Morgunblaðið - 24.11.2009, Síða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI
– Spámiðill
Spái í spil og kristalskúlu
Heilunartímar
Fyrirbænir
Algjör trúnaður
Sími 618 3525
www.engill.is
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Spennandi gisting. Fyrir fjölskyldur
og hópa s.s. ættarmót, saumaklúbba,
hvataferðir o.fl. o.fl. Wipeout stemn-
ing hjá okkur í des. ásamt formúlunni,
golfinu, boxinu og fótboltanum. Heitir
pottar og grill. Allar sjónvarpsstöðvar
og þráðlaust internet.
Komdu í Grímsnesið
- þar er gott að gista.
www.minniborgir.is og
GSM 868 3592.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu
Viltu vinna þér inn milljón fyrir
jólin? Lager til sölu, gott tækifæri
fyrir söluglaðan einstakling.
Sími 898 8690.
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið
úrval. Frábær gæði og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi af fólki
og veiti ég góð ráð. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns.
Upplýsingar á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13. Verið velkomin.
Ýmislegt
Velúrgallar
Innigallar
Bómullar- og velúrgallar
fyrir konur á öllum aldri.
Stærðir S - XXXL
Sími 568 5170
Teg. 11008 - mjög gott snið í BC
skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á
kr. 1.950,-
Teg. 42228 - fínlegur og léttfylltur í
BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á
kr. 1.950.
Teg. 7273 - léttfylltur blúnduhaldari í
BC skálum á kr. 3.950,- blúndubuxur í
stíl á kr. 1.950,-"
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
laugard. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Eitt sinn verða allir menn að deyja
stendur einhvers staðar skrifað.
Hinn 28. október síðastliðinn hringdi
séra Skúli Ólafsson, prestur í Kefla-
vík, og sagði mér að Einar væri dá-
inn. Ég stóð orðlaus í sömu sporum
og þegar ég tók símann, mér fannst
eins og ég væri límd við gólfið svo
mikið brá mér. Það er eins og maður
sé alltaf jafn óviðbúinn þegar manni
berst andlátsfregn.
Nokkrum dögum áður hafði ég
sent Einari pening til að fjármagna
ferð til Bandaríkjanna þar sem
Gerður systir hans býr. Hann vildi
endilega fá mig með og sagði að
Gerður systir sín myndi taka vel á
móti okkur. Blessaður Einar var svo
barnslega glaður að hann sagði að
hann vildi helst fá að leggjast í dvala
þangað til að hann færi í þessa ferð.
En því miður verður þessi ferð hans
aldrei farin.
Einar átti við mikið áfengisvanda-
mál að stríða en þrátt fyrir það voru
margir vinveittir honum. Hann var
heimilismaður hjá mér í tæp 18 ár.
Það voru bæði skin og skúrir sem
fylgdu þeirri veru en í rauninni var
Einar með hlýtt og barnslegt hjarta
en víxlsporin voru mörg og margvís-
leg.
Hann var einstaklega góður við
börn og dýr enda voru þau hans
Einar Borgfjörð
Ásgeirsson
✝ Einar BorgfjörðÁsgeirsson fædd-
ist í Hafnarfirði 27.
júlí 1936. Hann and-
aðist 26. október
2009. Hann var sonur
hjónanna Ragnheiðar
Pétursdóttur hús-
freyju og Ásgeirs Ein-
arssonar mál-
arameistara.
Systkinin voru sex
talsins en eftirlifandi
úr þeim hópi eru þær
Margrét og Gerður.
Barnaskóla sótti
hann í Hafnarfirðinum. Einar sótti
sjóinn um tíma en lengst af var
hann vinnumaður á sveitabæjum.
Starfaði hann einkum að Norð-
tungu í Borgarfirði og svo að Laug-
arbóli, Ísafjarðardjúpi. Einar bjó að
Suðurgötu 14 í Reykjanesbæ.
Útför Einars fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 30. október 2009.
Meira: mbl.is/minningar
tryggustu vinir. Það er
allt annað að eiga vini
en kunningja. Einar
var í mörg ár hjá
Magnúsi í Norðtungu í
Borgarfirði, hann dáði
það heimili mjög. Eins
talaði hann um Sigga í
Sólheimatungu og
Þórð á Gunnlaugstöð-
um í Borgarfirði og
marga fleiri sem höfðu
verið góðir við hann.
Hingað að Lauga-
bóli komu margir ein-
staklingar af ýmsu
þjóðerni, Einar talaði við þetta fólk
og fór létt með það. Þó að hann væri
lítið skólagenginn lá létt fyrir honum
að skilja og tala erlend mál. Það hef-
ur hann trúlega lært á hernámsárun-
um. Einar var mjög glöggur á tölur,
þar var hann alveg í essinu sínu, og
reiknaði út í huganum allt mögulegt
og var snöggur að.
Eins var það alveg dásamlegt að
fylgjast með þegar pakkar bárust
börnunum, sem oft voru þrjú eða
fjögur, og Einari. Einari fékk pakka
frá Gerði systur sinni í Ameríku og í
þeim leyndist ávallt eitthvert góð-
gæti sem hann naut að fá. Þá var oft
sest við spil og namminu deilt eftir
því hver vann spilið í hvert skiptið.
Þá var yndislegt og glatt á hjalla.
Einar kunni ógrynni af skemmtileg-
um sögum. Hann var svo einlægur
að það var ekki annað hægt en að
hlæja með honum.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Ég kveð Einar minn með þeirri
ósk að nú líði honum vel og þakka
samvistina í gegnum árin. Fjölskyld-
unni allri sendi ég mínar bestu sam-
úðarkveðjur.
Ragna á Laugabóli.
✝ María Gröndalfæddist í Reykja-
vík 2. apríl 1931.
Hún lést á Land-
spítalaum í Fossvogi
4. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Eiríkur
Gröndal, f. 31.3.
1906, d. 30.12. 1968
og Sigrún, f. Grön-
dal f. 4.3. 1909, d.
16.11. 1969, uppeld-
isbróðir Naríu var
Maríus Aðalbjörn
Gröndal, f. 23.1.
1937, d. 21.10. 1980.
Hinn 7. júlí 1951 giftist María
Herði Helgasyni, f. 30.8. 1931, d.
16.9. 2001. Foreldrar hans voru
Helgi Hannesson, f. 31.8. 1908,
d. 3.2. 1960 og Gíslína Þóra
Jónsdóttir, f. 24.9. 1912, d. 5.8.
2003. María og Hörður eign-
uðust 5 börn. a) Sigrún, f. 1951,
gift Steinþóri Magnússyni. b)
Gunnar, f. 1952,
kvæntur Kitó Harð-
arson, þau eiga eitt
barn, Maríu Char-
lottu, fyrir á Gunn-
ar Úlfar Þór. c)
Helgi, f. 1957,
kvæntur Guðfinnu
Stefánsdóttur, þau
eiga tvö börn, Stef-
án Davíð, kona
hans er Malín, þau
eiga einn son, Óðin
Kára, og Dröfn,
maður hennar er
Sigurður Már. d)
Eiríkur, f. 1960, kvæntur Rósu
Harðardóttur, þau eiga þrjú
börn, Hörð, Maríu, unnusti René
og Smára. e) Gísli, f. 1964,
kvæntur Sigrúnu Aðal-
steinsdóttur, þau eiga einn son,
Aðalstein, fyrir átti Sigrún Guð-
björgu Söru og á hún eitt barn,
Sigrúnu Evu.
Útför Maríu hefur farið fram.
Það eru tæplega tuttugu ár síð-
an ég fyrst kynntist Mæju og
Herði manni hennar, þá sem til-
vonandi tengdaforeldrum mínum.
Á þeim tíma var fyrirséð að ég og
Sara dóttir mín myndum þurfa að
fylgja kærum ástvini til grafar.
Þegar að því kom, þá voru þau
hjónin okkur mæðgum stoð og
stytta og tóku okkur algjörlega
sem hluta af fjölskyldunni og
reyndust okkur alltaf alveg ein-
staklega vel.
Það er ekki sjálfgefið að eignast
tengdamóður sem manni líkar vel
við og er sama sinnis, sbr. allar
tengdamömmuskrítlurnar. En þær
sögur áttu svo sannarlega ekki við
Mæju. Hún reyndist mér alla tíð
sem besti vinur og má segja að
hún hafi á einhvern hátt fyllt upp í
tómarúm sem óhjákvæmilega hafði
skapast við það að ég missti móður
mína ung, mér fannst ég alltaf
eiga meira í henni en bara tengda-
mömmu.
Hún Mæja var algjör snillingur í
höndunum, það var sama hvort um
var að ræða að mála, prjóna, hekla
eða föndra eitthvað annað skap-
andi. Þar kom maður ekki að tóm-
um kofanum. Ég var nokkuð dug-
leg við að halda henni upptekinni
við ýmsa handavinnu fyrir mig og
marga fallega hluti á ég frá henni
sem ég mun varðveita.
Oft kom hún til okkar í mat og
stundum endaði það á því að hún
gisti hjá okkur, jafnvel í nokkra
daga. Og best af öllu var ef veðrið
var gott, þá mætti Mæja snemma
og við slökuðum á í sólinni úti á
palli og svo mölluðum við eitthvað
girnilegt þegar leið að kvöldi.
Hún var alla tíð dugleg að
ferðast og seinni árin fór hún
margar ferðir bæði til Danmerkur
og Namibíu að heimsækja syni
sína og fjölskyldur þeirra. Við vor-
um oft áhyggjufull þegar hún var
ein að ferðast, enda gleymdi hún
oftast að láta vita af sér þegar
komið var á áfangastað. Síðustu
utanlandsferðina fór hún í fyrra-
sumar til Ítalíu með Erlu vinkonu
sinni, yndisleg ferð sem hún var
afskaplega ánægð með.
Það má ekki gleyma að minnast
á samband Mæju og Freddý Zan-
zibars, hundsins okkar. Hann og
Mæja voru frá fyrsta degi bestu
vinir. Þegar hún kom til okkar
varð Freddý alveg ofsakátur og
Mæja kunni vel að meta það.
Hundurinn hreinlega elskaði
ömmu sína og gerði fullan grein-
armun á orðunum amma og
mamma.
Ég kveð Mæju tengdamóður
mína með miklum söknuði. Það er
stórt skarð höggvið í okkar litlu
fjölskyldu með fráfalli hennar. En
við áttum góðar stundir saman
þessi ár og ég er þakklát fyrir það.
Hún var yndisleg manneskja og
ég lít á það sem sérstök forrétt-
indi að hafa verið vinkona hennar
og tengdadóttir þessi ár.
Takk fyrir allt, elsku Mæja mín,
ég og börnin mín munum alltaf
hugsa til þín með söknuði og
væntumþykju.
Kveðja frá
Sigrúnu.
Nú að leiðarlokum langar okkur
vinkonurnar í saumaklúbbnum að
setja á blað minningar okkar um
hana Mæju. Vinátta okkar nokk-
urra skólasystra úr barnaskóla og
síðar úr gagnfræðaskóla og vin-
kvenna okkar hefur varað í mörg
ár.
En það var eftir að við höfðum
stofnað heimili og allar með ung
börn að við ákváðum að reyna að
hittast og eiga kvöldstund saman
nokkrum sinnum á vetri. Við þess-
ar vinkonur höfum haldið sam-
bandi okkar vakandi í yfir 60 ár
og það var sama hvort við hitt-
umst í Reykjavík, Hafnarfirði,
Hvolsvelli, Kópavogi eða Keflavík,
alltaf gátum við fundið stund til
að hittast og þarna vorum við
saman miklar handavinnukonur.
Það brást aldrei að allar voru með
handavinnu og við gáfum ráðlegg-
ingar og miðluðum upplýsingum
um hvernig þetta og hitt skyldi nú
unnið og hvað hentaði best á
börnin, ömmubörnin og lang-
ömmubörnin okkar, sem voru orð-
in mjög fjölmennur hópur og þar
var Mæja ekki síst í flokki með
góð ráð.
Það var sama hvort Mæja
saumaði föt eða bútasaum, prjón-
aði eða heklaði, skar gler eða
steypti postulín, málaði á silki eða
gler, allt varð að listaverkum í
höndum hennar.
Við þökkum Mæju allar sam-
verustundirnar og eigum eftir að
rifja upp um ókomin ár það sem
hún lagði af mörkum í vináttu
okkar gegnum árin.
Blessuð sé minning hennar.
Hræddist ég, fákur, bleika brá,
er beizlislaus forðum gekkstu hjá.
Hljóður spurði ég hófspor þín:
Hvenær skyldi hann vitja mín?
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
hneggjar þú á mig, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held,
beint inn í sólarlagsins eld.
(Ólafur Jóhann Sigurðsson.)
Erla, Ólöf, Edda
Geirþrúður og Kristín.
María Gröndal