Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 4
Netnotkun barna
Hvaða reglur hafa foreldrar sett um
notkun barnsins á netinu?
Reglur um hve miklum
tíma má eyða á netinu
Barnið má ekki fara inn
á vissar síður
Má bara fara inn á
vissar síður
Fer ekki inn ánetið eitt/án
þess að foreldri fylgistmeð
Barniðmá ekki tala við
ókunnuga á spjallrásum
63,8%
66,7%
50,9%
17,2%
23,2%
27,9%
13,0%
1,9%
9,3%
7,1%
7,5%
12,0%
6,3%
jan.-feb. ‘09
jan.-feb. ‘07
des. ‘02
Flestir með netreglur
Foreldrar meðvitaðir um nethættur Börnin hitti ekki ókunnuga Færri
mega afrita tónlist og myndefni Spjallsíðurnar eru fjölsóttar af börnum
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
RÍFLEGA 60% barna er bannað að hitta fólk sem
þau þekkja bara af netinu og ámóta mörgum er
bannað að gefa persónulegar upplýsingar um sig.
Þetta kemur fram í nýrri könnun um netnotkun
barna og unglinga sem landssamtökin Heimili og
skóli og SAFT, sem er vakningarátak um örugga
netnotkun barna og unglinga, létu gera. Almenn
vitund er fyrir því meðal foreldra að börnin fari
varlega á netinu og þeir ræða sífellt meira við þau
um hætturnar sem netnotkun geta fylgt.
Víða á heimilum hafa börnum verið settar regl-
ur um notkun netsins. 61,9% barna mega ekki
hitta þann sem þau þekkja bara af netinu en árið
2003 var þetta hlutfall 37,5%. Meira en helmingi
barna er uppálagt að segja ekkert á netinu, spjall-
rásum eða í smáskilaboðum í síma sem talist getur
særandi. Árið 2003 höfðu hins vegar aðeins 10,8%
barna verið settar slíkar reglur af foreldrum sín-
um.
Sífellt fleiri börnum er bannað að hlaða niður
myndum, tónlist, afrita texta og fleira slíkt og að-
eins 8,1% barna svaraði því til að engar reglur um
netnotkun giltu á heimili sínu. 21,7% höfðu algjört
frelsi hvað þetta varðaði fyrir sex árum þegar
sambærileg könnun var gerð.
Þegar foreldrar voru spurðir hvað ylli þeim
mestum áhyggjum við netnotkun barna sinna
sagðist um fjórðungur áhyggjulaus og 18%
nefndu áhyggjur af því að barnið færi inn á óæski-
legar síður. 11% sögðust hafa áhyggjur af því
barnið hitti ókunnuga eða hættulegt fólk á netinu
en 83% barna hafa farið inn á spjallsíður þess, til
að mynda Facebook og msn.
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÚTFLUTNINGURINN hefur gengið mjög vel. Við höfum
aldrei flutt út jafn mikið af kjöti í kílóum talið. Við höfum
líka fengið ágætt verð fyrir kjötið samfara aukinni eftir-
spurn,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurða-
stöðvar Kaupfélags Skagfirðinga (KS), um söluna á lamba-
kjöti á erlenda markaði eftir gengishrunið.
KS flytur mest út af lambakjöti til Bretlands, eða um 600
tonn, sem Ágúst þakkar markaðssetningu það sem af er
þessum áratug. Um 250 tonn fara til Spánar, þ.m.t. lamba-
hryggir, og um 100 tonn til Færeyja. Vægi Japansmarkaðar
fer vaxandi en þangað fara um 120 tonn af lambakjöti, fyrst
og fremst feitu, sem heimamenn borða í staðinn fyrir kjöt af
japönsku lambakyni. Þá hafa um 10 gámar af lambakjöti
farið til Víetnams en Ágúst telur að gróflega megi áætla
verðmæti alls útflutnings KS um 540 millj. kr.
Verðmæti útflutningsins
um 540 milljónir króna
KS flytur út á annað hundrað
tonn af kjöti á Asíumarkað
RÍKISSTJÓRNIN áformar að
leggja skatt á heitt vatn. Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra segir að skatturinn verði hóf-
legur og verði hlutfallslega álíka hár
og skattur sem lagður verður á raf-
magn.
Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu
viku að leggja 12 aura gjald á hverja
kílóvattsstund, en gjaldið er hluti af
orku- og auðlindagjaldi. Steingrímur
sagði að í fjármálaráðuneytinu væri
núna verið að skoða skattlagningu á
hitaveitur. Verð á heitu vatni væri
mismunandi á milli hitaveitna, en al-
mennt væri verðlagning á heitu
vatni lág. Steingrímur sagði ekki
ákveðið hvernig gjaldið yrði útfært
og ekki lægi því fyrir hversu miklum
tekjum það kæmi til með að skila í
ríkissjóð. „Þetta verða ekki háar
upphæðir og þetta gjald verður
mjög hóflegt,“ sagði Steingrímur.
egol@mbl.is
Nýtt gjald
á heitt vatn
Útfærslan óákveðin
Morgunblaðið/Heiddi
ÍSLENDINGURINN sem leitað var
að í Noregi og fannst látinn um há-
degi í gær hét Karl Karlsson. Hann
var 48 ára gamall og hafði búið í Nor-
egi í um áratug. Karl lætur eftir sig
norska sambýliskonu og tvö börn,
dóttur sem búsett er í Danmörku og
son, sem búsettur er á Íslandi.
Síðast sást til Karls þegar hann var
á leið heim frá Ósló til Hallingdal að-
faranótt sunnudags með áætlunarbíl.
Hann var ölvaður og látinn yfirgefa
áætlunarbíl á stoppistöð í miðbæ
Noresund í Krødsherad fyrir kl. eitt
um nóttina, um 90 km frá Hallingdal.
Samkvæmt norskum fjölmiðlum
hringdi hann heim til sín fyrri hluta
nætur en gat ekki gert grein fyrir því
hvar hann væri staddur. Þegar mað-
urinn skilaði sér ekki hófst leit og
fannst hann um hádegi í gærdag um
20 metra frá landi í vatninu Krøder-
en, skammt frá Noresund norðvestur
af Osló.
Fannst látinn
í Noregi
„FLÆÐI umferðar á þessum
gatnamótum verður miklu betra
með þessum breytingum. Í raun
léttir þetta gríðarlega mikið á
umferðinni,“ segir Jón Halldór
Jónasson hjá framkvæmda og
eignasviði Reykjavíkurborgar.
Vegagerðin og Reykjavík-
urborg hafa undanfarið unnið að
endurbótum á nokkrum gatna-
mótum til að auka öryggi og
bæta flæði umferðar.
Á þremur nýjum stöðum er
Strætó bs. veittur sérstakur for-
gangur. Á Miklubraut vestan
Kringlumýrarbrautar hefur verið
gerð sérrein fyrir strætó frá bið-
stöð móts við Stigahlíð að
Kringlumýrarbraut og á tvennum
gatnamótum verður forgangurinn
tengdur umferðarljósum, það er
á Kringlumýrarbraut við Borg-
artún og á Suðurlandsbraut við
Kringlumýrarbraut. Ljósin á síð-
astnefnda staðnum voru tekin út í
gær.
Á framangreindum stöðum
munu strætisvatna hafa forgang.
Á eldri forgangsreinum sem eru
vestur Miklubraut frá Skeið-
arvogi að Lönguhlíð og í Lækja-
götu mega leigubílstjórar einnig
nýta sér þessa akstursrein.
„Þessar breytingar liðka mjög
fyrir umferð strætisvagna, sér-
staklega á þeim tímum dagsins
þegar álag í umferð er mest. Með
fimm sekúndna forgangi sem
strætisvagnar fá á umferðar-
ljósum á tveimur stöðum léttir
slíkt mjög á umferðinni og auð-
veldar okkur að halda áætlun,“
segir Reynir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs.
Í deiglunni er að setja upp for-
gangsreinar og umferðarljós fyr-
ir strætó víðar í borginni, að
sögn Reynis, en þau mál eru enn
á undirbúningsstigi. sbs@mbl.is
Forgangsreinar og tvenn umferðarljós fyrir Strætó bs. í gagnið
Liðkar
fyrir allri
umferð
Gatnamót Á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og víðar munu strætisvagnar njóta forgangs með
nýjum umferðarljósum. Framkvæmdin var tekin út í gær og reyndist vel en hún er talin liðka fyrir umferð.
Ágúst var ekki á skrifstofunni
þegar blaðamaður sló á þráð-
inn til hans og leggur hann því
áherslu á að þetta sé gróft
mat.
„Gengið gerir gæfumuninn.
Það sem er kannski merkileg-
ast í þessu er að nú er hægt að
nýta nær allt sem getur farið
til manneldis. Þannig erum við
að flytja út vambir, garnir, nýru,
þindar og eistu til Víetnams þar sem við fáum
ágætt verð fyrir þessar hliðarafurðir,“ segir Ágúst.
„Það sem kemur sterkt inn núna er að við flytj-
um nú mikið af dýrara lambakjöti til Spánar. Fyrir
fimm til sex árum fluttum við einn til tvo gáma á
þennan markað en nú hefur magnið stóraukist.“
Afskurður og innmatur
Ágúst Andrésson
Magnaða moppuskaftið
Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar
Gólfin þorna á augabragði
Fljótlegt og þægilegt
Húsasmiðjan - Pottar og prik Akureyri - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Eyjatölvur - Miðstöðin
Vestmannaeyjum - Skipavík Stykkishólmi - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki -
Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur - Óskaþrif Hólmavík
SÖLUAÐILAR:
Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is