Morgunblaðið - 24.12.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 24.12.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 HLEGIÐ var að kappklæddum blaðamanni þar sem hann skalf sem hrísla í frostinu og taldi hausa í heitum potti yl- strandarinnar í Nauthólsvík um hádegisbil í gær. Lax- ableikir líkamar voru alls staðar um kring og nokkrir hvít- ir á göngu út í sjó. Sífellt fleiri sækja í sjóinn á Þorláksmessu til að eiga kalda kyrrðarstund fjarri al- ræmdu jólastressinu. Vel á annað hundrað manns skelltu sér í sjóinn á meðan blaðamaður norpaði og saup á heitu súkkulaði. Örlaði á skömm þegar telpur tvær á baðfötunum einum fata skokkuðu framhjá og stungu sér til sunds. Steininn tók úr þegar þær glaðlegar gæddu sér á frostpinna að sundinu loknu. Þá hlakkaði í sjóförum þegar þeir mættu til búnings- herbergja og heyrðu að sjávarhiti væri við frostmark. „Núll gráður. Það verður þá vonandi frost og krapi á ný- ársdag,“ sagði keppnismaður mikill sem greinilega kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að synda í sjó. Þess ber að geta að frost var á bilinu fimm til átta gráð- ur í gær. Sjósundfólk virðist að einhverju leyti ofurmann- legt. Eftir sundið settust menn svo í heita pottinn, sáttir þótt þröng væri á þingi. Boðið var upp á heitt súkkulaði og pip- arkökur auk þess sem Gerður Kristný las jólaljóð yfir mannskapnum. andri@mbl.is Morgunblaðið/RAX Lesið yfir Rithöfundurinn Gerður Kristný las upp jólaljóð sem fylgdi jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Gestir supu á heitu súkkulaði og yngsta kynslóðin nartaði í frostpinna. Í land Eftir að hafa stokkið í sjóinn svömluðu fjallhressir karlmennirnir um stund. Einn þoldi þó ekki við og lagði fyrr af stað í land. Jól í sjó Þessa fjórar hressu konur nutu sín vel í ísköldum sjónum og busluðu frá sér stressið. Ekki voru allir sundkappar með hettu en báru þess í stað viðeigandi höfuðfat, þ.e. jólasveinahúfu. Laxableikir líkamar við ylströndina Zona Industrial da Mota • Apart. 136 - 3834-909 ILHAVO - Portugal • Telef. 234 326 560 / 1 • Fax 234 326 559 • Unninn úr ferskum þorski • Veiddur á hinum köldu og hreinu hafsvæðum Íslands og Noregs • Blóðgaður um borð • Flattur og saltaður og látinn verkast a.m.k. í 90 daga • Þannig öðlast fiskurinn hinn rétta þéttleika fyrir útvötnun svo að þú að lokum getir notið hins frábæra hefðbundna saltfisks. Gleðilega hátíð - byrgjar, vinir og aðrir Íslendingar Saltaður og þurrkaður þorskur - Gadus Morhua morhua

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.