Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 10

Morgunblaðið - 24.12.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Ísland er herlaust land að fornu ognýju. Þar sjást því ekki háreistir kastalar á hvurju strái, stolt merki um tign, vald og vígbúnað. Og eins og endranær er til á þessari fullyrð- ingu og reglu undantekningin sem sannar hana.     Því sé grannt skoðað kemur í ljósað hér hefur verið her í hundrað ár og situr enn í sínum kastala. Hjálpræðisher og kastali hans. Þangað sækja sumir þeirra sem finna ekki annað skjól þegar fjöld- inn er allur með hátíðarbrag.     Aðrir eru einnigtil staðar fyrir þá sem fara á mis við flest. Kirkjan, Vernd, Samhjálp, Rauði kross og Mæðrastyrksnefnd koma handahófskennt upp í hugann, einnig sem fulltrúar annarra, sem láta gott af sér leiða.     Og bak við þessi nöfn er fólk, fórn-fúst fólk og gott. Bæði það sem er að inna af hendi sín daglegu störf með þessari þjónustu og hinir sem í sínum tíma og á sínum forsendum leggja svo mikið af mörkum.     Þarna er að minnsta kosti vísir aðskjaldborg, þótt aðrar láti bíða eftir sér. Og hún er ekki ný af nál- inni.     Og þangað geta þeir leitað skjólsog stuðnings, sem fátækt þjak- ar, einstæðingsskapur eða bjargræðisleysi. Þar er hjálp- arhellum að mæta sem ekki hafa gleymt þeim sem veikast standa, líka um jól.     Verkefni okkar hinna má því ekkivera minna en það að gleyma ekki að leggja hjálpendunum lið og auðvelda þeim verkið og létta þeim róðurinn. Herkastalinn við Aðalstræti Hjálparhellur Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -5 snjókoma Lúxemborg 0 þoka Algarve 17 skúrir Bolungarvík -7 snjókoma Brussel 1 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Akureyri -10 snjókoma Dublin 1 skýjað Barcelona 14 skýjað Egilsstaðir -10 léttskýjað Glasgow -2 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -5 alskýjað London 4 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Nuuk -7 skafrenningur París 4 skýjað Aþena 16 skýjað Þórshöfn 1 léttskýjað Amsterdam 0 heiðskírt Winnipeg -7 alskýjað Ósló -8 skýjað Hamborg 0 þoka Montreal -10 snjókoma Kaupmannahöfn 2 alskýjað Berlín 0 heiðskírt New York -6 heiðskírt Stokkhólmur -3 skýjað Vín 6 skýjað Chicago -1 alskýjað Helsinki 1 skúrir Moskva 1 alskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 24. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.01 1,4 11.20 3,2 17.42 1,3 23.55 3,0 11:24 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 0.47 1,5 6.53 0,7 13.10 1,6 19.43 0,6 12:10 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 3.35 0,9 9.25 0,4 15.49 0,9 21.57 0,3 11:55 14:36 DJÚPIVOGUR 2.01 0,6 8.10 1,6 14.37 0,6 20.49 1,5 11:02 14:52 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag (jóladagur) Norðaustlæg átt, 10-15 m/s og snjókoma eða él NV-til, en ann- ars hægari og úrkomulítið. Hvessir heldur við S- og A- ströndina um og upp úr hádegi með líkum á dálítilli snjókomu eða slyddu. Dregur úr frosti, einkum við ströndina. Á laugardag (annar í jólum) Norðaustlæg átt, víða 5-10 m/s með éljum, en björtu S- og V- lands. Frost 0 til 8 stig. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Hægari norðlæg eða breytileg átt og dálítil él, en áfram bjart veður S- og V-lands. Kólnandi. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Viðvörun: Búist er við stormi á Vestfjörðum í dag. Spá: Gengur í norðaustan 18-25 m/s á Vest- fjörðum, en hægari annars staðar, einkum austantil. Snjó- koma eða él fyrir norðan, en bjart að mestu syðra, en líkur á éljum vestanlands undir kvöld. Frost víða 4 til 16 stig, kaldast til landsins. Blönduós | Selur lét líða úr sér á ís- jaka skammt frá lögreglustöðinni á Blönduósi nýverið. Hann veit það eitt að hann er hólpinn á ísjaka í jökulánni Blöndu í Austur- Húnavatnssýslu. Einn ágætur Blönduósingur hafði á orði að þessi selur væri „Ice- save“, þ.e. hólpinn á ísnum þó svo að Hraunsbirnan sem nú dvelur uppstoppuð á Hafíssetrinu sé stödd í næsta nágrenni. Selurinn „Icesave“ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson „ÞAÐ ánægjulega við þetta er að við finnum fyrir miklum áhuga heima- manna í Winnipeg og víðar í Kanada fyrir þessu flugi. Heimamenn leggja til töluverðar fjárhæðir í markaðs- starf og þetta fer vel af stað,“ segir Matthías Imsland, framkvæmda- stjóri Iceland Express, en félagið hóf í gær sölu á áætlunarferðum til Winnipeg í Kanada næsta sumar. Fljúga á einu sinni til tvisvar í viku, á miðvikudögum og laug- ardögum, frá og með júníbyrjun 2010. Er Winnipeg 27. áfangastaður Iceland Express en félagið hyggst sem kunnugt er einnig hefja flug til New York í Bandaríkjunum á kom- andi ári. Að sögn Matthíasar er Ice- land Express fyrsta evrópska flug- félagið til að fljúga beint til Winnipeg en Icelandair hefur flogið til Halifax og Toronto í Kanada, svo dæmi sé tekið. Þjóðræknisfélag Íslendinga sá ástæðu til að fagna þessari nýju flug- leið sérstaklega með yfirlýsingu í gær. Segir Almar Grímsson formað- ur að beint flug til Winnipeg hafi lengi verið eitt helsta baráttumál fé- lagsins. Í tilkynningu frá Iceland Express um Kanadaflugið kemur m.a. fram að mikill uppgangur hafi verið í Winnipeg undanfarin misseri þrátt fyrir efnahagslægð víðast hvar ann- ars staðar. Hagur íbúanna hafi vænkast, fasteignaverð hækkað og atvinnuleysi sé hverfandi. Um 1.300 þúsund manns búa í Manitoba-fylki en Winnipeg er þar höfuðborgin. Um 19% íbúanna, eða um 250 þúsund manns, eru af erlend- um uppruna. Hefur utanríkisráðu- neytið áætlað að um hálf milljón nú- lifandi Ameríkumanna eigi rætur sínar að rekja til Íslands. Vestur- Íslendingar hafa í auknum mæli heimsótt Ísland á seinni árum, ekki síst eftir að Vesturfarasetrið á Hofs- ósi tók til starfa fyrir um 13 árum. Á vegum þess hefur fjöldi Vestur- Íslendinga komið til landsins og margir farið héðan vestur. bjb@mbl.is Iceland Express flýgur til Winnipeg Morgunblaðið/Kristinn Winnipeg Fjöldi Vestur-Íslendinga býr í höfuðborg Manitoba-fylkis. Þjóðræknisfélagið fagnar fluginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.