SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 54

SunnudagsMogginn - 22.11.2009, Qupperneq 54
54 22. nóvember 2009 Yfirleitt hefst helgin á heimagerðri pitsu á mínum bæ en nú hefur verið samið um að prófa hamborgara úr ís- lensku hráefni og það verður spennandi að smakka þá. Dagskrá helgarinnar ber þess annars vott að jólin nálg- ast. Á laugardaginn fer ég í árlegt laufabrauð stórfjöl- skyldunnar þar sem við hnoðum, fletjum og skerum yfir 300 kökur. Amma og afi eru bæði frá Ólafsfirði og fluttu þennan sið með sér suður yfir heiðar fyrir rúmum 60 ár- um. Þarna mætast fjórir ættliðir og er ávallt mikið fjör og miða ég formlegt upphaf jólaundirbúnings við laufa- brauðið. Ég ætla þó að reyna að komast út klukkan fjögur og mæta á opnun á sýningu á hönnun Steinunnar Sigurð- ardóttur á Kjarvalsstöðum. Lista- safn Reykjavíkur hefur staðið sig vel í að sýna íslenska hönnun og þessi sýning er spennandi liður í því. Á sunnudag er áframhald- andi jólaundirbúningur með jólaföndri í Laugarnesskóla þar sem við Tómas eldri sonur minn ætlum að búa til eitthvað fallegt með öllu því skemmtilega fólki sem þar verður. Síðan verðum við líklega að skella okkur á Borgarbókasafnið því það eru tvær bækur sem við þurfum að skila. Helgin mín Ágústa Kristófersdóttir sýningastjóri í Þjóðminjasafni Íslands Laufabrauðsskurður og hönnunarsýning Ó skaplega hefur hann Jón Leifs verið erfiður maður. Ekki síður en mestöll sú tónlist sem hann samdi. Auðvelt er að setja sig í spor vina hans, sem einn af öðrum hurfu á braut eftir því sem árin liðu; yfirgangurinn, vænisýkin, dómharkan, afbrýðisemin, allt virðist þetta hafa verið með ólíkindum. Jóni Leifs virðist hafa tekist að hleypa öllu í bál og brand á skemmri tíma en flestum öðrum mönnum. Hann gerði kröfur til allra í kringum sig, miklar kröfur, en einnig til sköpunarverka sinna; þar sem annars staðar leið hann engar málamiðlanir. Þegar hann kom til Íslands eftir að hafa lokið námi í Þýska- landi gat hann ekki sætt sig við tónlistarlífið í Reykja- vík og skrifaði svo harðorða grein í Morgunblaðið, að vinur hans þáverandi, Páll Ísólfsson, fékk birta grein í blaðinu daginn áður, „til að afstýra stórslysi“, og hvatti lesendur til að kynna sér efni greinar Jóns for- dómalaust. Eftir að hafa átt samtal við Jón í tilefni sextugs- afmælis hans árið 1959 skrifaði Matthías Johannessen í dagbók sína að Jón væri „of fyrirferðarmikill fyrir okk- ar litla samfélag. Hann nær sér á strik dauður“. Matt- hías hafði rétt fyrir sér – tíminn þurfti að líða til að tónsmíðar Jóns Leifs, „ómur elds og ísa“, fengju að að heyrast og nytu athygli. Með Jón Leifs – Líf í tónum hefur Árni Heimir Ing- ólfsson skrifað merkilega ævisögu, dramatíska sögu listamanns sem var vissulega stórbrotinn þegar best lét, en afskaplega breyskur maður. Um leið er þetta harmsaga fjölskyldu Jóns. Önnur dóttir hans drukknar, hin börnin tvö hverfa inn í myrkan heim andlegra sjúkdóma. Fyrsta eiginkona Jóns, hin gyðingættaða Annie, fórnar lífinu, ef svo má segja, fyrir tónskáldið. Löngu eftir að Jón fer frá henni í Svíþjóð er hún orðin einstæðingur hér uppi á Íslandi „og hímdi tímunum saman á gangstéttinni sunnan við Freyjugötu og mændi yfir götuna á húsið þar sem Jón hafði búið sér nýtt líf með þriðju eiginkonu sinni …“ Þá er þetta mikla verk Árna Heimis einnig, og ekki síst, saga tónsmíða Jóns. Í uppbrotsköflum fjallar hann á knappan en auðskiljanlegan hátt um einkenni helstu verka Jóns, stílbrögð og að hverju tónskáldið stefndi. Þar nýtur sérþekking tónlistarfræðingsins sér vel. Bók- in er samt ætíð læsileg og í raun afar lipurlega stíluð; þessir heimar, tónlistin og saga Jóns og fjölskyldunar, renna hnökralaust í eina áhugaverða heild. Augsýnilega hefur höfundurinn leitað fanga víða, og haft góðan aðgang að heimildum á borð við einkabréf. Þá átti hann samtöl við ýmsa sem þekktu tónskáldið persónulega eða hafa kynnst sér verk Jóns vel. Heim- ilda- og tilvitnanaskrá, auk skrár yfir öll fullgerð tón- verk Jóns Leifs, er alls um 100 blaðsíður. Árni Heimir rekur sigurför verka Jóns á síðustu ár- um, hvernig þau hafa í raun verið uppgötvuð, en segir að því verði ekki neitað „að Jón var mistækur lista- maður. Mörg tónverk hans eru stórbrotin og áhrifa- mikil en önnur eru rýr og fram úr hófi langdregin“. Þessi ævisaga mun án efa auka áhuga á verkum Jóns Leifs hér á landi, hjálpa fólki að skilja um hvað þau eru, eftir hverju tónskáldið var að slægjast og hverju hann dreymdi um að ná fram. Þessi saga er verðskuldaður minnisvarði um óvenjulegan og erfiðan listamann. Erfiður maður, harmrænt tónskáld Bækur Jón Leifs – Líf í tónum bbbbb Ævisaga eftir Árna Heimi Ingólfsson 472 bls. Mál og menning, 2009 Einar Falur Ingólfsson „Með Jón Leifs – Líf í tónum hefur Árni Heimir Ingólfsson skrifað merkilega ævisögu, dramatíska sögu listamanns sem var vissulega stórbrotinn þegar best lét, en afskaplega breyskur maður. Um leið er þetta harmsaga fjölskyldu Jóns. “ Morgunblaðið/Kristinn Högna Sigurðardóttir arkitekt varð áttræð á dögunum og af því tilefni hefur verið efnt til sýningar á Kjarvals- stöðum þar sem verk hennar eru kynnt – en Listasafn Reykjavíkur fékk nýlega teikningasafn hennar að gjöf. Högna hefur lengst af starfað farsællega í Frakklandi, þar sem hún hlaut menntun sína, þótt vissulega hafi hún einnig mótast af umhverfi æskustöðvanna á Ís- landi. Sýningin ber yfirskriftina „Efni og andi í bygg- ingarlist“ og hverfist um verk sem hún hefur unnið hér á landi, og má þar nefna Hafsteinshús í Garðabæ sem sérfróðir telja með bestu húsum sem reist hafa verið í Evrópu á síðustu öld. Sýningin, sem staðsett er í opnu rými fyrir framan austursal safnsins, samanstendur af grunnteikningum, líkönum, ljósmyndum og skýring- artextum, auk myndbands með viðtali við Högnu. Hafsteinshús, reist 1965-1968, er gott dæmi um „efni og anda“ sem vísað er til í yfirskriftinni en skoða má stórt líkan af húsinu á sýningunni. Jarðefni, eða torf og grjót (í steypuformi), eru áberandi einkenni á húsinu sem líkt og rís upp úr jörðinni, í anda torfbæjanna gömlu. Húsið er skjól fyrir veðri og vindum og ber nokkurn keim af helli eða byrgi þar sem birta kemur að miklu leyti ofan frá, en hún streymir niður meðfram miðlægum, steyptum arni. Þá eru glugga-„raufar“ staðsettar ofarlega í veggjum sem eru, ásamt hús- gögnum, steyptir úr ómeðhöndlaðri steypu, svokallaðri Jörð, veður, skjól Myndlist Högna Sigurðardóttir Anspach – Efni og andi í byggingarlist Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Til 31. janúar 2010. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Guja Dögg Hauksdóttir. Anna Jóa sjónsteypu. Í því samhengi verður manni hugsað til klettaveggja og eldvirkni Vestmannaeyja, þar sem Högna ólst upp. Eldur í hjarta heimilis, viður, m.a. í rennihurðum, og gróður skapa hlýju. Áhrif náttúrunn- ar birtist í þeim hreyfanleika sem einkennir opin, breytileg rými húsakynnanna. Útsýni er mikilvægur þáttur í hönnun Högnu og stórir gluggar á völdum stöðum vísa út í garð og undirstrika tengingu við nátt- úruna og hinn ytri heim. Í tillögu að kirkju í Vestmannaeyjum, guðshúsi sem fellur vel að landslaginu, má sjá beina skírskotun til hins andlega með notkun ofanbirtu, líkt og í Hafsteins- húsi. Þar er gert ráð fyrir að gestir séu beinlínis leiddir eftir dimmum göngum „niður“ í kirkjuskipið þar sem birta streymir inn af himnum ofan. Ennfremur má skynja kraftbirtingu náttúrunnar þegar setið er í úti- kapellu undir berum himni þar sem hafið blasir við kirkjugestum. Byggingar Högnu eru þannig jarðbundnar og háleitar í senn. Hún tekur mið af umhverfinu og þörfum fólks og skapar skilyrði sem henta mismunandi blæbrigðum tilverunnar, í einkarými jafnt sem í almenningi. Uppsetning sýningarinnar er prýðileg; auðvelt er að glöggva sig á teikningum samfara greinargóðum en hnitmiðuðum skýringartextum og ljósmyndum af byggingunum. Þá er vel til fundið að sýna ljósmyndir úr einkaalbúmum íbúanna – en þær varpa ljósi á hinn mannlega þátt: tilveruna sem húsin rúma. Uppstækk- aðar ljósmyndir af grasi, steypu og náttúrugrjóti undir- strika efnisnotkun Högnu og þær skírskotanir sem í henni búa, auk þess að ríma á ýmsan hátt við við bygg- ingarlist og umhverfi Kjarvalsstaða. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.