Morgunblaðið - 17.11.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 17.11.2009, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 309. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «ÍÞRÓTTIR 700 KEPPTU Í HÓPFIM- LEIKUM Á AKRANESI «AFLISTUM Unforgettable Fire er meistaraverk U2 96 ára Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is FORGANGSKRÖFUR í þrotabú Landsbankans nema 1.273,5 millj- örðum króna. Þetta er sú upphæð sem eignir þrotabús Landsbank- ans þurfa að standa undir, en það sem út af stendur mun falla á skattgreiðendur. Langstærstur hluti forgangskrafna er vegna breskra og hollenskra innistæðu- eigenda. Samkvæmt nýjasta mati skilanefndar Landsbankans nema eignir gamla bankans um 1.195 milljörðum króna. Miðað við þær forsendur verða endurheimtur vegna forgangskrafna um það bil 94%. Því standa um 80 milljarðar út af. Þá er ekki tekið tillit til vaxtakostnaðar vegna láns trygg- ingasjóðs innistæðueigenda. Kröfur í þrotabú Landsbankans voru í heild 12.053, en um það bil helmingur þeirra barst á síðustu tveimur dögunum áður en kröfu- lýsingarfrestur rann út. Ekki hef- ur tekist að fara yfir allar kröfur, en eitthvað er um að kröfuhafar lýsi kröfum í þrotabúið oftar en einu sinni. Kröfulýsingafrestur í þrotabú Landsbankans rann út 20. október síðastliðinn. Reiknar með betri heimtum „Ég á nú reyndar von á því að endurheimtur úr búinu hækki frekar en hitt,“ segir Gylfi Magn- ússon viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Þegar upp er staðið eru ágætar líkur á því að höfuðstóllinn greiðist allur upp með eignum þrotabúsins. Því mið- ur er þó allt útlit fyrir að ekkert fáist upp í vaxtagreiðslurnar,“ segir Gylfi. Lykilatriði er hversu hratt tekst að vinna úr eignum Lands- bankans að sögn Gylfa. Sam- kvæmt áætlunum skilanefndar munu fyrstu greiðslur inn á höf- uðstól Icesave-lánsins hefjast í lok þessa árs. „Gert er ráð fyrir að greiða inn á höfuðstólinn á næstu sjö árum, en vonandi verður hægt að ljúka því á skemmri tíma,“ seg- ir Gylfi. Að sögn Gylfa er rétt að miða ennþá við fyrri áætlanir um heild- arvaxtagreiðslur, sem gera ráð fyrir einum milljarði evra í vaxta- kostnað fyrir íslenska ríkið. Á gengi dagsins í dag nemur það tæplega 184 milljörðum króna. Kröfuskrá Landsbankans er nú aðgengileg kröfuhöfum bankans á lokuðu vefsvæði. Í byrjun næstu viku verður opinn fundur kröfu- hafa þar sem kröfuskráin verður kynnt. Forgangskröfur nema 1.274 milljörðum króna Morgunblaðið/Golli Kröfur Heildarfjöldi krafna í þrotabú Landsbankans var 12.053, en u.þ.b. helmingur þeirra barst á síðustu tveimur dögum fyrir kröfulýsingarfrest. Endurheimtur miðað við nýjasta mat skilanefndar Landsbankans á eignum þrotabús munu nema tæplega 94% FRUMVARP fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbind- inga var afgreitt úr fjárlaganefnd í gærkvöldi og kemur væntanlega til annarrar umræðu á Alþingi einhvern næstu daga. Meirihluti nefndarinnar féllst á frumvarpið en minnihlutinn vildi fá tækifæri til að ræða málið bet- ur í nefndinni. Málið var afgreitt í miklum ágreiningi. Fulltrúar í fjárlaganefnd fengu umsagnir efnahags- og skattanefndar um hádegið í gær. Þaðan bárust fjögur minnihlutaálit og voru stjórnarflokkarnir ekki samstiga. Frumvarpið er harkalega gagnrýnt í tveimur umsögn- um, annars vegar sjálfstæðismanna og framsóknar- manna og hins vegar fulltrúa Hreyfingarinnar. Í fyrr- nefnda álitinu kemur fram sú skoðun að þeir efna- hagslegu fyrirvarar sem Alþingi gerði í sumar séu að engu orðnir. Þá er því haldið fram að vegna alvarlegs misskilnings samningsaðila séu Íslendingar að skuld- binda sig til að greiða allt of háa vexti. Telja þingmenn- irnir að vextir ættu að taka mið af því að um væri að ræða ríkisábyrgð á láni milli ríkisstjórna en ekki fyrirtækja. Þór Saari, fulltrúi Hreyfingarinnar, telur erlendar skuldir ríkisins hugsanlega óviðráðanlegar og varar við flótta fólks og fyrirtækja af landinu verði seilst of langt í skattlagningu til að standa undir þeim. Ekki fengust upplýsingar um minnihlutaálit Samfylk- ingar og VG þegar eftir því var leitað. Var vísað til þess að þau yrðu birt með niðurstöðu fjárlaganefndar. | 2 Meirihluti fjárlaganefndar vill samþykkja Icesave-frumvarp Málið afgreitt í ágreiningi  HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann, sem var handtekinn í tengslum við skotárás í Þverárseli í Seljahverfi í Breið- holti, í gæsluvarðhald fram á föstu- dag, meðal annars vegna tilraunar til manndráps. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu liggur játning mannsins fyrir. Mildi þykir að húseigandi skyldi sleppa ómeiddur þar sem fimm skotum var hleypt úr haglabyss- unni. Kona var einnig handtekin í tengslum við málið. Parið er talið tengjast húsráðanda með óbeinum hætti, en samkvæmt heimildum unnu konan og maðurinn, sem skot- ið var á, á sama vinnustað. Játaði skotárásina og úr- skurðaður í gæsluvarðhald  TÆPLEGA sextíu Íslend- ingar leika hand- knattleik í fé- lagsliðum í næstefstu og efstu deild í sjö löndum Evrópu. Nær allir hafa þeir fulla atvinnu af að æfa og leika handknattleik. Fyrir utan ofangreindan hóp leik- ur samkvæmt lauslegri athugun að minnsta kosti á þriðja tug Íslendinga með liðum í 3. og 4. deild og jafnvel neðar í Þýskalandi, Noregi og í Dan- mörku og fleiri löndum. Þá er komið út í áhugamennsku þar sem íþrótt- irnar eru oft stundaðar meðfram framhaldsnámi eða vinnu. »Íþróttir Nær 60 Íslendingar leika nú handbolta í Evrópulöndum  TVEIR karlmenn gengu inn í verslunina Pétursbúð við Rán- argötu um kl. 19 í gærkvöldi og kröfðu afgreiðslustúlku um pen- inga. Stúlkan taldi sér ógnað og varð við kröfu mannanna. Að sögn lögreglu voru mennirnir með hett- ur yfir höfði en óvopnaðir. Þeir komust undan og leitar lögregla þeirra. Óljóst er hve háa upphæð þeir fengu afhenta. Tveir karlmenn frömdu rán í verslun við Ránargötu Ársæll Valfells, lektor í við- skiptafræði við Háskóla Ís- lands, segir helsta áhættu- þáttinn í Ice- save-sam- komulaginu vera geng- isþróun íslensku krónunnar. „Ef gengið sígur meira, þá eykst bilið á milli eigna þrota- bús Landsbankans og þeirrar upphæðar sem forgangskröf- urnar eru, krafan á Landsbank- ann er í krónum en skuldbind- ing ríkisins í evrum og pundum,“ segir Ársæll í sam- tali við Morgunblaðið. Gengisáhætta Ársæll Valfells ÞAÐ sem af er ári hafa 3.080 börn fæðst á Landspítala – háskólasjúkra- húsi, á fæðingardeildinni og í Hreiðr- inu. Í fyrra voru fæðingar alls 3.386 talsins og má því telja öruggt að stefni í fæðingamet í ár en í fyrra varð líka töluverð aukning frá árinu 2007. „Við ættum að verða búin að ná sömu tölu og í fyrra núna um miðjan desember,“ segir Guðrún G. Eggerts- dóttir, yfirljósmóðir fæðingardeildar Landspítalans. Mikið álag hefur verið á starfsfólki fæðingardeildar undanfarin misseri, vinnuhlutfall ljós- mæðra hefur ver- ið skorið niður í sparnaðarskyni á sama tíma og barnsfæðingum fjölgar. Allt er þó gert til þess að kon- urnar finni ekki fyrir álaginu og segir Guðrún starfið ganga ágætlega. „Við erum í góðu jafnvægi, en auðvitað er verið að horfa á hvern einasta þátt sem leiðir til sparnaðar í rekstri.“ | 4 Stefnir í fæðingamet hjá LHS á þessu ári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.