Morgunblaðið - 24.12.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.12.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Félagsmálaráðu- neytið er að leita leiða til þess að niðurskurður á umönnunar- greiðslum verði 5-10% eða svip- aður og almennt verður skorið niður til velferð- armála, að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Árna Páls Árnasonar félagsmála- ráðherra. Hún sagði að samráðs- hópur embættismanna ráðuneytis- ins og fulltrúa Þroskahjálpar hafi þegar hist einu sinni til viðræðna. Anna sagði ekki ætlunina að lækka framlög til umönnunargreiðslna meira en aðra þætti velferðarþjón- ustu. FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is UMÖNNUNARGREIÐSLUR vegna fatlaðra og langveikra barna lækka um 18% samkvæmt nýsam- þykktu fjárlagafrumvarpi ársins 2010. Landssamtökin Þroskahjálp fordæma í ályktun „þá aðför að fjöl- skyldum fatlaðra og langveikra barna sem felst í mikilli lækkun umönnunargreiðslna“. Samtökin segja að lækkun umönnunar- greiðslna um 18% sé langt umfram þann niðurskurð sem almennt er beitt í velferðarkerfinu. Þroskahjálp bendir á að umönn- unargreiðslur séu hugsaðar sem stuðningur við foreldra fatlaðra og langveikra barna. Þær séu einnig viðurkenning á því að fötluð og langveik börn þarfnist meiri umönnunar en önnur börn. „Þessar greiðslur hafa m.a. leitt til þess að stofnanavistun barna er minni hér á landi en víða annars staðar í heim- inum,“ segir Þroskahjálp. Samtökin telja að minni stuðningur við for- eldra fatlaðra og langveikra barna sé líklegur til að hafa slæm áhrif á lífsgæði þessara fjölskyldna í bráð og lengd. Þá harmar Þroskahjálp að vel- ferðarhugsjón ríkisstjórnar Íslands og Alþingis skuli ekki ná til þessara fjölskyldna. Gerður A. Árnadóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sagði að samkvæmt upphaflegum drögum að fjárlögum hefði staðið til að skerða umönnunarbæturnar um 31%. Þroskahjálp mótmælti þeirri hugmynd og ræddi málið við félags- málaráðuneytið, alþingismenn og fleiri. Í endanlegri gerð fjárlaga var dregið úr niðurskurðinum og endaði hann í 18%. Gerður sagði að þetta væri langt umfram þann 5-10% niðurskurð sem almennt hefði verið viðhafður í velferðarmálum. Umönnunargreiðslur lækkaðar Greiðslur vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna verða skertar um 18% Morgunblaðið/Ásdís Skerðing Umönnunargreiðslur vegna fatlaðra og langveikra barna verða skertar um 18% á fjárlögum. Leitað er leiða til að draga úr skerðingu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa brugðist hart við 18% niður- skurði á umönnunargreiðslum vegna fatlaðra og langveikra barna. Ráðuneytið leitar leiða til að minnka niðurskurðinn. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að þegar gerður var við- aukasamningur við Breta og Hol- lendinga í haust, hafi það verið ein af forsendum samkomulagsins að endurskoðun mála gæti farið fram hjá AGS án þess að beðið væri eftir niðurstöðu Alþingis. Hið sama hafi átt við um fyrsta hluta lánsins frá Norður- landaþjóðunum. Fyrr í vikunni var fyrsti hluti lánsins afgreiddur þrátt fyrir að Ice- save-frumvarpið hefði ekki verið samþykkt, en um miðjan mánuðinn sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra að Svíar og Norð- menn vildu ekki greiða út lánið fyrr en lausn Icesave-málsins lægi fyrir. Steingrímur bendir á að í sam- eiginlegri yfirlýsingu fjármálaráð- herranna sem að samningnum stóðu, hafi falist að ekki þyrfti að bíða eftir endanlegri afgreiðslu Al- þingis áður en næsta endurskoðun færi fram. hlynurorri@mbl.is Þurftu ekki að bíða eftir afgreiðslu „ÞAÐ hefur gengið mjög vel, veðrið hefur leikið við okkur þó reyndar hafi verið smá skot fyrir norðan,“ segir Anna Kristín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Ís- landspósts, um póstdreifinguna fyrir jólin. Hún kveður álag á póstþjónustuna vera svipað og um síðustu jól, koma þurfi álíka mörgum póstsend- ingum áleiðis og þá. Sé litið lengra aftur hefur álagið þó minnkað og reiknar Anna Katrín með að efnahagsþrengingarnar hafi haft nokkuð að segja um það. Reiknað er með að allur jólapóstur komist til skila fyrir jól fyrir utan innihald um 1.500 póst- poka sem strandaðir eru í Kaupmannahöfn. Samkvæmt fréttatilkynningu Íslandspósts frá í gær kemur þetta til vegna tafa á póstafgreiðslu í New York og Kaupmannahöfn. Mun innihald pokanna, um 2.000 bögglar og fjöldi bréfa og póstkorta, ekki komast til skila áður en jólahá- tíðin gengur í garð. „Við vonum auðvitað að þetta berist milli jóla og nýárs,“ segir Anna Katrín en hún segir það ekki liggja fyrir með vissu hvenær póstpokarnir 1.500 berist til landsins og innihald þeirra til réttra viðtakenda. skulias@mbl.is Vel hefur viðrað til póstburðar og flestir fá jólapóstinn sinn á réttum tíma Morgunblaðið/Heiddi Síðustu pakkar berast vonandi fyrir nýárið SJÓMANNAFSLÁTTUR, sem hefur löngum verið um- deildur, mun falla niður á fjór- um árum samkvæmt lögum um tekjuöflun ríkisins, sem sam- þykkt voru á Alþingi þann 21. desember. Með þessu gerir ríkisstjórnin ráð fyrir að spara um 1,1 milljarð á næsta ári. Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambands Ís- lands, er ósáttur við breytingarnar. „Ég fordæmi bæði vinnubrögðin við það hvernig að þessu er staðið og það að afnema þetta án þess að tryggja það að þetta komi til baka til sjómanna með öðr- um hætti.“ Spurður hvernig sjómenn ætli að bregðast við vísar Sævar til yfirlýsingar sem gefin var út í byrjun desember, um að sjómenn myndu ekki láta þetta yfir sig ganga átakalaust og að ef sjómanna- afslátturinn yrði tekinn af að þá yrði að bregðast við því. Viðbrögðin muni hins vegar mótast á fundum sem öll sjómannafélög og deildir verði með núna á milli jóla og nýárs. Þar verði mörkuð stefna um framhaldið og þangað til sé beðið með frekari yfirlýsingar. Hvað áhrifin á sjómannastéttina varðar minnir Sævar á að það séu aðeins um tvö ár síðan ill- mögulegt hafi verið að manna þann hluta flotans þar sem kaup og kjör voru verst. Kjör sjómanna fari oft á skjön við það sem almennt gerist vegna tengingar sjávarútvegsins við gengið og verð á af- urðum erlendis. Inntur eftir því hvort sjómenn verði ekki að taka á sig byrðar eins og aðrir, líkt og verið hefur í um- ræðunni, segir Sævar að þá verði aðrir að taka á sig líka. Það sé mikið af fólki bæði í opinbera geiranum og á almenna vinnumarkaðinum sem hafi hlutfalls- lega mun meiri fríðindi. sigrunrosa@mbl.is Telur afnám skattafsláttar sjó- manna ekki ganga átakalaust Sjómannafélög með fundi eftir jól til að móta stefnuna og skipuleggja aðgerðir Sævar Gunnarsson Leita leiða til að draga úr lækkun greiðslna í 5-10% Anna Sigrún Baldursdóttir EIÐUR Smári Guðjohnsen knattspyrnumað- ur hefur stefnt DV, ritstjórum blaðsins og blaða- manni, fyrir að greina frá háum lántökum Eiðs hjá bönkunum. Í stefnu segir að fjölmiðlum sé ekki heimilt að fjalla, án samþykkis og vitundar Eiðs, um einkamálefni hans. Á vef DV kemur fram að knatt- spyrnumaðurinn vilji að ritstjórar og blaðamaður verði látnir sæta þyngstu refsingu sem lög leyfa, sem er eins árs fangelsi, auk þess sem þeir greiði fimm milljónir kr. í bæt- ur. Þá vill Eiður eina milljón kr. til að kynna niðurstöðu dómstóla í mál- inu. DV greinir frá því að í stefnunni komi fram að stefnandi telji fjár- hagsmálefni sín hafi ekkert með opinbera persónu sína að gera og þau snerti almenning á engan hátt. Eiður Smári stefnir DV Eiður Smári Guðjohnsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.