Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
Höfundarnafn
féll niður
ÞAU leiðu mistök urðu að nafn
höfundar að minningargrein sem
birtist 23. nóvember sl. um Rögn-
vald Óðinsson féll niður. Rétt er
undirskriftin Hermann Ingi Her-
mannsson og fjölskylda, Helgi
Hermannsson og fjölskylda.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Urður ekki Unnur
RANGLEGA var farið með nafn
fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneyt-
isins í grein um heimildarmyndina
A Name is a Name í blaðinu í gær.
Fjölmiðlafulltrúinn heitir að sjálf-
sögðu Urður Gunnarsdóttir. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
bréfaeigenda 65 ára og eldri tvírit-
aðist. Tölur um tap 64 ára og yngri
féllu síðan niður í sömu grein og er
ÞAU leiðu mistök urðu í grein um
mikilvægi minni hluthafa fyrir end-
urreisn atvinnulífsins að tap hluta-
taflan því birt hér í réttri mynd.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Tap hlutabréfaeigenda vegna hruns bankanna þriggja
65 ára og eldri
m. v. gengi 26. sept. 2009
64 ára og yngri
6.970manns
töpuðu0-1 m.kr.
(meðaltap: 0,3m.kr.)
Samt. 1.920m.kr.
2.212manns
töpuðu 1-3 m.kr.
(meðaltap: 1,8m.kr.)
Samt.3.937m.kr.
979manns
töpuðu3-6 m.kr.
(meðaltap: 4,2m.kr.)
Samt.4.105m.kr.
442manns
töpuðu6-10 m.kr.
(meðaltap: 7,7m.kr.)
Samt.3.397m.kr.
279manns
töpuðu 10-20 m.kr.
(meðaltap: 13,9m.kr.)
Samt.3.867m.kr.
132manns
töpuðu20-50 m.kr.
(meðaltap: 31,0m.kr.)
Samt.4.088m.kr.
60manns
töpuðu yfir50 m.kr.
(meðaltap: 145,1m.kr.)
Samt.8.703m.kr.
= 30.016 m. kr.
= 99.227 m. kr.
28.837manns
töpuðu0-1 m.kr.
(meðaltap: 0,2m.kr.)
Samt.5.867m.kr.
4.354manns
töpuðu 1-3 m.kr.
(meðaltap: 1,7m.kr.)
Samt.7.465m.kr.
1.419manns
töpuðu3-6 m.kr.
(meðaltap: 4,2m.kr.)
Samt.5.960m.kr.
616manns
töpuðu6-10 m.kr.
(meðaltap: 7,7m.kr.)
Samt.4.728m.kr.
423manns
töpuðu 10-20 m.kr.
(meðaltap: 13,8m.kr.)
Samt.5.838m.kr.
189manns
töpuðu20-50 m.kr.
(meðaltap: 29,6m.kr.)
Samt.5.599m.kr.
120manns
töpuðu yfir50 m.kr.
(meðaltap: 531,4m.kr.)
Samt.63.770m.kr.
Tap hlutabréfaeigenda 64 ára og yngri féll niður
LEIÐRÉTT
ávaxtaskálarnar
komnar
! " !
# $
% &
' '''
(((!)
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 38-56
Fallegar vörur frá
Eddufelli 2, sími 557 1730
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Í kjólinn fyrir
jólin
Litir; svart-grátt-fjólublátt
Verð 9.900 kr.
Mikið
úrval í
str. 36-56
Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820.
Opið kl. 16-18 þri., mið., fim.
Silfurhúðum
gamla muni
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Neysluvatnshitarar
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest
annað til rafhitunar.
Við erum sérfræðingar í öllu
sem við kemur rafhitun.
Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði,
Sími 565 3265 • Fax 565 3260
rafhitun@rafhitun.is • www.rifhitun.is
Rafhitun
Reykjavík
Sími 588 9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Skrifstofuhúsnæði óskast
– æskileg stærð 2000 fm
Traust fyrirtæki óskar eftir 2000 fm skrifstofuhúsnæði í Reykjavík
(Reykjavíkursvæðinu) til leigu eða kaups.
Góð aðkoma og góð bílastæði æskileg.
Heil húseign kæmi vel til greina. Staðgreiðsla eða bankatrygging.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali.
2ja-3ja herb. íbúð í 101 með sjávarútsýni
óskast – staðgreiðsla
Traustur kaupandi óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð
með góðu sjávarútsýni í 101.
Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali.
GUÐFINNUR Sig-
urður Sigurðsson, lög-
regluvarðstjóri og for-
varnarfulltrúi, er
látinn, 69 ára að aldri.
Guðfinnur fæddist í
Reykjavík 16. nóvem-
ber 1940, sonur Helgu
Kristínar Guðmunds-
dóttur og Sigurðar
Sigurðssonar sjó-
manns.
Guðfinnur hóf störf
hjá lögreglunni árið
1969 og starfaði allt til
ársins 1995 en þá
hætti hann störfum vegna veik-
inda. Guðfinnur starfaði í Vest-
mannaeyjum, Ólafsvík og á Akra-
nesi, en lengst af í lögreglunni í
Reykjavík.
Guðfinnur var afar ötull í for-
varnarmálum og var fyrsti forvarn-
arfulltrúi í áfengisvörnum hjá lög-
reglunni í Reykjavík. Með þessu
starfi vann Guðfinnur
með mörgum aðilum
og má þar nefna SÁÁ,
Samhjálp, Kvennaat-
hvarfið og fleiri fag-
aðila sem komu að því
starfi. Má segja að
Guðfinnur hafi rutt
brautina í forvörnum
hjá lögreglunni í
Reykjavík. Margir
þekktu Guðfinn fyrir
starf sitt, en það sneri
einkum að heimilis-
lausu fólki með áfeng-
isvanda.
Einnig sinnti Guðfinnur ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Framsóknar-
flokkinn og sat í miðstjórn flokksins
og öðrum ráðum innan hans.
Guðfinnur lætur eftir sig eigin-
konu, Helen Sigurðsson, og fjögur
uppkomin börn úr fyrra hjónabandi
með Guðbjörgu Pálínu Einarsdótt-
ur.
Andlát
Guðfinnur S. Sigurðsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
AÐALFUNDUR Landnemans, fé-
lags Samfylkingarfólks um málefni
innflytjenda, verður haldinn í Aust-
urbæjarskóla klukkan 17 í dag,
þriðjudaginn 24. nóvember.
Ný stjórn Landnemans verður
kosin á fundinum, en auk þess flytja
ávörp þau Árni Páll Árnason, fé-
lags- og tryggingamálaráðherra og
Íris Björg Kristjánsdóttir, formað-
ur Innflytjendaráðs.
Umræður um stöðu innflytjenda
á Íslandi fara fram að því loknu.
Fundurinn er öllum opinn.
Málefni innflytjenda
rædd á aðalfundi
Landnemans
FÉLAG viðskiptafræðinga og
hagfræðinga efnir til
hádegisverðarfundar miðviku-
daginn 25. nóvember nk. á
Grand hótel Reykjavík sem ber
yfirskriftina Ísland endurunnið,
er leið úr ruslinu?
Langt er síðan fyrirtæki hafa
staðið frammi fyrir jafn erfiðum
markaðsaðstæðum. Á fundinum
verður velt upp spurningum á
borð við það hvort íslensk fyr-
irtæki séu í verri stöðu en er-
lend fyrirtæki og hvaða áhrif
lækkandi lánshæfismat Íslands
hafi á fjármögnun fyrirtækja.
Meðal fyrirlesarar eru Már
Guðmundsson seðlabankastjóri,
Finnur Sveinbjörnsson forstjóri
Arion banka og Margrét Guð-
mundsdóttir forstjóri Icep-
harma.
Skráning fer fram á heima-
síðu félagsins fvh.is.
Finnur íslenskt viðskiptalíf leið úr ruslinu?
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
ÞORSTEINN Þorsteinsson, sem
hefur leitt samningaviðræður um
uppgjör á milli nýja og gamla
Landsbankans fyrir hönd fjár-
málaráðuneytisins, segir að kjörin
á 260 milljarða króna skuldabréfi
sem gefið verður út vegna skipt-
ingar á milli bankanna verði ekki
upplýst fyrr en útgáfunni verði
lokið. Skuldabréfið sem er geng-
istryggt og til tíu ára mun þó bera
vexti frá október í fyrra þangað til
uppgreiðslu þess er lokið árið
2018.
Leiddar voru að því líkur í
fréttaskýringu í Morgunblaðinu á
laugardag að skuldabréfið yrði
greitt niður með jöfnum afborg-
unum um leið og
útgáfu þess væri
lokið. Í frétta-
tilkynningu sem
fjármálaráðu-
neytið sendi frá
sér í gær er
þetta leiðrétt og
sagt að samið
hafi verið um að
ekki yrði grett af skuldabréfinu
fyrr en á árunum 2014 til 2018.
Eins og fram kemur í tilkynning-
unni er þetta gert til þess að taka
tillit til áætlana um greiðslujöfnuð
landsins gagnvart útlöndum á
næstu árum. Ennfremur er þess
getið í fréttatilkynningunni að
gjaldeyrismarkaður verði kominn í
eðlilegt horf árið 2014 þegar af-
borganir af skuldabréfinu hefjast.
Vextir reiknast
strax en afborg-
anir hefjast síðar
Gjaldeyrismarkaður hér á landi verði
kominn í „eðlilegt horf“ árið 2014