Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 20
20 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 HVERGI er gjáin jafn skelfileg og þegar að því kemur að leita til tann- læknis varðandi viðhald og viðgerðir á þessu fyrirbrigði, sem kallast munn- hol og tennur. Það er aðeins á færi efnafólks að sinna þessum málum svo vel sé. Okkur er talin trú um að þátttaka sjúkra- trygginga sé 50% af kostnaðarverði. Það eðlilega væri að sjálfsögðu, að litið væri á þessar lækningar sömu augum og aðrar lækningar og þá greitt fyrir þjón- ustuna í samræmi við það, enda er það staðreynd að svo er í raun. Því miður þá fer því víðs fjarri. Ástæðan er sú að þeir snillingar, sem um þetta véla hafa ekki leiðrétt gjaldskrá sjúkratrygginga, sem miðað er við, að neinu marki í um 20 ár, sem kemur þannig út að sjúklingar fá end- urgreidd aðeins 16–30% af raun- kostnaði. Ég veit um dæmi þess að eldra fólk og ellilífeyrisþegar hafa einfaldlega ekki efni á því að láta gera við tennur eða fá sér nýjar, sem oft á tíðum er mjög nauðsynlegt og aðkallandi. Ef ellilífeyrisþegi þarf að fá nýtt „stell“, þá þarf hann að greiða fyrir það um 350 þúsund krónur og fær end- urgreidd um það bil 26% eða um 90 þúsund. Situr sjálfur uppi með um 200 þúsund krónur. Mér er spurn: Hvernig á ellilífeyr- isþegi, sem hefur um 200 þús kr. á mánuði sér til framfæris að leggja í slíkan kostnað? Ég tel að með þessu kerfi sé verið að mismuna fólki herfilega og skerða þau lífsgæði, sem allir eiga rétt á. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að lagfæra þessi mál þegar í stað, sem eru þjóð okkar til skammar, að ég nú tali ekki um að nú situr við völd rík- isstjórn sem kennir sig velferð, rétt- læti og norrænt velferðarkerfi þó erf- itt sé að koma auga á það. Við þurfum að búa við kerfi, þar sem tannhirðu og nauðsynlegum lækningum er sinnt frá vöggu til graf- ar án þess að sjúklingum sé íþyngt fjárhagslega í þessu efni. Það er stað- reynd að þar sem þessum málum er sinnt eins og vera ber, þá er það mikið hagkvæmara að öllu leyti bæði fyrir neytendur og veitendur. Þetta er aug- ljóst þegar litið er til nágranna okkar á hinum Norðurlöndunum. HELGI K. HJÁLMSSON, viðskiptafræðingur og formaður Landssambands eldri borgara. Eru tannlækningar á Íslandi aðeins fyrir efnafólk? Frá Helga K. Hjálmssyni Helgi K. Hjálmsson ✝ Millý Birna Har-aldsdóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. nóv- ember sl. eftir stutta sjúkdómslegu. For- eldrar hennar voru Jóhanna Sigbjörns- dóttir frá Vík í Fá- skrúðsfirði, f. 10. maí 1902, d. 2. ágúst 1986, og Haraldur Björns- son frá Sporði í Vest- ur-Húnavatnssýslu, f. 12. nóvember 1901, d. 7. september 1977. Systkini Millýjar Birnu eru Sjöfn Jóhanna, f. 7. júní 1931, Auður, f. 28. apríl 1935, d. 10. apríl 1993, og Bolli Daníel, f. 1. febrúar 1938, d. 21. september 1974. Eiginmaður Millýjar Birnu var Ólafur Kristján Vilhjálmsson, f. 18. mars 1928, d. 4. mars 2009. For- eldrar hans voru Nikólína Jónsdóttir frá Holti í Mjóafirði, f. 15. júlí 1900, d. 4. ágúst 1958, og Vilhjálmur Jóns- son, f. í Bólstað í Hvammshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 23. janúar 1893, d. 15. júlí 1971. Systur Ólafs eru Sigríður, f. 7. apríl 1927, og Guðrún Þor- gerður, f. 21. janúar 1933. Börn Millýjar Birnu og Ólafs eru 1) Ragnar, f. 26. nóvember 1963, d. 1. mars 2009, unnusta Valey Björk Guðjóns- dóttir, f. 17. janúar 1963, og 2) Líney, f. 28. júlí 1965, gift Karli Tóm- assyni, f. 17. ágúst 1964, börn þeirra eru Ólafur, f. 28. apríl 1990, unnusta Erla Hrund Halldórsdóttir f. 8. mars 1990 og Birna, f. 10. apríl 2000. Millý Birna lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Hún starf- aði um árabil við ýmis verslunarstörf í Reykjavík og síðar við ræstingar hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Útför Millýjar Birnu fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 17. nóvember, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku hjartans mamma mín og besta vinkona. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, þú sem varst órjúfanlegur hluti af mínu lífi alla tíð. Við vorum einstaklega nánar og samrýmdar mæðgur sem brölluðum margt skemmtilegt saman. Ég minnist allra ferðanna okkar í sum- arbústaðina, í leikhúsin, á listsýning- arnar, á kaffihúsin, bæjar- og bíl- túrsferðanna um gömlu göturnar í Reykjavík, gönguferðanna og svo mætti lengi telja. Sem barn minnist ég þess sérstaklega hve natin þú varst að syngja fyrir mig nær öll skólaljóðin úr bókinni góðu og kunni ég þau öll þegar ég átti að standa skil á þeim í skólanum. Þú varst ekki einungis góð eig- inkona og móðir heldur varstu ein sú allra besta amma sem hægt er að hugsa sér. Börnin okkar, þau Óli og Birna, hafa misst einn sinn besta fé- laga sem var alltaf boðin og búin að gæta þeirra, leiðbeina þeim og vera í samvistum við þau. Þú studdir vel við bakið á þeim í þeirra tómstund- um og fylgdist með þeim í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Samband þitt við Kalla minn var alla tíð mjög náið og innilegt og voruð þið miklir vinir, þó að á stundum þætti þér hann full stríðinn og uppátækjasam- ur. Hann reyndist þér alltaf ákaflega vel og elskaði þig mikið. Þið voruð alltaf góð saman. Fráfall elsku pabba og Ragnars bróður í mars síð- astliðnum var okkur erfitt og þú stóðst þig eins og hetja í þeirri miklu sorg og söknuði. Það er huggun að vita að nú sért þú komin til þeirra enda voru þeir alltaf ómögulegir án þín. Ég gæti setið hér og skrifað enda- laust um hversu góð, hjálpsöm og yndisleg manneskja þú varst. Ástar þakkir fyrir allt elsku mamma mín. Minninguna um þig mun ég geyma alla tíð, innst í hjarta mér. Því meir, ég minnist þín, – sá minningar, í fjarlægð opnast sýn, í Guðsljóma skín, í ljósið, sem lifir inn í mér. Sama hvert ég fer um lífsins veg, þú ávallt fylgir mér. Eins og sólin er yndisleg, ertu þar eins og hér. Í mistri, grámóðu fortíðar gleymast sporin hver. Samt þú lifir ein svo hrein og bein innst í hjarta mér. Eins og sólin er yndisleg, ertu þar eins og hér innst í hjarta mér, – þar eins og hér. Styrk við stöndum nú í sterkri trú. Í mildum höndum hans hvílir sála manns sem lifði hér – líkist bara þér. (Þórir Kristinsson.) Að lokum sendi ég starfsfólki á deild 11-E á Landspítalanum, Hring- braut, mínar bestu þakkir fyrir ein- staklega góða og fallega umönnun móður minnar og elskulegt viðmót við aðstandendur. Þín dóttir Lína. Líney Ólafsdóttir. Elskulega tengdamóður mína, Millýju Birnu, kveð ég nú eftir stutta sjúkdómslegu, með miklum söknuði, fráfall hennar kom öllum að óvörum. Allra góðu áranna sem ég var svo lánsamur að eiga með henni mun ég alla tíð minnast með þökk og hlýju. Allt hennar líf einkenndist af mikilli ást og umhyggju til sinna nánustu og til allra sem á vegi hennar urðu. Tengdamamma var vinmörg kona og talaði alltaf jafnfallega um allar sínar góðu vinkonur sem reyndust henni svo traustar og góðar. Mínir vinir hafa oft haft orð á því við mig hversu einlæg hún var í öllum sam- skiptum við þá og þeim áhuga sem hún sýndi alltaf tónlistaráhuga mín- um. Þegar ég skrifa nú þessi minn- ingarorð um tengdamóður mína eru aðeins átta mánuðir liðnir frá því að feðgarnir elskulegu, Ólafur tengda- pabbi og Ragnar mágur, létust. All- ur minn hugur er því nú hjá elsku- legri Línu minni og börnum okkar, Óla og Birnu. Söknuðurinn er meiri en orð fá lýst. Mamma og amma, pabbi og afi og Ragnar bróðir og frændi hafa nú kvatt okkur, öll á sama árinu. Huggun mín og okkar allra í þeirri miklu sorg og söknuði sem nú ríkir er samt alltaf að hafa fengið að njóta samvista við svo fal- legar og góðar manneskjur sem höfðu svo mikið og gott til að bera. Öll áttu þau það sameiginlegt að njóta lífsins og tilverunnar algerlega laus við þörf eða kappsemi gagnvart efnislegum gæðum. Allt snerist um að njóta þess sem var þeim næst, fullkomlega sæl með sitt. Þegar barnabörnin hennar Millýjar tvö, Óli og Birna, komu inn í líf hennar var ástin og umhyggjan gagnvart þeim alltaf einstaklega falleg og hlý. Þau áttu hug hennar allan. Elsku hjartans Lína mín, styrkur þinn og öll þau fallegu orð sem þú hefur sagt undanfarna mánuði eftir fráfall feðganna og nú síðastliðna daga eftir fráfall móður þinnar eru mér og börnum okkar dýrmætari en nokkuð annað. Sú ást og vinátta sem þið mæðgur báruð hvor til annarrar alla tíð var einstaklega falleg og lær- dómsrík öllum sem sáu og upplifðu. Manstu, Lína mín, hvað ég hafði oft orð á því við þig þegar við kynnt- umst og í gegnum árin hvað mér fannst samband ykkar mæðgna allt- af fallegt. Það breyttist ekkert í ár- anna rás, öðru nær. Það var alltaf einlægt, hreinskiptið og gott. Feg- urð þess náði hæstu hæðum á dán- arbeði móður þinnar, þar sem þú hugsaðir svo fallega um hana. Blessuð sé minning Millýjar Birnu Haraldsdóttur. Karl Tómasson. Elsku mágkona mín, Milly, örfá kveðjuorð. Þú varst gift honum Óla bróður mínum, sem lést 4. mars sl. Sonur ykkar Ragnar lést af slysför- um 1. mars sl. Svo mikið er búið að dynja yfir fjölskylduna, sorgin knúið á dyr heldur óþyrmilega. Þú stóðst þig eins og hetja í gegnum þetta allt saman, hugsaðir mjög vel um bróður minn sem var sjúklingur í allnokkur ár, barst harm þinn í hljóði, varst sterk fram á síðustu stundu. Nú ert þú farin, vegir guðs eru svo sann- arlega órannsakanlegir. Guð styrki hana Líneyju frænku mína og hennar fjölskyldu, systur Millýjar og aðra vini og ættingja. Elsku Millý, vertu kært kvödd og guði falin. Þín mágkona Sigríður Vilhjálmsdóttir (Sísí). Millý Birna Haraldsdóttir  Fleiri minningargreinar um Millý Birnu Haralds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Bergþór Hávarðsson ✝ Bergþór Háv-arðsson fæddist í Nýborg í Fáskrúðsfirði 5. september 1946. Hann varð bráð- kvaddur á Landspít- alanum Hringbraut þriðjudaginn 10. nóv- ember 2009. Foreldrar Bergþórs voru Hávarður Bergþórsson, f. 2.2. 1921, d. 7.4. 1997 og Dagrún Fjóla Þórlindsdóttir, f. 18.7. 1925, d. 13.1. 2000. Bergþór var tekinn í fóstur af Kjartani Vilbergssyni, f. 6.3. 1921, d. 20.4. 1993 og Þóru Jóns- dóttur, f. 13.4. 1921, d. 20.10. 1998. Fóstursystur Bergþórs eru Kristrún Guðnadóttir, f. 24.6. 1942 og Þóra Björk Nikulásdóttir, f. 20.10. 1959. Bergþór á einnig eina alsystur, Stefaníu Maríu Háv- arðsdóttur, f. 1943. Systkini Bergþórs samfeðra eru Aðalheiður H. Háv- arðardóttir, f. 1954, Bjarni Hávarðsson, f. 1959, Björg Hafdal Hávarðardóttir, f. 1960 og Þórarinn Árni Hafdal Háv- arðsson, f. 1962. Systur Bergþórs sam- mæðra eru Hrönn Hauksdóttir, f. 1954, Sigrún Harpa Hauksdóttir, f. 1956, Guð- björg Alda Hauksdóttir, f. 1961 og Sig- urlaug Hauksdóttir, f. 1965. Bergþór eignaðist fjögur börn. Einn son átti hann með Sigrúnu Ragnarsdóttur, f. 1944, hann er 1) Rögnvaldur Bergþórsson, f. 25.7. 1967. Bergþór kvæntist Bryndísi Þórhallsdóttur árið 1971. Foreldrar henn- ar eru Ásthildur Pálsdóttir, f. 5.10. 1925 og Þórhallur Halldórsson, f. 21.10. 1918. Bergþór og Bryndís slitu samvistum en eignuðust saman þrjú börn. Þau eru 2) Ragnheiður Bergdís Bergþórsdóttir, f. 18.12. 1968, gift Þórarni Hróari Jak- obssyni. Börn þeirra eru Bryndís Þóra Þórarinsdóttir, f. 10.8. 1994 og Jakob Jó- el Þórarinsson, f. 3.3. 2000 3) Páll Björg- vin Bergþórsson, f. 18.11. 1970, maki Eleanor Goulding. 4) Kjartan Hávarður Bergþórsson, f. 30.10. 1975, maki Þor- björg Rún Eysteinsdóttir, Kjartan á einn fósturson, Þröst Stein Vöggsson, f. 11.10. 2004. Bergþór ólst upp á Stöðvarfirði og bjó þar þangað til hann fluttist til Reykjavík- ur árið 1980. Bergþór lauk vélstjóranámi frá Vélskóla Íslands árið 1974 og starfaði sem vélstjóri um langt skeið. Hann stundaði ýmis störf og ferðalög, meðal annars skútusiglingar um heimsins höf. Útför Bergþórs fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 17. nóvember, og hefst at- höfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar HEYRST hefur að prestar séu ósýnilegir sex daga vikunnar og óskiljanlegir þennan eina sem þeir messa. Eins er talað um að kirkjur eigi meira að vera opnar þeim sem þangað vilja leita, hvort sem er til næðis í einrúmi eða til að njóta þar samfélags. Mörgum er þó kunnugt og ljóst að flestar kirkjur, a.m.k. í þéttbýli, eru opnar lungann úr deginum og öllum velkomið að leita þangað. Kirkjan er opin Grensáskirkja er dæmigerð hverfis- kirkja í borginni. Hún er opin frá því kl. 9 á morgnana og langt fram eftir degi, oft fram á kvöld. Mismunandi aldurshópar í barna- og unglingastarfi eiga fasta tíma á stundatöflu vikunnar, sömuleiðis starf með eldri borgurum, AA-fundir, fræðslustarf, sjálfshjálp- arhópar og tónlistarstarf, bæði innan safnaðarins og kórar sem fá aðstöðu í húsakynnum kirkjunnar. Einnig er nokkuð um að einstak- lingar komi og eigi hljóða stund í ein- rúmi í sjálfri kirkjunni eða litlu kapell- unni. Í hverri viku skipta þau hundruðum sem koma í Grensáskirkju einhverra ofangreindra erinda og enn fleiri þær vikur sem útfarir eru. Hið sama á við um allar hinar hátt í þrjátíu kirkjurnar á höfuðborgarsvæðinu. Kyrrðarstundir í hádegi Því fer einnig víðs fjarri að hefð- bundin messa á sunnudegi sé eina fasta helgihaldið í kirkjunni. Kyrrð- arstundir eru í Grensáskirkju í hádeg- inu á þriðjudögum. Kyrrðarstund er stutt helgistund með orgelleik, sálma- söng, ritningarlestri, fyrirbæn og alt- arisgöngu. Að henni lokinni býðst ein- faldur málsverður í safnaðarheimilinu. Stundin í kirkjunni hefst kl. 12:10 og þátttakendur hafa lokið við að næra sig kl. 12:50. Þannig er vel unnt að sækja kyrrðarstundina innan þess tímaramma sem klukkustundar há- degishlé gefur. Mörgum finnst gott að geta þannig horfið um stund út úr erli starfsins og sótt sér andlega upp- byggingu og endurnær- ingu í dagsins önn. Fimm daga vikunnar er hægt að sækja slíkar kyrrðarstundir í ein- hverri kirkju á höf- uðborgarsvæðinu, suma daga í fleiri en einni. Hversdagsmessur Í Grensáskirkju eru hversdagsmessur á fimmtudögum kl. 18:10 og bera nafn með rentu. Auk þess að vera á venjulegum vinnudegi eru þær ögn einfaldari í sniðum og formið hversdagslegra en í hefðbund- inni messu á sunnudagsmorgnum. Þorvaldur Halldórsson tónlist- armaður leiðir tónlistina sem ein- kennir hversdagsmessuna og ber hana uppi. Auk þess er ritning- arlestur, stutt hugvekja á hversdags- máli, fyrirbænastund og alt- arisganga. Messunni lýkur kl. 18:50. Helgihald við allra hæfi Í Grensáskirkju eru svonefndar Tómasarmessur annað sunnudags- kvöld í mánuði. Tómasarmessur eru einnig í Breiðholtskirkju og hafa ver- ið þar á annan áratug, oftast síðasta sunnudagskvöld í mánuði. Í öðrum kirkjum eru batamessur, djassmessur, kvennamessur, létt- messur, poppmessur, æðruleysis- messur, þjóðlagamessur, þ. e. a. s., mismunandi form af því að við erum ólík. Innihaldið er samt alltaf það sama: Að eiga með öðrum samfélag við Guð sem nærir trúna, styrkir von- ina og eflir kærleikann. Til þess er kirkjan opin. Lifandi kirkja, opin þér Eftir Ólafur Jóhannsson Ólafur Jóhannsson » Innihaldið er samt alltaf það sama: Að eiga með öðrum sam- félag við Guð sem nærir trúna, styrkir vonina og eflir kærleikann. Til þess er kirkjan opin. Höfundur er sóknarprestur. BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.