Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 Magnaða moppuskaftið Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Húsasmiðjan - Pottar og prik Akureyri - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Skipavík Stykkishólmi - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur - Óskaþrif Hólmavík SÖLUAÐILAR: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is BORGARLEIKHÚSIÐ hefur selt 9.700 áskriftarkort í ár. Eru það fleiri kort en áður hafa verið seld í ís- lensku leikhúsi. Magnús Geir Þórð- arson leikhússtjóri segir þetta mikil verðmæti fyrir leikhúsið. Borgarleikhúsið breytti fyrir- komulagi áskriftarkorta fyrir rúmu ári. Fólki var gert kleift að velja sjálft þær fjórar sýningar sem kortið veitir aðgang að og kynning aukin. Það leiddi til þess að 5.500 áskrift- arkort seldust á síðasta leikári og þótti gott þar sem það var meira en tíu sinnum fleiri kort en selst höfðu síðustu árin þar á undan. Sal- an hefur verið enn meiri á yfir- standandi leikári og seldust 9.700 kort áður en áskriftarsölunni lauk. „Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað aldursskipting í kortun- um er jöfn. Yngri gestunum hefur fjölgað en þeir voru mikið til hættir að kaupa áskriftarkort,“ segir Magn- ús Geir. „Þetta eru mikil verðmæti fyrir leikhúsið. Kominn er traustur hópur leikhúsgesta sem fylgist vel með því sem við erum að gera og sækir margar sýningar. Við erum að treysta böndin við þennan hóp og um leið að tryggja að sýningarnar spyrj- ist út. Við reynum að standa undir væntingum gesta og vera með góðar sýningar þannig að þeir komi aftur,“ segir Magnús Geir. helgi@mbl.is Met í áskriftarkortum  Borgarleikhúsið seldi 9.700 áskriftarkort á þessu leikári  Leikhússtjóri segir þetta mikil verðmæti fyrir leikhúsið Magnús Geir Þórðarson „ÞEIR sem telja sig vera persón- ur í skáldsögum gera það alltaf á eigin ábyrgð,“ segir Kristján Kristjánsson bókaútgefandi, sem m.a. gefur út nýja skáld- sögu Böðvars Guðmundssonar, Enn er morgunn. Helga Kress, pró- fessor í bókmenntafræði, hefur gert athugasemdir við bókina og krafist þess að hún verði tekin af markaði. Bókin fjallar um ungan þýskan tónlistarmann sem flyst til Íslands og kvænist íslenskri stúlku skömmu fyrir seinna stríð. Helga heldur því fram að sagan sé byggð á ævi föður hennar, Brunos Kress, án leyfis og án þess að heimilda sé getið. Helga og Böðvar voru áður í hjónabandi. Kristján segir að ekki verði farið að kröfum Helgu. „Hún sendir höf- undinum þessa kröfu, en það er náttúrlega alls ekki á hans valdi að verða við henni eftir að við erum búin að semja um útgáfu á skáld- sögu. Ég hef engar forsendur til að sannreyna það sem Helga Kress segir um þetta, þetta er skáldsaga og Böðvar hefur áður skrifað skáldsögur sem sækja á sögulegar slóðir.“ Eftir sem áður segir Krist- ján ekki hægt að gera þá kröfu að Böðvar geti heimilda þar sem ekki sé um eiginlegt heimildarrit að ræða heldur skáldskap. Rithöf- undur geti sótt sér innblástur í skáldsögu í hvaða efnivið sem er. Kristján setur jafnframt spurn- ingarmerki við það að pósturinn sé sendur í nafni Háskóla Íslands, en Helga skrifar undir hann sem pró- fessor við háskólann. „Mér finnst það mjög alvarlegt mál ef prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands sendir okkur og öðrum tölvupóst merktan há- skólanum og ætlar að hlutast til um okkar útgáfu. Mér fannst það mjög sérkennilegt því að öðru leyti er þetta mjög persónulegt bréf. M.a. af þessari ástæðu sendi ég fyrirspurn um hvort hún væri raunverulega að gera þetta í nafni háskólans og hvort Háskóli Íslands ætlaði sér að standa í einhvers konar ritskoðun. Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi, mér finnst þetta hið sérkennilegasta mál.“ Kristján segir að útgáfan muni halda óbreyttri stefnu og halda áfram að selja bókina. „Hún hefur selst alveg gríðarlega og fengið já- kvæðar viðtökur hjá bæði les- endum og gagnrýnendum. Það er eiginlega alveg ófram- kvæmanlegt [að innkalla hana] og yrði okkur verulegt tjón ef til þess ætti að koma, sem mér finnst al- gjörlega fráleitt.“ una@mbl.is Krefst þess að bók Böðvars sé tekin af markaði Deilt er um hvort bókin er skáldsaga eða í reynd leyfislaust heimildarrit Böðvar Guðmundsson Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NEIL Ófeigur Bardal, útfararstjóri í Winnipeg, er engum líkur. Hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir nokkrum árum og fyrir skömmu var honum tilkynnt að meinið væri komið í bein. Það þýddi að hugsanlega ætti hann stutt eftir. Hann tók tíðindunum með æðruleysi og sagði við blaðamann að hann gæti kvatt ánægður, því hann hefði náð settu marki í lífinu. Í liðinni viku var viðtal um stöðuna við Neil í Winnipeg Free Press, útbreiddasta blaði Manitoba, og í fyrrakvöld hélt hann vinum og vandamönnum veislu til að þakka þeim fyrir samfylgdina. Vel á fimmta hundrað manns mætti til að votta þessum merka manni og Íslandsvini virðingu sína. „Þetta var unaðsleg stund,“ sagði hann við Morgun- blaðið. „Það var svo sem við því að búast með söngvara eins og Valdine Anderson og Mörthu Brooks. Þeir gerast ekki betri.“ Auk þess þakkaði hann ræðumönnum. Tími til að gleðjast Eftir að dómurinn féll hefur Neil ekki farið í felur og hann var sjálfum sér líkur á tónleikunum, reytti af sér brandara. „Það hafa margir komið að máli við mig og sagt að þeir vilji fara eins að og ég hef gert,“ segir hann. „Það hvarflaði að mér að láta rúlla mér inn í salinn í íslenskri líkkistu, hlusta á þögnina, rísa svo upp og segja: „Ég er ekki fallinn frá enn!“ sagði hann við gestina. Neil segir að hann hafi ákveðið að byrja tölu sína á léttu nótunum og hafi fyrst beint orðum sínum að krabbanum (e. cancer). „Krabbinn græðir ekki á að losna við mig var inntakið og ég kom meininu úr salnum með því að afgreiða málið á eftirfarandi hátt: „Herra C. Ef þú lætur mig fara átt þú ekki í neitt hús að venda. Þú getur ekki hreiðrað um þig í öðrum líkömum því þeir hleypa þér ekki að. Það er ekki víst að ég fái inngöngu í himnaríki en það er alveg á hreinu að þangað færð þú ekki að stíga inn fyrir dyr. Þitt hlutskipti verður að moka kolum í neðra.““ Samskipti íslenska samfélagsins í Kanada við Ísland hafa verið Neil sérstaklega hugleikin og hann rifjar upp að hann hafi rætt ýmsa fleti á þeim við Atla Ásmundsson, að- alræðismann í Winnipeg, meðal annars mikilvægi emb- ættisins í borginni. „Við eigum sameiginlega sýn og margt af því sem við höfum rætt um í gegnum tíðina hefur orðið að veruleika. Það þykir mér sérstaklega vænt um.“ Frumkvöðull Neil er brautryðjandi og af því er hann einna hreykn- astur. Hann hóf fyrstur líkbrennslu í Manitoba og fyrir um ári lauk hann við glæsilega umgjörð við útfararstofu sína, þar sem hátíðin var einmitt haldin. „Ég tók áhættu með þessari byggingu og garðinum en fólk kann vel að meta það sem við bjóðum upp á. Ég vil helst að mín verði minnst sem frumkvöðuls. Vinskapur og vinátta skipta öllu, ég hef átt þátt í breytingum til hins betra og það eru for- réttindi. Ég fer ekki í fleiri meðferðir heldur tek verkjalyf. Þau auðvelda lífið, ég nýt samtals okkar og hvað gerist næst og hvenær kemur í ljós. Um það getur enginn spáð.“ Ljósmynd/Linda F. Sigurdson Collette Kveðja Neil þakkar samferðamönnum samfylgdina. Fremst eru Tim Samson, Atli Ásmundsson og Davíð Gíslason. „Krabbinn græðir ekki á því að losna við mig“ HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt 18 ára gamlan pilt í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Pilt- urinn varð valdur að umferðarslysi í maí á þessu ári, og lést farþegi, sem var með honum í bílnum. Fram kemur í dómi héraðsdóms, að bíll, sem pilturinn ók, fór út af veginum í krappri beygju í Fá- skrúðsfirði en að öðru leyti voru að- stæður góðar, bundið slitlag á vegi, þurrt veður, bjart og logn. Bentu ummerki til þess að bíllinn hefði olt- ið og endastungist nokkrum sinnum uns hann stöðvaðist utan vegar. Pilturinn játaði strax að hafa ekið allt of hratt í beygjuna, með þeim af- leiðingum að bíllinn byrjaði að renna til og fór út af veginum. Hann við- urkenndi einnig að hafa neytt am- fetamíns og áfengis um nóttina og mældist áfengismagn í blóði hans 1,22‰. Engin fíkniefni mældust hins vegar í blóðinu. Í dómnum er vísað til vitnisburðar frá einkaþjálfara á líkamsrækt- arstöð um að pilturinn hafi leitað til hans með það að markmiði að takast á við vanda sinn og breyta um lífs- stíl. Þá var einnig tekið tillit til þess, að óvíst væri að pilturinn, sem lést í slysinu, hefði verið með öryggisbelti spennt, og það kunni að hafa átt þátt í því að bani hlaust af. Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir manndráp af gáleysi Neil Bardal er fæddur 1940, ættaður frá Svartárkoti í Bárðardal og hús hans í Húsavík, rétt sunnan við Gimli í Kanada, heitir Svartárkot. Foreldrar hans voru Njáll Ófeigur Bardal og Sigrid Johnson. Afi hans og amma í föðurætt voru Arinbjörn Sigurgeirsson Bárdal og Margrét Ólafsson. Þau fluttu til Kanada um 1885 rétt eins og móðurforeldrar hans, Helgi Jónsson frá Borgarnesi og Ásta Jóhannsdóttir. Neil Bardal rekur ásamt fjölskyldu sinni útfar- arstofu í Winnipeg, Neil Bardal Inc., og fetar þannig í fótspor föður síns og afa sem ráku útfararstofuna Bardal Funeral Home. Hann hefur verið mjög virkur í íslensk-kanadíska samfélaginu undanfarna áratugi, látið til sín taka á öllum sviðum og hefur m.a. verið sæmdur æðstu viðurkenningu Manitobafylkis. Hann lét af störfum sem kjörræðismaður Íslands á Gimli 2003 eftir að hafa hafið störf fyrir utanríkisþjón- ustuna sem aðalræðismaður í Manitoba 1994. Elskar allt sem íslenskt er Neil Ófeigur Bardal dauðvona en slær á létta strengi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.