Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 2009 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MEIRIHLUTI fjárlaganefndar tel- ur að miðað við þá valkosti sem Ís- land stendur frammi fyrir í Ice- save-málinu sé nauðsynlegt að ljúka málinu með því að veita ríkis- ábyrgð á lágmarkstryggingu inni- stæðueigenda sem áttu fé á Icesave reikningum Landsbankans. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri-Grænna skrifa undir meiri- hlutaálitið. Einn þeirra, Ásmundur Einar Daðason, skrifaði undir álitið með fyrirvara. Betri samningur óraunhæfur Í áliti meirihlutans segir m.a. að í öllum aðalatriðum sé sú staða óbreytt að án lausnar Icesave- málsins fáist ekki þau gjaldeyrislán sem efnahagsáætlun Íslands og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sé reist á. „Hugmyndir um að íslensk stjórn- völd geti tryggt sér enn betri samning en þann sem nú liggur fyrir, með því að draga að sam- þykkja hann eða samþykkja frum- varpið með breytingum, eru að mati meiri hluta fjárlaganefndar óraunhæfar. Óvíst er hver yrði niðurstaða dómstóla ef úr málinu yrði leyst þar. Meirihluti fjárlaga- nefndar er sammála því mati fjár- málaráðuneytisins að efnahagslegar afleiðingar þess að ljúka ekki mál- inu geti orðið alvarlegar,“ segir í álitinu. Síðar í álitinu segir meiri- hlutinn að hinar efnahagslegu og pólitísku afleiðingar sem það hefði í för með sér myndi hægja mjög á endurreisn íslensks atvinnulífs með meiri og alvarlegri afleiðingum en þegar hafi orðið vegna efnahags- hrunsins. Óásættanlegt frumvarp Málið var tekið út úr fjárlaga- nefnd í ágreiningi og því hefur minnihlutinn ekki lagt fram sín álit. „Við höfum lýst því yfir að óbreytt frumvarp sé að okkar mati algjör- lega óásættanlegt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi í fjár- laganefnd. Hagsmunirnir séu gríðarlegir og vanda þurfi til ákvörðunarinnar. Allir stjórnmála- flokkar séu sammála um það grundvallaratriði að það sé engin lagaleg skylda, hvorki að íslenskum eða evrópskum rétti, sem hvíli á ís- lensku þjóðinni að verða við óbil- gjörnum kröfum Breta og Hollend- inga. Ríkisstjórnin sé að fara fram á Íslendingar taki á sig skuldbind- ingar sem þeir hafa aldrei undir- gengist. Icesave frumvarpið verður tekið til þriðju og síðustu umræðu milli jóla og nýárs. Þingeyjarsýsla | „Það er gaman að gefa jólaheyið, gefa góðar og grænar tuggur sem kindunum þykja góm- sætar. Þá er líka gefið mikið magn á jólunum, allir verða saddir, allt er sópað og fínt, bara hátíðlegt. Þá klappar maður kindunum meira, margar vilja brauð og svo fæddist líka Jesúbarnið í fjárhúsum sem gerir þetta enn skemmtilegra.“ Þetta er megininntak þess sem systurnar Hulda Ósk og Elva Mjöll Jónsdætur úr Reykjahverfi sögðu, ásamt Elsu Dögg Stefánsdóttur frá Húsavík sem hefur mjög gaman af því að koma í fjárhús. Það er gamall siður í sveitum að breyta út af vananum í útihúsunum um hátíðirnar og þá er reynt að velja besta heyið handa skepnunum. Á að- fangadagskvöld er líka reynt að hafa þrifalegt í byggingum, meira en venja er til, og gefa aukaskammta sem ekki eru gefnir daglega. Sums staðar fá kálfar aðeins meiri mjólk en venjulega í pelann sinn, kýr fá aðeins meiri fóðurbæti og hestum er fært mikið grænt hey. Margir bændur og fólk þeirra eru enn í fjárhúsum sínum og fjósum þeg- ar jólin eru hringd inn og þar sem er útvarp skapast sérstök stemning. Bú- peningurinn leggur við hlustir þegar klukknahringingin ómar enda þá annar tónn sem hljómar um útihúsin. Elsa Dögg, Elva Mjöll og Hulda Ósk eru himinsælar með tilbreyt- inguna, þær klæða sig upp og eru með jólahúfur við gegningarnar. Uppáhaldsskepnur fá sérstaka at- hygli og á myndinni má sjá þær stöll- ur með hrútinn Emil sem var heim- alningur og kann hann vel að meta kjassið og nokkur strá af jólaheyinu sem á að gefa á allan hópinn rétt áður en jólaklukkurnar klingja í útvarpinu. „Gleðileg jól,“ er þá sagt í útihús- unum og það verður hátíðarblær hjá mönnum og dýrum. Gaman að gefa jólaheyið Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hátíðarskap Elsa Dögg, Elva Mjöll og Hulda Ósk með jólahúfur við gegningarnar. Hrúturinn Emil er alsæll. Alls komu 80 einstaklingar á fund fjárlaganefndar, einu sinni eða oftar. Fjárlaganefnd fékk samtals 62 gesti á sinn fund þegar fyrra Ice- save-frumvarpið var í meðförum Alþingis í sumar. Eftir fyrstu um- ræðu komu 53 gestir á fund nefndarinnar og eftir aðra umræðu komu 15 gestir til viðbótar, þar af voru sex sem höfðu komið til nefndarinnar vegna málsins áður. Frumvarp til breytinga á Icesave-lögunum var lagt fram 19. október sl. Eftir fyrstu umræðu komu 27 gestir á fundi nefndarinnar og eftir aðra um- ræðu komu 36 gestir, þar af níu sem ekki komu eftir fyrstu umræðuna. 80 gestir á fundi fjárlaganefndar Morgunblaðið/Heiddi Umræða Búast má við að umræðan um Icesave-frumvarpið verði stutt en snörp á milli jóla og nýárs. Einnig má gera ráð fyrir að fleiri verði í salnum en voru þegar þessi mynd af Icesave-umræðu var tekin fyrir skömmu. Vill ljúka málinu  Meirihlutinn telur betri kost að samþykkja en að hafna  „Óbreytt frumvarp er að okkar mati algjörlega óásættanlegt“ TALSVERT tjón varð hjá Mjólkursamsölunni á Selfossi þegar rafmagni á Árborgarsvæðinu sló út í um fimm mínútur snemma gærmorgun, eftir að grafa rakst upp í rafmagnslínuna sem liggur frá Ljósafossstöð. Um 6.000 lítrar af mjólk fóru í súginn þegar vélbúnaður mjólkurbúsins varð raf- magnslaus. Enginn hætta er þó á mjólkurskorti vegna þessa. „Þegar svona gerist þá [detta] öll tæki og tól út. Dælur hætta að virka og annað og það er mjólk í öllum lögnum. Við missum hér um 6.000 lítra af mjólk víðsvegar í búinu,“ segir Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbús- stjóri. Þrífa varð allan búnað og lagnir í mjólkurbúinu í kjölfar straumleys- isins og varð þriggja til fjögurra klukkustunda seinkun á mjólkurvinnslu dagsins. Mjólkurbússtjórinn segir tækjabúnað verða fyrir miklu álagi þeg- ar svona gerist. Erfitt hafi verið að koma dælum af stað og öryggisrofar hafi slegið út. Mjólkurtjón vegna rafmagnsleysis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.