón Karl nefnir sem dæmi að Ragnar hafi verið
virkari við uppbyggingu bókafélagsins Máls og menn-
ingar en menn hafi almennt gert sér grein fyrir. „Hann
var á fjórða áratugnum eldheitur kommúnisti og
stjórnarformaður Heimskringlu, sem var fyrirrennari
Máls og menningar. Ég held að hann hafi átt umtals-
verðan þátt í því hvað Mál og menning varð á skömm-
um tíma fjölmennur bókaklúbbur. Þetta kemur fram
þegar hann skrifar Bjarna Benediktssyni 15 árum síðar
og býðst til að fræða forkólfana í Almenna bókafélag-
inu um það hvernig þeim í Máli og menningu tókst svo
vel upp við að safna áskrifendum. Bréfið leiðir enn-
fremur vel í ljós að Ragnar vann ötullega að því að
koma AB á legg.“
Þegar Jón Karl er spurður út í óvenjulegan tíma-
ramma verksins, þá ákvörðun að segja ævisögu manns
með því að beina sjónum að þremur dögum úr lífi
hans, segist hann hafa hugsað bókina með hliðsjón af
þeirri fagurfræði sem kennd er við „pars pro toto“,
hluta fyrir heild. „Frekar en að skrifa tæmandi annál
yfir allt sem Ragnar gerði, reyni ég að beina athyglinni
að afmörkuðum viðfangsefnum og kafa dýpra ofan í
þau. Til að mynda var Ragnar í nánum samskiptum við
marga íslenska myndlistarmenn, svo sem Jóhannes
Kjarval, Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason, Ásmund
Sveinsson og Sigurjón Ólafsson, en sá kafli sem er helst
helgaður myndlistarþættinum í lífi hans fjallar um
samskipti Ragnars við Jón Stefánsson. Ég valdi Jón,
hann bjó lengst af í Danmörku og átti í skemmtilegum
bréfaskiptum við Ragnar. Kaflinn er um leið lýsandi
fyrir afstöðu Ragnars til myndlistarinnar og framlag
hans á þeim vettvangi, til að mynda með listaverka-
kaupum, útgáfu á listaverkabókum og aðstoð við und-
irbúning sýninga.“
Auk þess að styðja myndlistarmenn var Ragnar
um fimmtíu ára skeið formaður Tónlistarfélagsins, sem
stóð fyrir óperusýningum, flutti fræga tónlistarmenn
til landsins og annaðist rekstur tónlistarskóla og
hljómsveitar sem varð vísirinn að Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Mikilvirkastur var hann þó líklega sem for-
leggjari bókaútgáfunnar Helgafells.
„Ragnar gaf út hátt í þúsund bækur á sínum ferli.
Það væri að æra óstöðugan að ætla að rekja allt það
starf,“ segir Jón Karl. „Ég lýsi hinsvegar samskiptum
hans við valda rithöfunda, meðal annars Elías Mar,
Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson, Davíð
Stefánsson og Halldór Laxness. Hver og einn þessara
höfunda dregur fram ákveðna hlið á honum, auk þess
sem ljósi er varpað á samskipti hans við þýðendur og
prófarkalesara og hugkvæmni hans við að auglýsa og
selja bækur.“
Samúraí með sverð á lofti
Þær heimildir sem Jón Karl hafði aðgang að réðu
vissulega nokkru um það hvernig saga Ragnars er
sögð. Hann segir mestar og bestar heimildir hafa varð-
veist frá fimmta og sjötta áratugnum, en það er jafn-
framt sá tími þegar Ragnar er hvað virkastur í menn-
ingarlífinu.
„Dýrmætustu heimildirnar fékk ég frá Jóhannesi
Nordal, bréf sem Ragnar skrifaði Ólöfu, eiginkonu Sig-
urðar Nordals, milli 1951 og 1957 þegar þau voru búsett
í Kaupmannahöfn. Það hafði áhrif á að ég ákvað að láta
söguna gerast á þremur dögum í desembermánuði árið
1955. Þeir dagar marka líka sérstök tímamót á ferli
Ragnars sem útgefanda.“
Við lestur á bókinni vekur athygli að Ragnar er oft
æði dómharður um verk listamannanna vina sinna.
„Einn af yngri höfundum Helgafells, Jóhannes Helgi,
tók einhverju sinni svo til orða að Ragnar væri samúraí
með sverð á lofti sem ýmist kvistaði listamenn niður
eða slægi þá til riddara, en þá aðeins til þess að höggva
af þeim hausinn síðar. Staðreyndin er hins vegar sú að
við erum flest æði dómhörð um annað fólk og gjörðir
þess, ekki síst þá sem við þekkjum best og þykir jafn-
vel vænst um,“ segir Jón Karl. „Ég vonast til að bókin
varpi ljósi á hve menn á borð við Ragnar, Halldór Lax-
ness, Gunnar Gunnarsson, Jón Helgason prófessor og
Bækur
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Einstakur í sinni röð
Mynd af Ragnari í Smára
nefnist ný bók Jóns Karls
Helgasonar, rithöfundar
og bókmenntafræðings,
um iðnrekandann og
menningarfrömuðinn sem
kom út í vikunni. Bókin
gerist á þremur dögum
árið 1955 er Ragnar var á
leið á Nóbelshátíðina í
Stokkhólmi.