Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 9

Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 LANDSPÍTALINN hyggst ná fram sparnaði á komandi ári sem nemur um 3,2 milljörðum króna. Það svar- ar til um 10% af útgjöldum spítalans á þessu ári. Hagræðingaraðgerð- irnar eru útlistaðar á vef spítalans en Björn Zoëga, forstjóri LSH, birti þær í gær með vikulegum pistli sín- um. Björn segir að ekkert á þessum lista eigi að koma starfsfólki á óvart, miðað þá kynningu sem aðgerðirnar hafa fengið innan spítalans. Fyrir liggur að einhverjir starfsmenn munu missa vinnuna en að sögn Björns má búast við að fækkað verði um 200 stöðugildi á LSH árið 2010, miðað við fyrirliggjandi áætl- un. Stærstur hluti af því næst með starfsmannaveltu en til einhverra uppsagna gæti komið, segir Björn. „Reynt verður að útvega fólki önnur störf innan spítalans, það er alltaf töluverð hreyfing á okkar fólki,“ segir Björn. Alls eru stöðugildi á spítalanum um 3.900 og fjöldi starfsmanna kringum 5.000 manns. Með almennum aðgerðum á að ná fram nærri tveggja milljarða króna sparnaði. Að stærstum hluta með minnkandi yfirvinnu, eða 575 millj- ónir, og rúmar 200 milljónir nást með því að draga úr vakta- og launakostnaði lækna. Sömu upphæð á að ná fram með minni viðhalds- kostnaði, innkaupum og eigna- kaupum. „Sparnaðarkrafan er ótrúlega há. Við höfum ekkert val, við verðum að ná okkar markmiðum, ná að fylgja fjárlögum og einbeita okkur að ör- yggi sjúklinga,“ segir Björn í pistli sínum. Leiðarljós hagræðingar- aðgerðanna sé að vera innan fjár- laga ársins 2010. bjb@mbl.is Spara á 3,2 milljarða kr.  Rík krafa um meiri sparnað á Landspítalanum á næsta ári  Stöðugildum gæti fækkað um 200 en eru um 3.900 í dag Sparnaður á LSH 2010 milljónir kr. Almennar aðgerðir 1.932 (- þar af skert yfirvinna 576) Skurðlækningasvið 346 Stoðþjónusta 277 Lyflækningasvið 227 Rannsóknasvið 145 Kvenna- og barnasvið 138 Geðsvið 108 Bráðasvið 100 Vísinda- mennta- og gæðasv. 15 VIÐGERÐUM er nánast lokið í Höfða en um þrír mán- uðir eru liðnir síðan miklar skemmdir urðu þar í bruna. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, forseta borg- arstjórnar, munu flutningar á innanstokksmunum í húsið klárast á milli jóla og nýárs þannig að hægt verði að taka Höfða í notkun í byrjun nýs árs. Höfði verður því klár fyrir annan leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands, ef sú staða kemur upp. „Þetta hefur allt gengið samkvæmt áætlun og í raun betur en það. Þarna hafa framúrskarandi iðnaðarmenn og verkamenn verið að störfum og vil ég hrósa þeim sérstaklega,“ segir Vilhjálmur. Viðgerðirnar utan á húsinu og inni í því hafa miðast við að færa það allt til fyrra horfs. Þó eru lítils háttar breytingar gerðar að innan, eins og með nýrri hurð á milli herbergja. Allt hefur verið málað upp á nýtt og er kominn á svipaður litur og þegar Ronald Reagan og Mikaíl Gorbatsjov áttu sögufrægan fund í Höfða árið 1986. Ekki liggja fyrir tölur um endanlegt tjón Reykjavík- urborgar en húsið er tryggt hjá VÍS. Mun tryggingin dekka tjónið að langmestu leyti. Viðhafnarstofan í Höfða er tilbúin en í gær skoðuðu Trausti Sigurðsson yfirsmiður, Anna Karen Kristjáns- dóttir móttökustjóri og Jón Þ. Einarsson húsvörður fráganginn. Þau voru, líkt og Vilhjálmur, mjög ánægð með hvernig til hefur tekist. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Viðhafnarstofan klár í Höfða TÖLUVERT er um að verðmætum sé stolið úr yfirhöfnum fólks en lögreglan hefur fengið margar slík- ar tilkynningar að undanförnu. Sér- staklega á þetta við um verðmæti sem hafa verið skilin eftir í yf- irhöfnum í fatahengjum sam- komustaða, t.d. á hótelum og ann- ars staðar þar sem salir eru leigðir út undir samkvæmi. Einnig hefur verðmætum verið stolið með sama hætti úr yfirhöfnum í kirkjum. Lögreglan biður fólk að hafa þetta hugfast og skilja ekki veski eða önnur verðmæti eftir í yfirhöfnum. Lögreglan varar líka eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé slíkt óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Tals- vert er um innbrot í bíla á höf- uðborgarsvæðinu en þjófum er ekk- ert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Sömuleiðis vill hún benda á mik- ilvægi þess að skilja bíla frekar eft- ir á upplýstum bílastæðum, ef þess er nokkur kostur. Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkrinu þar sem ekki sést til þeirra. Verðmætum stol- ið úr yfirhöfnum Um leið og við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða óskum við landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Ármúla 30 | 108 Reykjavík Sími 560 1600 | www.borgun.is Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Gleðileg Jól Óskum öllum vinum, blaðberum og vandamönnum Gleðilegra Jólahátíðar og farsæls komandi árs. Þökkum liðin ár. Umboðsm. mbl. á Akureyri, Rúnar og Guðlaug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.