Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009
Hugmyndina að nýjastahamfara- og heimsend-istryllinum sínum sækirhöfundurinn, Roland
Emmerich, til tímatals Maya-indjána.
Þessi forna menningarþjóð endaði
það í fyrndinni án nokkurra skýringa
á ártalinu 2012. Þá er ljóst hvaðan
nafnið er komið.
Ein aðalpersónanna er Jackson
Curtis (Cusack), mislukkaður rithöf-
undur sem vinnur fyrir sér sem ekill
Yuris Karpovs (Zlatko Buric) rúss-
nesks milljarðamærings í Los Angel-
es. Kate (Peet), kona hans, er farin
frá honum með börn þeirra tvö, Noah
(Liam James) og Lilly (Morgan Lily).
Í myndarbyrjun telur hún sig hafa
fundið vænlegra mannsefni í lækn-
inum Gordon (Tom McCarthy). Ann-
ar burðarás myndarinnar er vís-
indamaðurinn Helmsley (Ejiofor),
sem uppgötvar hrikaleg sólgos sem
geta haft ófyrirsjáanleg og ill áhrif á
lífið á jörðinni innan tíðar. Hann kem-
ur upplýsingunum til forsetans,
Thomasar Wilsons (Glover), og þjóðir
heims koma sér saman um undan-
komuleið – fyrir þá útvöldu, vel að
merkja. Emmerich hefur áður gert
nokkrar slíkar hamfaramyndir, þær
minnisstæðustu, Independence Day
og The Day After Tomorrow, flestir
vilja gleyma Godzilla og 10.000 B.C.
Nýja myndin toppar ekki hans bestu
verk en það liggur í augum uppi að
hún á eftir, með sínum voldugu brell-
um og markaðssetningu, að verða
vinsælasta poppkornsmynd næstu
vikurnar, ef ekki allt árið. Hún líður
nokkuð fyrir óhóflega lengd og flatar
og lítt áhugaverðar persónur en eink-
um þegar á líður verður spennan
þrælmögnuð og brellurnar gerast
ekki flottari. Tilefnið er ærið; jörðin
umpólast með tilheyrandi umbrotum,
við sjáum heilu heimsborgirnar rísa
og hrynja líkt og spilaborgir og ein
tilkomumesta brella sögunnar er
flóðbylgjan mikla í myndarlok.
Svo er að sjá sem persónusköpunin
líði nokkuð fyrir mikilfengleik brelln-
anna, ágætur leikhópur þarf ekki að
láta reyna mikið á hæfileikana, 2012
er brellumynd fyrir augað og fín af-
þreying sem slík.
saebjorn@heimsnet.is
Laugarásbíó, Smárabíó,
Regnboginn, Háskólabíó,
Borgarbíó Akureyri
2012
bbbnn
Leikstjóri: Roland Emmerich. Aðalleik-
arar: John Cusack, Chiwetel Ejiofor,
Amanda Peet, Oliver Platt, Thandie
Newton, Danny Glover, Woody Harrel-
son, George Segal. 160 mín. Bandaríkin.
2009
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Arkirnar hans Emmerichs
2012 „Hún líður nokkuð fyrir óhóflega lengd og flatar og lítt áhugaverðar
persónur en einkum þegar á líður verður spennan þrælmögnuð og brell-
urnar gerast ekki flottari.“
Á ÁTTUNDA áratugnum var kynnt
til leiks ný og öflug hljómburð-
artækni í kvikmyndahúsum sem
nefndist Sensurround. Hún byggð-
ist á miklu kröftugri bassahljóm en
áður tíðkaðist og naut sín einkar
vel í Earthquake (’74), fyrstu mynd-
inni með þessari áhrifaríku nýjung.
Maður hafði á tilfinningunni að
Laugarásbíó skylfi og nötraði, en
það var umboðsaðili Universal, sem
átti einkaleyfið. Nokkrar myndir
voru gerðar til viðbótar með Sens-
urround, m.a. stríðsmyndin
Midway (’76) og Rollercoaster (’77).
Skömmu síðar komu THX, full-
komnara Dolby-kerfi og fleiri nýj-
ungar í bíóhljóðtæknibúnaði til sög-
unnar og eru ráðandi í dag og njóta
sín best í „stórslysamyndunum“,
eins og þær voru kallaðar, ham-
faramyndum á borð við 2012.
Upphaf „stór-
slysamyndanna“
LEIKARINN Tom Cruise vill að Katie
Holmes leiki illmenni í næstu Mission:
Impossible-kvikmynd en Cruise fer
með hlutverk njósnarans Ethans Hunts
í þeim myndum. Hann þráir að vinna
með eiginkonu sinni og trúir því að
hlutverk illmennis í fjórðu Impossible-
myndinni yrði fullkomið fyrir hana því
hann vill ekki að þau leiki par á hvíta
tjaldinu.
„Tom er æstur í að fara með Mission
Impossible í nýja átt og hann sér Katie
sem stóran hluta af því,“ segir heimild-
armaður. „Cruise og Holmes hefur
dreymt um að vinna saman nú í nokk-
urn tíma en hugmyndin um að þau fari
með hlutverk pars í rómantískri gam-
anmynd er frekar leiðinleg. Þetta gæti
gefið þeim tækifæri til að skemmta sér
saman, bæði sem par og hetjan og ill-
mennið á tökustað.“
Reuters
Hjónin Tom Cruise og Katie Holmes.
Eiginkonan
sem illmenni
SÖNGVARARNIR Friðrik Ómar og
Jógvan Hansen héldu tónleika í Salnum í
Kópavogi um helgina vegna útkomu
geisladisksins Vinalög sem er einn vin-
sælasti diskur landsins um þessar mund-
ir. Á honum syngja þeir íslensk og fær-
eysk dægurlög á tungumálum beggja
þjóða.
Þetta voru aðrir útgáfutónleikar
þeirra í Salnum en þeir hafa líka haldið
tónleika í Færeyjum í tilefni af útkomu
Vinalaga.
Morgunblaðið/Eggert
Innlifun Friðrik Ómar og Jógvan eru góðir saman.
Vinir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar ásamt hljómsveit; Pétur V. Pétursson, Vignir Þór Stefánsson,
Benedikt Brynleifsson, Greta Salóme Stefánsdóttir og Róbert Þórhallsson.
Gestir Sigursveinn Þór Árnason og Regína Ósk Óskarsdóttir létu sig
ekki vanta á tónleikana enda miklir vinir söngvaranna.
Vinaleg
stemning
í Salnum
YFIR 32.000 GESTIR EIN VINSÆLASTA TEIKNIMYND
ALLRA TÍMA ER LOKSINS
KOMIN Í ÞRÍVÍDD
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
Nia Vardalos,
stelpan úr "My big
fat greek wedding"
er loksins komin
til Grikklands í
frábærri rómantískri
gamanmynd.
Frá fram-
leiðendum
Tom Hanks
og Rita
Wilson.
Ásamt
leikstjóra
"How to
loose a
guy in ten
days".
FRÁ FRAMLEIÐENDUM MICHAEL BAY
KEMUR HÖRKUSPENNANDI MYND Í ANDA SEVEN
4 FÓRNARLÖMB! 4 LEYNDARMÁL!
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í KRINGLUNNI
/ ÁLFABAKKA
HORSEMEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 TOY STORY 1 m. ísl. tali kl. 63D L
LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 COUPLES RETREAT kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP ORPHAN kl. 10:20 16
MORE THAN A GAME kl. 8 7 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6 L
THE INFORMANT kl. 8 - 10:20 L
THE INFORMANT kl. 5:50 LÚXUS VIP
A
T
/ KRINGLUNNI
MY LIFE IN RUINS kl.5:50-8-10:10 L COUPLES RETREAT kl.8:10D 12
LAW ABIDING CITIZEN kl.6 -8:10-10:30 16 GAMER kl.10:30 16
TOY STORY 1 m. ísl. tali kl.6:153D L 3D-DIGITAL
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR