SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Síða 51
22. nóvember 2009 51
Þ
egar Ragnar lýsir eftir á
komu sinni í íbúð Jóns
Stefánssonar listmálara
og eiginkonu hans við
Breiðgötu 10 er eins og hann hafi í
huga ævintýrið um Hans og Grétu
eða stílfærða sviðsetningu úr
þýskri kvikmynd frá millistríðs-
árunum, til dæmis Nosferatu frá
1921. „Erna kallaði fram hásri
röddu og ég svaraði dimmum rómi
og hurðin opnaðist en Erna stóð í
gættinni fáklædd eins og vant er og
furðuljót og skuggaleg. Samt brosti
hún í gegnum hárflyksurnar og
lýsislækina, sem flutu um fésið, og
spurði: Har De penge med til
meg?“ Ragnari hefur aldrei þótt
mikið til Ernu Grünth koma en frá
því að þau Jón gengu í það heilaga
fyrir tæpum fjórum árum –
skömmu eftir 71 árs afmæli brúð-
gumans – hefur hún verið hálfgerð
pest, holdgervingur alls þess versta
sem Ragnar hefur mátt kljást við í
hlutverki sínu sem bakjarl ís-
lenskra listamanna og menningar-
lífs.
„Hún var alveg að gera út af við
mig, síhringjandi, sníkjandi, blaðr-
andi og flaðrandi. Það er ljóta
flagðið,“ sagði Ragnar í lok fyrsta
árs þeirra Jóns og Ernu í hjóna-
bandi. Á næstu misserum hlóðust
bréf frá frú Stefánsson upp á skrif-
stofunni hjá Ragnari, óopnuð. Vik-
ur og mánuðir liðu og í hvert sinn
sem hann rak augun í umslögin
hugsaði hann með sér: „Nú verð ég
að taka mig til einhvern daginn að
lesa bréfabunkann frá henni.“ En
hann kveið því verki og trassaði
það áfram.
Hann á sérstaklega óskemmti-
legar minningar frá sumrinu 1952
þegar þeir Þorvaldur Skúlason að-
stoðuðu Jón við að safna saman
málverkum í Reykjavík fyrir yf-
irlitssýningu sem Menntamálaráð
skipulagði. Ragnari fannst nógu
erfitt og reyna „á fínu taugarnar að
ganga í hús og biðja fólk að leyfa sér
að vaða á skítugum skónum inn um
helgidóma þess og fara svo fram á
að taka með sér dýrmætustu eignir
þess, heimilisprýði og andlegan fé-
lagsskap, listaverkin af veggj-
unum“. En það þyngdi sporin enn
frekar að hafa „Ernu Grünth á hæl-
um sér“. Til allrar hamingju var
Þorvaldur fyrirtaks félagsskapur,
„ég vil leyfa mér að segja einn ynd-
islegasti og gáfaðasti maður, sem ég
hefi átt samskipti við“, sagði Ragn-
ar að söfnuninni lokinni.
Á stundum gat hann líka gleymt
sér andspænis „þeim dásamlegu
myndum öllum sem Jón hefir mál-
að“; hann finnur enn „hraðann á
blóðrásinni margfaldast“ þegar
hann hugsar til þeirra.
Ekki líta allir Ernu sömu augum.
Í kjölfar andláts Jóns snemma á
sjöunda áratugnum vottar Valtýr
Pétursson, listgagnrýnandi á
Morgunblaðinu, ekkjunni samúð
og færir „henni þakkir fyrir ómet-
anlegan stuðning, er hún veitti
manni sínum, fyrir þá umönnun,
er hún sýndi hinum mikla málara“.
Valtýr er kannski ekki sérfróður
um sambúð þeirra hjónanna en
vissulega gengur Erna erinda eig-
inmannsins þegar hún abbast upp á
Ragnar. Bréfin hennar eru hvað
efnið snertir ekki ýkja frábrugðin
þeim bréfum sem Ragnar fær frá
Jóni. Seinni ár málarans í Kaup-
mannahöfn hefur Ragnar haft hönd
í bagga með að koma ágóðanum af
sölu verka Jóns heima á Íslandi
áleiðis til Danmerkur. Vegna gjald-
eyrishafta hafa mál æxlast þannig
að Ragnar pantar vörur fyrir Jón frá
Winsor & Newton í Englandi í
gegnum ritfangaverslun í mið-
bænum og sendir þær síðan áfram
til Kaupmannahafnar. „Hvernig er
með penslana – er nokkur von um
að þeir komi fram?“ „Eru pensl-
arnir frá Englandi komnir?“
„Blessaður mundu eftir pensl-
unum.“ Setningar eins þessar eru
orðnar að þrálátu viðlagi í bréfum
gamla mannsins sem á bágt með að
skilja hvers vegna Ragnar er ekki
búinn að skottast í búðina niðri í
Hafnarstræti og þaðan með pakk-
ann í pósthúsið. Þessir snúningar
eru þó léttvægir í samanburði við
umstangið sem bíður þegar Jón
þarfnast hjálpar við að útvega inn-
flutningsleyfi fyrir bifreið sem þau
Erna ætla að nota heima á Íslandi.
Þolinmæðin sem Ragnar sýnir
slíkum óskum byggist á því að ein-
lægur vinskapur ríkir milli þeirra
Jóns. Þá er Ragnar þeirrar skoð-
unar að bestu verk hans eigi „fáa
sína jafningja meðal listaverka
heimsins“. Það skýrir hve duglegur
hann er að kaupa myndir af Jóni.
Á 40 myndir eftir Jón
Eftir fáein ár, þegar hann gerir
talningu á safni sínu, kemur á dag-
inn að það losar um tvö hundruð
verk og þar af eru fjörutíu myndir
eftir Jón, fleiri en eftir nokkurn
annan myndlistarmann. Kjarvals-
málverk Ragnars eru til sam-
anburðar um þrjátíu og myndir
hans eftir Ásgrím Jónsson um tutt-
ugu talsins. Þá eru ótaldar þær
myndir sem Ragnar hefur látið frá
sér í gegnum tíðina, jafn sársauka-
fullt og það getur nú verið. Þau
málverk Jóns sem hanga uppi á
Reynimelnum eru Ragnari hjart-
fólgnari en flest annað. „Ef ég fer
aðeins einn dag að heiman,“ segir
hann, „sakna ég þeirra og fagna
þeim er ég kem aftur eins og börn-
unum mínum og þær mér, svo
samtvinnað er líf mitt þessum göf-
ugu hlutum, sem ég hefi í kringum
mig.“ Þegar Jón og Erna sigldu
heim til Kaupmannahafnar í lok
sumars 1952 hafði Ragnar að vísu
áhyggjur af því að tímabili frjórrar
sköpunar væri lokið í lífi málarans.
„Einhvern veginn finnst mér að
hann muni lítið eiga heima á Fróni
nema hvað hjarta hans verður hér
eftir,“ sagði hann spámannlega og
rökstuddi bölsýnina með vísun til
áhrifa eiginkonunnar. „Hún nær sí
og æ meiri tökum á öllu og hún
vinnur, daglangt og árlangt, að því
að fjarlægja hann öllum háska.
Listin hættir þá væntanlega fljót-
lega að kalla á hann á sinn fund.
Það er slæmt áfall þegar maður
hefir heillast til að velja svo
óheppilega milli tveggja ástmeyja.
Hamingja okkar er að Jón hefir af-
rekað það, sem hún nær ekki til að
uppræta.“ Þau verk sem Jón hefur
sýnt opinberlega síðan hafa af-
sannað þessa hrakspá. Á umtalaðri
sýningu sem málararnir í Nýja
myndlistarfélaginu skipulögðu í
salarkynnum Þjóðminjasafnsins
fyrir rúmu ári hreifst Ragnar fyrst
af verkum Ásgríms Jónssonar og
fannst eitt andartak að myndir
Jóns, sem hann hafði virt fyrir sér í
öðrum sal, yrðu í huganum „að
veiku nöldri“. En þegar hann
skoðaði þær að nýju féll hann bók-
staflega „í stafi af djúpri aðdáun,
myndirnar eru svo segulmagnaðar,
þær draga mann endalaust á tal við
sig eins og kona sem er löðrandi í
sexapíli“. Og allra nýjustu myndir
Jóns, þær sem Ragnar sá fyrir tæp-
um mánuði í Listamannaskálanum
í Kirkjustræti, hafa óvænt vakið
þann grun að sambúð listamanns
við manneskju eins og Ernu geti í
raun verkað eins og vítamínsprauta
á sköpunargáfuna. Þessi málverk
eru svo stórkostleg að þau geta af
sér nýja kenningu, sem Ragnar
meitlar niður í eina setningu:
„Kannski er manninum brýn þörf
að hafa djöfulinn í slefi til þess að
þjáning listarinnar fái notið sín.“
„Har De penge med til meg?“
Frúin endurtekur spurningu sína
meðan Ragnar fer úr skónum.
Hann virðir hana ekki viðlits held-
ur gengur óboðinn inn í íbúðina í
leit að húsbóndanum, líkt og hann
vilji kenna henni mannasiði með
því að hunsa þá sjálfur. En allt
kemur fyrir ekki. Erna heldur
áfram að heilsa Ragnari með þess-
um orðum næstu árin, meira að
segja af sjúkrabeði sínum á Rík-
isspítalanum í Kaupmannahöfn
eftir fáein ár. Hann kinkar kolli og
réttir henni rúmar níu þúsund
danskar krónur sem hann hefur
fengið frá Útvegsbankanum og
Sjálfstæðisflokknum fyrir málverk
eftir Jón. „Har du ikke mere?“ spyr
hún þá.
Har de penge?
Jón Stefánsson listmálari.
Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon
Ragnar Jónsson í Smára 50 ára.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Kafli úr bókinni Mynd af Ragnari í Smára
Sigurður Nordal áttu í flóknum samskiptum þar sem
persónuleg, pólitísk og fagleg tengsl blönduðust sam-
an. Um miðjan sjötta áratuginn á Ragnar til að mynda
samleið með Gunnari í pólitík en um leið er hann ekki
í vafa um að Laxness beri af honum sem rithöfundur.“
Málverk „löðrandi í sexapíli“
„Ragnar var ákaflega óvenjulegur og flókinn persónu-
leiki og í raun einstakur í sinni röð,“ segir Jón Karl. „Í
honum sameinuðust ýtrustu andstæður. Hann var í
senn sveitamaður og heimsborgari, iðnjöfur og menn-
ingarpostuli, auðsækinn kapítalisti og óeigingjarn jafn-
aðarmaður sem ekkert mátti aumt sjá. Hann var alltaf
með marga bolta á lofti og krafturinn og afköstin slík
að maður furðar sig á að hann hafi gefið sér tíma til að
sofa. En oft lofaði hann upp í ermina á sér og ætlaði
sér um of, fyrir kom að hann týndi handritum og
reyndi örugglega á þolinmæði sinna nánustu.“
Jón Karl bætir við að einlæg ástríða fyrir listum og
menningu hafi verið drifkraftur í lífi Ragnars. „Hann
trúði því að tónlist, myndlist, bókmenntir og aðrar
fagrar listir hefðu mannbætandi áhrif á okkar breysku
sálir. Einhverju sinni orðaði hann þetta svo að ef mað-
ur hengdi gott málverk upp á vegg á einhverju heimili
og kæmi svo þangað aftur ári síðar þá kæmist maður
að raun um að allir fjölskyldumeðlimir væru orðnir
töluvert gáfaðri en þeir voru tólf mánuðum fyrr. Hon-
um var kappsmál að gera íslenskum listamönnum
kleift að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína og
koma þeim á framfæri við heiminn, en jafnframt að
listin og bókmenntirnar væru hluti af daglegu lífi
lærðra og leikra. Þetta útskýrir að hluta til hvers vegna
hann ýtir undir stofnun Almenna bókafélagsins, fyr-
irtækis sem ljóst var að myndi veita hans eigin forlagi
harða samkeppni. Ragnari fannst á þeim tíma sem
hægrimenn á Íslandi hefðu brugðist því hlutverki að
bera menningu á garðana hjá kjósendum sínum. En
um leið hefur Ragnar ákaflega jarðbundna og á stund-
um líkamlega afstöðu til listarinnar. Það er táknrænt
að þegar hann fellur fyrir nýjum málverkum eftir Jón
Stefánsson skuli hann grípa til kynferðislegs mynd-
máls, þær eru svo segulmagnaðar, segir hann í bréfi til
Ólafar Nordal, að „þær draga mann endalaust á tal við
sig eins og kona sem er löðrandi í sexapíli“.
Morgunblaðið/Ómar
„Hann var í senn sveitamaður og
heimsborgari, iðnjöfur og menning-
arpostuli, auðsækinn kapítalisti og
óeigingjarn jafnaðarmaður sem ekk-
ert mátti aumt sjá,“ segir Jón Karl
um Ragnar Jónsson í Smára.